Vísbending


Vísbending - 29.01.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 29.01.1999, Blaðsíða 2
ISBENDING Einkavæðing 2 r mörgum löndum í Evrópu eftir seinni heimstyrjöldina eignaðist ríkisvald- ið fleiri framleiðslutæki og fyrirtæki. Þróunin hafði í raun byrjað eftir heims- kreppuna og var afleiðing þess að marg- ar ríkisstjómir stofnuðu til ríkisrekstrar til að byggja upp atvinnulífið. í sumum tilfellum höfðu einkafyrirtæki leitað skjóls og vemdar hjá ríkinu þegar illa áraði og komust þau smám saman í eigu ríkisins að hluta eða í heild. Auk þess átti þjóðnýting á atvinnutækjum sér stað í mörgum löndum. I tilfelli Islands má segja að þátttaka ríkisvaldsins í mörgum fyrirtækjum hafi komið til vegna þess að landið var Iítið og fjármagnsmarkaður vanburða. Þessa þróun má skýra með eftirfarandi atriðum: i. Hagfræðihugsun þessa tíma ýtti undir þá skoðun að mikið væri um markaðs- bresti í hagkerfum og náttúrulega einkasölu. Það leiddi til þess ríkiseign á fram- leiðslutækjum þótti rétt- lætt. ii. Stjómvöldvilduhafayfir- ráð yfir fyrirtækjum sem væm arðsöm til þess að geta greittniðuraðrarvör- ur og þjónustu. iii. Stjórnvöld vildu styrkja atvinnugreinar og fyrir- tæki sem áttu í erfiðleik- um til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og lækkun launa. iv. Menn töldu að það væri mikið öryggisatriði fyrir þjóðríki að lykilatvinnu- greinar og íýrirtæki væm í ríkiseign, svo sem her- gagnaiðnaður, samgöng- ur og ýmis hrávömfram- leiðsla. Einkavæðingaráætlun Arið 1979 reið breska ríkisstjórnin með Margréti Thatcher í broddi fylkingar á vaðið og hóf sína einkavæð- ingaráætlun.1 í fýrstu vom nær öl 1 ríkis- fyrirtæki í samkeppnisgreinum einka- vædd, síðan ýmis veitufyrirtæki og í framhaldi af því var farið að einkavæða ' Árið 1956 voru nokkur fyrirtæki einkavædd i Austurriki. Þremur árum seinna var nokkur einka- væðing i Vestur-Þýskalandi þar sem m.a. Volks- wagen varsett. Árið 1974vari Chile hafin umfangs- mikil einkavæðingaáætlun undir herforingjastjórn Augusto Pinochet. ýmsa þjónustustarfsemi. í byrjun ní- unda áratugarins fór af stað einkavæð- ingarbylgja í OECD-löndum. Þessi bylgja hefúr haldið þunga sínum eftir því sem ríkiseignir í löndum sem vom undir hæl kommúnismans hafa verið færðar til einkageirans. Þess má geta að einka- væðing í sumum þeirra hefúr gengið lengra en í vestrænum ríkjum. Auk þess hafa mörg þróunarríki verið að einka- væða ríkisfýrirtæki sín undanfarin ár. Á mynd 1 sést að einkavæðing í heim- inum hefur aukist mikið síðustu ár. Búast má við því að þessi aukning hafi haldið áfram á árinu 1998, þrátt fyrir óróa á mörgum hlutafjármörkuðum. Sú mikla einkavæðing sem átt hefúr sér stað síð- ustu áratugi hefúr haft mikil áhrif á efna- hagslíf heimsins og má líkja henni við byltingu. Hún hefur haft áhrif á tug- þúsundir fýrirtækja og milljónir starfs- manna. Obein áhrif eru einnig mikil þar sem einkavæðing hefúr ekki aðeins áhrif á fyrirtækið sem er einkavætt heldur einnig önnur fýrirtæki og aðra aðila sem eiga viðskipti við einkavædda fýrirtæk- ið. Hún helúr m.a. leitt til þess að mark- aðsöflin hafa í ríkara mæli fengið að koma nálægt ráðstöfún framleiðsluþátta, leitt til meiri alþjóðavæðingar með því að auka fjárfestingar yfir landamæri og eflt h 1 utafj ármarkað i. Markmið einkavæðingar Stjómvöld margra landa fóru að kom- ast á þá skoðun á áttunda áratugnum að ríkisafskipti væm of mikil, að ríkis- valdið ætti að einbeita sér að nokkrum grunnþáttum og fyrirtækjarekstur væri ekki einn af þeim þáttum. Þessa við- horfsbreytingu má rekja til vinsælda þeirrar skoðunar að mikil ríkisafskipti leiði til minni hagkvæmni. Aðalmarkmið með einkavæðingu á að vera að auka hagkvæmni hagkerfisins með því að draga úr umfangi hins opinbera, efla einkaff amtak og auka samkeppni. Önnur helstu markmið einkavæðingar eru: i. Bæta fjárhag ríkisins og nota afrakst- ur einkavæðingar til að lækka skuldir og vaxtagreiðslur. Koma í veg fýrir meðgjöf með óhagkvæmum fýrir- tækjarekstri. ii. Efla hlutabréfamarkað með því að fjölga skráðum lýrirtækjum og þannig auka veltu á frum- og eftirmarkaði. Efla svokallaða hluthafamenningu (e.: shareholder culture), þ.e. að gera sem flesta að hluthöfúm í atvinnufýrirtækj- um. Sumirteljaaðþettaaukivalddreif- ingu. Nota einkavæðingu til að efla spamað almennings. iii. Áuka beina erlenda fjárfestingu í at- vinnurekstri. Síðustu ár hefur mátt rekja stóran hluta af beinni erlendri fjárfestingu í OECD-löndumtiI einka- væðingar. Auka erlenda verðbréfa- fjárfestingu í hlutabréfúm (e.: foreign portfolio equity investment). Framkvæmd einkavæðingar Einkavæðingu má flokka eftir eðli þeirrar starfsemi sem verið er að einkavæða. Á fýrsta stigi einkavæðingar eru atvinnufýrirtæki í opin- berri eigu seld. Þessi aðferð er einföld; fýrirtækin sem ver- ið er að selja era yfírleitt vel skilgreindar einingar og oft starfandi í samkeppnisum- hverfi. Einkavæðing á öðra stigi felst í því að selja íýrir- tæki sem eru í veitustarfsemi eða innviðastarfsemi (e.: in- frastructure), fýrirtæki sem menn hafa oftast litið á að ættu að vera undir opinberri forsjá. Um breitt svið er að ræða: Vatnsveitur, orkuíýrirtæki, hafnir, flugvellir, fjarskiptafýrirtæki og einstök umferðarmannvirki. Þriðja stigs einka- væðing felur í sér einkavæðingu ýmissa þjónustuþátta. Þátta sem oft era eða hafa verið unnir af opinberam aðilum án þess að það sé nauðsynlegt að þeir vinni þá, jafnvel þó að þjónustan sé fjármögnuð af opinbera fé. Einkavæðing á þessu stigi hefúr það að markmiði að gera rekstur þjónustunnar sem líkastan einkarekstri íþví skyni að aukaskilvirkni og gæði þjónustunnar. Stel’án Arnarson viðskiptafræðingur Mynd 1. Einkavœðingíheiminum 1990-1997(MUljardar USD). Heimild: OECD - Financhú market trends #70. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.