Vísbending


Vísbending - 29.01.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 29.01.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Tafla 1. Einkavœðing á Islandi 1989-1998. Heimildir: Tölfrœðisvið Seðlabanka ís- lands, Einkavœðing á Islandi, greinasafn 1997. í m.kr. 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1988Á Einkavæðing í alm. útboðum 0 0 0 0 0 290 201 974 90 9.315 Önnur cinkavæðing hlutaf. 1.450 87 0 489 729 0 0 138 161 0 Önnur einkavæðing 0 0 0 395 0 0 0 135 0 0 Samtals 1.450 87 0 885 729 290 201 1.247 251 9.315 Margaraðferðir Einkavæðing hefur verið á ýmsan hátt í hinum ýmsu löndum. Rikisstjómir hafa breytt einkavæðingar- aðferðum sínum eftir því sem þærhafa fengið meiri reynslu. Almennt má segja að notuð sé sú aðferð sem söluaðili telji að hjálpi sér mest við að ná sem flestum markmiðum sínum. Einfaldasta leiðin einkavæðingar er að leggja fyrirtækið niður. Ein aðferð er að gefa íyrirtæki, önnur aðferð að selja hlut án nokkurra skilyrða með uppboðsaðferð til hæst- bjóðanda. Það má segja að þessar tvær aðferðir spanni hvor sinn enda rófsins varðandi það að fá tekjur og íjölgun hluthafa. Fyrri aðferðin gefur engar tekj- ur og hún hefur oft verið notuð í þeim tilfellum þar sem aðalmarkmið stjóm- valda hefúr verið að koma ríkiseignum sem fyrst í hendur einkaaðila. Seinni aðferðin gefiir hámarkstekjur og er oft- ast notuð þegar aðalmarkmið einka- væðingar er að fá sem mest fyrir eignina og/eða að auka hagkvæmni i ákveðinni atvinnugrein eða í hagkerfinu. Flestar einkavæðingaraðferðir eru á milli þess- ara tveggja og þá oftast í fomii almenns útboðs. Síðustu ár hefúr meirihluti einka- væðingar í OECD-löndum verið í formi almenna útboðs, í öðmm löndum hafa önnur fonn einkavæðingar verið ríkj andi. Sérumgjörð á Islandi Aíslandi má segja að að sémmgjörð hafi verið sett um hverja einkavæð- ingu, þó innan verklagsreglna um einka- væðingu. Astæður þess að íslensk stjóm- völd hafa sífellt verið að breyta ramma einkavæðingar em þær að markmiðin sem menn vilja ná ífam em mismunandi og að menn hafa orðið reynslunni ríkari. Hér á eftir fer stutt almenn lýsing á þeim aðferðum sem stjómvöld hafa notað: i. Fyrirtæki hefur verið lagt niður og eignir seldar. Dæmi um þetta eru Rík- isskip og bókaútgáfa Menningar- sjóðs. ii. Fyrirtæki hafa verið seld einum eða fleiri aðilum án þess að það hafi verið auglýst og ekki hefúr verið augljóst hver átti frumkvæði að samningsgerð. Dæmi: sala Ferðaskrifstofú ríkisins, sala eignarhlutar ríkisins í Þörunga- verksmiðjunni hf. og í Eimskip hf. iii. Þegar hlutur er seldur seldur hæst- bjóðanda eftir auglýsingu er talað um tilboðsaðferð. Dæmi er salan á Prentsmiðjunni Gutenberg hf. iv. Biðraðaaðferð er þannig að kaup- andinn mætir á staðinn eða hringir. Sala hefst á ákveðnum tímapunkti og kaupendur em afgreiddir eftir röð; „fyrstur kemur, fyrstur fær.“ Þegar þessi aðferð er notuð er oftast sett þak á það hve mikið hver getur keypt. Þessi aðferð var m.a. notuð við sölu bréfa í Lyfjaverslun ríkisins hf. og hefur ekki verið notuð síðan. v. Þegar hlutur er seldur með áskriftar- aðferð eiga allir þeir sem taka þátt í útboðinu jafnan möguleika. Askrift- artímabilið stendur yfir í nokkurn tíma. Verði áskriftaróskirhærri en sem nem- ur því hlutafé sem í boði er skerðist hlutur hvers og eins. Dæmi um þetta er salan á hlutum í rikisbönkunum þremur. vi. Sambland af áskriftaraðferð og til- boðsaðferð. Þessi aðferð var notuð við sölu á hlut ríkisins í Islenska jám- blendifélaginu hf. og seinni hluta einkavæðingar Skýrr hf. Aðferðir iii-vi fara nær alltaf fram sem almenn útboð. Sú hefð hefúr komist á við einkavæðingu síðustu missera að starfsmenn hafa fengið að kaupa hluta- bréf á sérkjömm. Gagnrýni Margt er hægt að gagnrýna við einka- væðingu á íslandi. Einkavæðing á Islandi kom of seint og í of litlu magni.2 Mikil ríkisafskipti hafa leitt til minni hag- vaxtar og haldið aftur af atvinnuþróun, sérstaklega í fjármálageiranum. Verk- lagsreglur um einkavæðingu voru settar of seint og það hefúr ekki alltaf verið farið eftir þeim. Einkavæðing SR-mjöls hf. var illa unnin og fullyrða má að hún hafi dregið úr hraða einkavæðingar á Islandi. Einkavæðingu hefúr verið hag- 2 Árið 1925 samþykkli Alþingi að leyfa frjálsan innflutning á oliuvörum og ikjölfarið varLandsversl- unin lög niður. Sósialistinn Héðinn Valdimarsson var I forystu fyrir Landsverslunina og var mikil talsmaðurrikisverslunar. Hann stofnaðifyrirtækið Oliuverslun islands hf. árið 1927 ásamtöðrum, þar á meðal starfandi fjármálaráðherra. Oliuverslun Islands keyptisiðan eignirLandsverslunarinnarog hófinnflutning á oliuvörum. Þaðmá segja aðþetta hafi verið fyrsta einkavæðing á islandi og um leið fyrsta „einkavinavæðingin“. að þannig að hún hefúr ekki leitt til er- lendrar íjárfestingar nema í litlu mæli. Oft hafa markmið einstakra einkavæð- inga verið óljós og stundum hafa aðal- markmið verið látin víkja iýrir markmið- um sem ættu að vera undirmarkmið. Dæmi um þetta er sala á hlutafé í ríkis- bönkum síðustu mánuði ársins 1998. I þeirri einkavæðingu gafst tækifæri til að ná fram öllum markmiðunum sem nefnd voru hér að framan en pólitiskur vilj i eða skortur á skynsemi kom í veg fyrir það. Þess má geta að eitt aðalmarkmiða með einkavæðingu Landsbanka Islands hf. og Búnaðarbanka Islands hf. var mark- mið sem ekki var nefnt hér að framan og á lítið skylt við hefðbundna einkavæð- ingu, þ.e. er að styrkja efnahag ríkis- fyrirtækj a til þess að gera þau samkeppn- ishæfari við einkafýrirtæki á markaði. Þrátt fýrir nokkra einkavæðingu á íslandi er fjöldi fyrirtækja og stofnana enn í eigu hins opinbera. Þau helstu eru: ríkis- bankarnir þrír, Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins, Lánasjóður landbúnaðar- ins, Byggðastofnun, íbúðalánasjóður, Landsvirkjun og önnur orkufýrirtæki, ís- landspóstur hi’, Landssíminn hf., Sem- entsverksmiðjan hf., Áburðarverksmiðj- an hf, Steinullarverksmiðjan hf. og Kísil- iðjan hf. við Mývatn, RÚV og svo fram- vegis. Áætla má að söluandvirði þessara iýrirtækjagæti verið ábilinu 80-1 OOmillj- arðar króna. Til samanburðar voru er- lendar langtímaskuldir ríkissjóðs um 104 milljarðar í árslok 1998. Þrátt fyrir gagn- rýnina hér að framan þá hefur einkavæð- ing á Islandi skilað nokkru. Umfang hins opinbera hefúr minnkað, samkeppni í at- vinnulí finu hefúr vaxið, hreint virði ríkisins hefur aukist og hlutaijármarkaðurinn/ hluthafamenning hefúr eflst. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.