Vísbending


Vísbending - 05.02.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 05.02.1999, Blaðsíða 4
D ISBENDING Springurlnternetblaðran? Hækkun á verði hlutabréfa í Internetfyrirtækj um hef- ur verið ótrúlega mikil síðustu mánuði. Margir hafa af þessu áhyggjur og minnast ým- issa ævintýra sem orðið hafa í fj árfestingum allt frá tímum túlí- pananna í Hollandi seint á 16. öld. Fjárfestar hafa réttlætt við- skiptin með þvi að þeir séu að fjárfesta í framtíðarbyltingu og eru jafnframt að vona að þau fyrirtæki sem hafa verið í fremstu viglinu verði jafnokar Microsoft eftir nokkur ár. Menn horfa gjarnan á að búist er við að um 40 millj ónir bandarískra heimila verði „tengd" árið 2003 ef spár ganga eftir. Nokkur atriði spilla draumsýninni, m.a. hefur hagnaður þeirra fyrirtækja sem mest hafa vaxið verið lítill og í tilfelli Amazon bókaverslunarinnar hefur að- eins verið um tap að ræða síðustu ár þótt það hafa minnkað í áranna rás. Sam- keppnin er einnig mikil því að mörg hefð- bundin fyrirtæki eru við það að hefja verslun á Internetinu. I dag er álagningin á netinu mun minni en í hefðbundnum verslunum og því er ósennilegt Internet- fyrirtækin nái meiri hagnaði þótt þau losni við einhverja þá rekstrarliði sem önnur fyrirtæki þurfa að kosta til, svo sem iburðarmiklum verslunarbygging- um. Eins og sjá má á myndinni hér ofar Swri*.aw(i- S/ÍKfíS. § Amazon | PJH l , fAHOO! fP j \ ' Tn aolŒ S&P 500 JÍ á síðunni er verulegur munur á verð- hækkun hlutabréfa þeirra þriggja fyrir- tækja sem mest hafa verið í sviðsljósinu og annarra hlutafélaga eins og þau eru mældmeð S&P 500 vísitölunni. Um tíma var markaðsvirði Amazon metið um 30 milljarðar Bandaríkjadala og var það meira en markaðsvirði Texaco olíufyrir- tækisins. Viðvörun Seðlabankastjóri Bandaríkjanna Alan Greenspan sá sérstaka ástæðu til að vara við því æði sem hefur verið í gangi og líkti því við happadrætti þar sem möguleikarnir á vinningi væru einn á mótimilljón.Tíminnásíðanefliraðleiða í ljós hvort tekið verður mark á þessari viðvörun. Heimildir: Economist, CNN Framhald af síðu 2 Upplýsingar og samskipti Stjórnendur þurfa að fá áreiðanlegar og viðeigandi upplýsingar til að geta stjórnað rekstri. Vinnuferli geta leitt til þess að fjöldi starfsmanna hefur aðgang að gögnum og til þess að upplýsingar sem áður skiluðu sér beint til stjórnenda hafa hugsanlega farið um hendur margra starfsmanna áður. Starfsmenn verða að þekkja þá ábyrgð sem þeir bera á tiltekn- um þáttum í innra eftirliti. Samskipti verða að vera með þeim hætti að starfsmenn geti komið upplýsingum um veikleika í innra eftirliti á framfæri við stjórnendur. Samtímaeftirlit Sífelltþarf að fylgjastmeð innra eftirliti og meta hvort þær aðgerðir sem not- aðar eru séu viðeigandi eða hvort ein- hverjar nýjar aðstæður breyti þar um. Ef eftirlitið er stöðugt er minni þörf á sér- stökum úttektum. Hægt er að meta innra eftirlit með því að bera saman upplýs- ingar sem eiga sér ólíkan uppruna. Upp- lýsingar frá utanaðkomandi aðilum ættu að vera samhljóða upplýsingum sem verða til innan fyrirtækisins. Kvartanir viðskiptavinar geta gefið til kynna brota- lamir. Fara þarf yfír villuboð úr upplýs- ingakerfum og ábendingar um skráning- ar gagna. Bera ætti saman eignaskrár og kanna misræmi sem kann að koma fram. Stundum getur verið heppilegt að gera sérstakar úttektir á tilteknum þáttum innra eftirlits og er þá er hægt að nota ýmsar aðferðir, gátlista, markmiðslista, flæðirit, mælingar og beinar prófanir. Einnig má beita samanburði við önnur fyrirtæki. Ef framkemurveikleiki í innraeftirlitiþarfað bregðast við slíku. Stundum koma veik- leikar fram þegar tj ón verður og þá þarf að endurmeta viðkomandi eftirlitsaðgerð og lagfæra ef þörf er á. Getur skipt sköpum Þótt innra eftirlit sé í sumra huga sam- þætt við starfsemi fyrirtækis getur verið gagnlegt að skoða það sem skipu- legt ferli sem sé formlegt og þar með opinber hluti af rekstri. Þau atriði sem tínd hafa veríð til úr ríti Ríkisendurskoð- unar eiga við um fleiri en ríkisstofnanir og fyrirtæki og geta verið góður grund- völlur að skipulegu innra eftirliti. Heimild: Innra eftirlit, Rikisendurskoðun, desember 1998. Aðrir sálmar Glæsilegur sigur? Eftir prófkj ör Samfylkingar í Reykj avik er ljóst að ólíklegt er að hún muni fy lgj a þeim frj álslyndisstefnu sem fleytt hefur krataflokkum til valda í Bretlandi og Þýskalandi. Reyndar má segja að R- listinn í Reykjavík byggi á svipaðri hug- mynd þar sem fundinn var frambærilegur leiðtogi sem ekki er bundinn í gamlar vinstrikreddur. Það hefur í tvígang nægt Iistanum til sigurs þrátt fyrir að listinn hafi ekki verið sterkur að öðru leyti. Sam- fylkingin velur hins vegar vinstrimann af gamla skólanum til forystu. Þetta er þeim mun athyglisverðara að Jóhanna leiddi Þjóðvaka úr svipuðu fylgi og Sam- fylkingin hefur nú samkvæmt skoðana- könnunum, eða 25-30%, í um 7% í kosn- ingum íyrir fjórum árum. í kosningabækl- ingum sem bárust í hvert hús í Reykjavík fyrir prófkjörið mátti sjá að Jóhanna hafði leitað til ímyndarsmiða fyrir myndatöku. Kannski fær stefnan líka nútímalegra yfirbragð fyrir kosningar. Girðingar og múrar Girðingar og vandræðagangur Kvennalistans vekja menn til um- hugsunar um lýðræði i prófkjörum. Það er vissulega svo að alls ekki er ástæða til þess að flokkar bindi sig við prófkjör fyrir kosningar. Til dæmis var Ingibjörg Sólrún, borgarstjóri, ekki skipuð í sæti á framboðslista samkvæmt prófkjöri. En þegar tvö- til þrjú hundruð atkvæði nægja til þess að fleyta mönnum (þ.m.t. konum) inn á þing þá hljóta menn að efast um að reglurnar séu eðlilegar. Sér- réttindi kvennalistakvenna eru hvorki þeim né öðrum konum til framdráttar. Góðurhagnaður Hagnaður íslandsbanka og Fjárfest- ingabankans hefur nýlega verið kynnturogskiluðubæðifyrirtækingóðri afkomu. Stærðargráðan af hagnaðinum var um einn mi l lj arður króna sem er miklu meira en menn þekktu hjá íslenskum fyrirtækjum fyrir skömmu. Eftir koll- steypur Útvegsbanka, Sambandsins og Álafoss, svo dæmi séu nefnd, hefur mönnum orðið ljóst að það er fyrirtækj- um nauðsynlegt að skila góðum hagn- aði og hafa styrka eiginfjárstöðu. Allt annað leiðir til ófarnaðar eins og fram- angreind dæmi sanna. ¦Kitstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavik. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án ieyfis útgefanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.