Vísbending


Vísbending - 29.01.1999, Qupperneq 4

Vísbending - 29.01.1999, Qupperneq 4
ISBENDING Framhald af síðu 1 verslunarvöru á höfuðborgarsvæðinu kann að vega þyngra í buddunni þegar horft er á öll útgjöld fjölskyldu. Þótt búið sé að greina þá þætti sem valda neikvæðri afstöðu til búsetu á lands- byggðinni (meðal þeirra sem þar búa) þá er ekki þar með sagt að sömu atriði eigi við um þá hópa sem gætu verið að velta fyrir sér að flytja úl á land. For- senda númer sjö um að ný byggðastefiia muni leiða til flóðbylgju fólks út á landsbyggðina er álíka vafasöm og hinar forsendumar og er þá ekki tekið djúpt í árinni. Eitthvaðfyriralla Það er lítt umdeilt að fólk eigi að geta valið sér búsetu eftir því sem það vill en spumingin er hversu miklu púðri eigi að eyða til að halda fólki á stöðum sem það vill ekki eiga heima á. Er ekki kominn tími til að styrkja lífvænlega staði en jafnframt að hætta að lappa sífellt upp á smástaði sem ekki eiga sér lífs- von? Það er sagt beint og óbeint á nokkr- um stöðum í skýrslunni að árangur af staðbundnum björgunaraðgerðum síð- ustu áratugi hafi enginn verið. Stundum er þörf á aflimun ef bjarga á lífi. Núver- andi stefna virðist ekki beinast að neinu sérstöku átaki, nema ef vera skyldi að því að reyna að bjarga með peninga- austri jaðarsvæðum á heljarþröm. Raunveruleg stefna Það er ljóst að sú byggðastefna sem boðuð er í þingsályktunartillögunni miðar að því að móðga engan en hún gerir samt engum til geðs. Æskilegt væri að flokka byggðarlög landsins með hlutlægum aðferðum og ákveða í fram- haldi af því hversu lífvænlegar þær eru. Síðan mætti hugsanlega styrkja þá sem vilja flytja úr dauðvona þyggðum og veita fé til atvinnuþróunar í hinum sem eiga sér einhverja lífsvon. Byggða- kjamahugmyndin er sennilega eina von landsbyggðarinnar. I sterkum byggða- kjömum er gmndvöllur fyrir uppbygg- ingu þjónustu og menningar sem höfðar til þeirra sem þar vilja búa. Það hefúr sýnt sig á undanförnum áratugum að björgunaraðgerðir hafa sjaldnast náð markmiði sínu þegar til lengri tíma er I itið en kostnaðurinn hefur oft verið ótæpi- legur. Stjómvöld eiga völina hvort þau vilja leiðaþessa þróun og reyna að stýra þvi hver útkoman verður eða hvort þró- unin verður af sjálfri sér. Flótti af lands- byggðinni er löngu brostinn á, spurn- ingin er einungis hvort undanhaldið eigi að vera skipulagt eða hvort ringulreið muni ríkja. Byggðastefnan sem kynnt er í þingsályktunartillögunni virðist því miður hneigjast að síðari valkostinum. Aðgerðir í byggðamálum Nýsköputt i atvinnulifmu 1. Aukiti fjölbreytni atvinnulífs á landsbyggð- inni. Þróunarstofur verði efldar og grund- völlur nýsköpunar og fjölbreytni treystur. 2. Lánastarfsemi Byggðastofnunar verði rek- in á arðsemisgrundvelli. 3. Komið verði á eignarhaldsfélögum með aðild Byggðastofnunar. Framlagtil þessarar starfsemi verði allt að 300 milljónir króna á hverju ári. 4. Grípa má til sérstakra aðgerða á afmörk- uðum svæðum þar sem veruleg röskun verður á atvinnuháttum og búsetu. 5. Fjárfestingar í samgöngum verð örvaðar. 6. Opinberum störfum fjölgi hlutfallslega jafnt á landsbyggð og á höfuðborgarsvæðinu. 7. Stóriðja verði staðsett utan atvinnusvæð- is höfuðborgarinnar. 8. Fram fari greining á möguleikum einslakra landshluta. Menntun, þekking, menning 9. Menntun á landsbyggðinni verði stórefld. 1 0. Auknu fé verði varið til hvers konar menn- ingarstarfsemi. I 1. Ríkisfjölmiðlar efli slarfseini á landsbyggð. Jöfnun lífskjara - bcett samkeppnisstaða 12. Unnið verði að lækkun kostnaðar við hit- un íbúðarhúsnæðis. 1 3. Gert verði átak í uppbyggingu vega á jaðar- svæðum. 14. Heimilt verði að selja félagslegt íbúðarhús- næði þar sem offramboð er á því vegna fækkunar íbúa. 15. Stefnt verði að auknuni hlut sveitarfélaga í opinberum rekslri. 16. Kostnaður samfélagsins vegna byggðar- þróunar verði metinn. Bœtt umgengni við landið 17. Atak til að stöðva landeyðingu. 1 8. Sveitarfélög vcrði aöstoðuð við gerð fram- kvæmdaráætlunar í umhverfismálum. 19. Atak til umhverfisbóta vegna aukinnar ferðamennsku. 20. Rannsökuð verði langtímaáhrif stofnvega á miðhálendinu. 21. Lögð verði áhersla á að hraða gerð staf- rænna korta fýrir landið. ATH. Aðgeröirnar eru umoröaöar og þvi ekki samhljóma þingsályktunartillögunni________ Aðrir sálmar Tölvu- og verkfræðiþjónustan hefur hafið útgáfu vikulegs tímarits um tölvumál og er það í sama broti og Vís- bending. Af fyrstu tölublöðum má ráða að í Tölvuvísi verði smáfréttir af hinum ýmsu vígstöðvum upplýsingabylting- arinnar, hvort sem er á sviði tölvubún- aðar, hugbúnaðar eða fjarskiptabúnað- ar. Að auki eru í blaðinu viðtöl við ýmsa sem starfa í þessum geira atvinnulífsins. Tímaritið er selt í áskrifl og kostar þriggja mánaða áskrift 3.300 krónu. Götígrunninum Rári Stefánsson læknir hefur að und- anfömu fjallað um andstöðu við gagnagrunn sinn í DV. Mánudaginn 25. janúar segir Kári: „Lewontin [sem skrif- aði gagnrýna grein í New York Times um gagnagmnnsmálið] er þekktur fyrir öfga og hann barðist gegn sameindalífíræði á sínum tima og hélt hún væri til bölvunar. [...] Hann hefiir barist gegn líftækniiðn- aðinunt og heftir haldið því fram að það leiddi til spillingar að búa til verðmæti úr þekkingu. [...] Hann hefur barist gegn því að erfðaefni sé notað til þess að kom- ast að niðurstöðum í dómsmálum [...] Ég þekki ekkert til þessa manns ..." Miðvikudaginn 27. j anúar segir Kári íDV: „Tómas Zoega [yfirlæknir á geðdeild Landspítalans] hefur gengið ansi hvasst fram í gagnrýni sinni á þennan gagna- gmnn eins og gagnagmnnsfrumvarpið áður. Af hvaða ástæðum það er veit ég ekki. Það er raunar ekki mitt að tj á mig um það þar sem ég hef ekki aðgang að innstu leyndarmálum í huga Tómasar.“ Nöfn eru ekki trygging Það er alþekkt í fyrirtækjum erlendis að keppst er við að fá þekkta menn til þess að sitja í stjómum fyrirtækja. Til dæntis sat Gerald Ford, fyrrum Banda- ríkjaforseti, í stjómum ýmissa fyrirtækja. Almennt bar mönnum saman um að hann hefði verið atkvæðalítill en engu að síður skreytti hann stjómimar og vakti eflaust virðingu og traust viðskiptavina. Það sarna gildir um ýmsa aðra fræga menn, eftirþeim er sóst í góðgerðasamtök, félög ogfyrirtæki, oftþannigaðþeirþurfi aðeins að Ijá nafn sitt. Hamborgarakeðjan Planet Hollywood hampar til dæmis frægum leikurum sem aðaleigendum,þóttþeireigi aðeins lítinn hlut. Viðvera þeirra við ýmis tækifæri dregur að viðskiptavini. Þeir ljá þvi nafii sitt sem auglýsingu. Þeir sem skipta við fyrirtæki eða fjárfesta í þeim mega aldrei setja traust sitt um of á það að í stjórn sitji þekktir einstaklingar eða að stór fýrirtæki séu hluthafar. Það eitt er engin trygging fyrir því að stjómamienn geri eitthvað. Jafhframt verða menn að gæta þess vel hverjum þeir lána nafn sitt til skreytingar og ættu aldrei að gera það Vnema þeir ætli að vera virkir,____ (Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri 'ög' ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin.© Ritið má ekki afrita án leyfis ^útgefanda.______________________^ 4

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.