Vísbending


Vísbending - 05.02.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 05.02.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 5. febrúar 1999 5. tölublað 17.árgangur Örfáir stórir hluthafar ráða Eitt af megineinkennum íslenska hlutafjármarkaðarins er hversu fáir aðilar eiga ráðandi hluti í hluta- félögum sem eru á markaði. Nokkurum- ræða hefur orðið um blokkamyndanir, þ.e. mikil ítök nokkurra aðila í fyrirtækj- um, en ekki hefur farið mikið fyrir um- ræðu um það að í allflestum fyrirtækjum eru það örfáir aðilar sem ráða yfir megni hlutafjár. I gögnum frá hlutafélögum er yfirleitt birtur listi yfir 10 stærstu hlut- hafana og með hann að vopni voru unn- ar upplýsingar um eignaraðild stærstu hluthafa 66 fyrirtækja, þar af allra sem skráð eru á aðal- og vaxtarlista Verð- bréfaþings og nokkurra að auki. Hluta- bréfasj óðir voru ekki teknir með í þessari könnun. Upplýsingarnar eru unnar upp úr gögnum frá tímaritinu Islenskt at- vinnulíf. Tíu eða færri r Amynd 1 má sjá fjölda fyrirtækja þar sem tíu eða færri ráða umtalsverð- um hlut hlutafj ár. Línan á myndinni sýnir uppsafnaðan fjölda á hverju tíu pró- senta bili. Athyglisvert er að í 70% til- Mynd 1. Hlutdeild 10 stœrstu hluthafa i 66 hlutqfélögum (uþpsaftiað á hœgri ás) að veikja mjög þann hlutafjármarkað sem risið hefur hér á síðustu árum. Ástæðurnar fyrir þessu eru reyndar nokkuð augljósar, smæð hlutafjármark- aðarins veldur því að rými fyrir stóra fjárfesta er mjög takmarkað. Ef stór aðili kýs að vera á þessum markaði þá nægja tiltölulega litlar fjárhæðir oft til að komast í hóp tíu stærstu hluthafanna. Þessi staðreynd er svo sem ekkert séríslenskt fyrirbrigði því að samkvæmt tilskipun frá ESB frá 1979 þarf aðeins 25% hluta- fjár að vera í eigu almennings til að það teljist vera hæft til opinberrar skráningar á verðbréfaþingi. A Verðbréfaþingi Is- lands er miðað við að stjórnendur, stjórn, tengdir aðilar og hluthafar sem eiga meira en 10% hlutafjár séu ekki taldir sem almenningur. Stofnafjárfestar eru víða vika, þ.e 70% fyrirtækja eiga 10 stærstu hluthafar yfir 60% alls hlutfjár. í 35 af 66 félögum hafa 10 eða færri hluthafa yfir 2/3 vægi sem nægir til að hægt sé að breyta samþykktum viðkomandi félaga. Það hversu fáir aðilar ráða miklu hlýtur Þegar skoðað er hverjir eru oftast meðal 10 stærstu hluthafa í þeim 66 hlutafélögum sem könnuð voru kemur í ljós að tryggingafélög, lífeyrissjóðir fjárfestingarfélög og hlutabréfasjóðir eru efst á blaði. Burðarás og Olíufélagið eru einnig í hópi þeirra félaga sem hvað víðast eru meðal 10 stærstu eignaraðila í hlutafélögum. Nokk- uð misjafnt er hversu stóran hlut þarf til að komast í hóp stærstu hluthafa. í því hlutafélagi sem minnst þarf er 0,5% hlutur nægj- anlegur. Meðalhlutur þeirra hlut- hafa sem komast í hóp þeirra 10 stærstu er 7,8%. Meðaltalið er reiknað út frá fjölda hluthafa og hlut hvers í hverju félagi en ekki heildar markaðsvirði. Kj ölfestufj árfestar Of mikil dreifing hlutafiár er oft talin skaðleg því að hætt sé við að mismunandi sjónarmið hluthafa, ef þeir eru mjög margir, valdi því að ekki náist sættir um rekstur félaga. Með svo kölluðum kjölfestufjárfestum er einum hluthafa eða tiltölulega þröng- um hópi treyst fyrir stefnu og starfsemi fyrirtækisins og aðrir hluthafar hengja sig nánast á fyrirtækið til að njóta þekk- ingar eða reynslu kjölfestufjárfestanna. Kjölfestufjárfestarnir verða að leggja fé sitt í sölurnar og leggja því ekki nafn sitt eða orðspor fram til skrauts. Hversu mikið vægi kjölfestufjárfestar eiga að hafa er auðvitað umdeilanlegt en ein- hver mörk hljóta að vera þar á, því að kjölfestufjárfestir er kominn yfir strikið ef viðhorf hans til fyrirtækisins er það að hann sé eins og einkaeigandi þess. Heimildir: íslenskt atvinnulíf, ársreikningar og upplýsingar frá fyrirtækjum. Tafla 1. Aðilarsem eru meðal /01 stœrstuhluthafaíflestumfélögum. \ llluthafi Fjöldi eignarhluta Meðaf> hlm íir Sjóvá-Almennar hf. Vátryggingafélag íslands hf. 17 17 7,2% 6,8% Lífeyrissjóður Austurlands 15 4,2% Burðarás hf. 14 12,2% 12,0% 4,7% 4,0% Olíufélagið hf. Lífeyrissjóður verzlunarmanna Lífeyrissjóður Norðurlands 14 14 14 Hlutabréfasjóðurinn hf. Þróunarfélag Islands hf. 14 11 2,9% 7,6% Samvinnulífeyrissjóðurinn Auðlind hf. Tryggingamiðstöðin hf. 11 11 6,9% 6,1% 1 1 3,3% 4,1% 2,4% 8,2% 4,1% 8,6% 3,5% Lífeyrissjóðurinn Framsýn íslenski hlutabréfasjóðurinn hf Hlutabréfasjóðurinn íshaf hf. Skeljungur hf. 10 9 8 8 Ehf. Albýðubankinn hf. 6 Nafta hf. 6 fslenska ríkið 5 57,0% Grandi hf. 5 13,6% Kaupfélag Eyfirðinga 5 13,4% 10,6% Vogun hf. 5 Samvinnusjóður íslands hf. 5 7,0% 1,8% 13,7% Íslenski fjársjóðurinn hf. 5 Ísfélag Vestmannaeyja hf. 4 Jöklar hf. Þormóður rammi - Sæberg hf. 4 4 5,1% 4,9% Lífeyrissjóður lækna 4 4,0% 34,5% 16,1% 8,5% 6,1% Opin kerfi hf. 3 3 3 Utgerðarfélag Akureyringa hf. Reginn hf. Trygging hf. Ingvar Vilhjálmsson sf. Margeir Pétursson ehf. V 3 3 3 3,0% 2,6% 1 Það kemur nokkuð á óvart hversu fáir h luthafar í íslenskum fyrirtækjum ráða þar verulegum hlut. 2 í smáriti sem Ríkisendur- skoðun hefur gefið út er íjallað um innri endurskoð- un fyrirtækja og stofnana. 3 Öryggi upplýsinga þarf oft að endurskoða vegna tíðra breytinga á kröfum og í umhverfinu. 4 Framhald á umfjöllun um innri endurskoðun og varnaðarorð um kaupæði í Internetfyrirtækjum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.