Vísbending


Vísbending - 12.02.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 12.02.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 12. febrúar 1999 6. tölublað 17. árgangur Skattar í paradís? Einn af fylgifiskum aukins frelsis í viðskiptum og fjármagnsflutning- um er að auðveldara er að fela fé fyrirskattyfirvöldum. Ýmis smáríki, sér- staklega í Karíba-hafinu, hafa boðið slíkt fjánnagn velkomið og hagnast á ýmiss konar rekstri og gjöldum af þjónustu sem tengist fjárvörslu. Lengi vel var þetta tiltölulega smár þyrnir í augum hinna stærri ríkja vegna þcss að það var tiltölulega erfitt að nýta sér það skatta- skjól sem hugsanlegt var að skýlast í með þessum hætti. Það hefur breyst og nú hefur Efnahags- og þróunarstofn- unin (OECD) vcrið sett í málið og hefur unnið að áætlun um það hvernig hægt er að draga úr þeim skaóa sem af slíkri starfsemi leiðir. Vildarskattar Yfirleitt er verulegur munur á skatt- kcrfum ólíkra landa og þótt OECD- lönd setji sig á háan hest er að fínna einhver vildarkjör varðandi skatta í flest- um þeirra. Oft snúa þessi vildarkjör að útlendingum og eru svokallaðir „utan- strandasjóðir" (c: Off-shore funds) dæmi um slíkt. Ekki er sóst eftir beinni erlendri fjárfestingu en þetta veldur því hins vegar að skattstofn annars ríkis lækkar. Síðustu fimmtán ár hafa nær öll OECD-lönd tekið upp einhvers konar vildarkjör. Á sama tímabili hefur fjöldi skattaparadísa meira en tvöfaldast. Um 200 milljarðar Bandaríkjadala eru nú varðveittir í lágskattaríkjum í Karíba- hafinu og er það um fimmföldun aó ræða síðan 1985. Fjöldi utanstrandasjóða hef- ur sjöfaldast á síðustu tíu árum. Skýr afstaða Afstaða OECD er sú að Iágir eða engir skattar séu í sjálfu sér skaðlausir en þegar slíkt tengist öðrum lagalegum eða stjórnvaldsaðgerðum svo sem „girð- ingum" (e.: ring-fencing), skorti á gagn- sæi eóa skorti á upplýsingaskiptum þá sé hætta á skaða. Því er stefnan ekki sú að samræma skatthlutföll í ólíkum lönd- um, slíkt er þeim í sjálfsvald sett en gæta verður að eðlilegu eftirlit og samkeppn- isráðum alþjóðlegs markaðsumhverfis. Því er mælt með því að löndin sammælist um „góðar venjur" í skattlagningu. Einnig hafa löndin gengist undir það að útrýma óeðlilegum skattaívilnunum í sínu heimalandi fyrir lok árs 2005. Skattaparadísir Skattaparadís er skilgreind sem ríki sem býður útlendingum upp á að- stöðu til að víkja sér undan sköttum eigin heimalands. Nokkrir þættir eru sameiginlegir með skattaparadísum, yfirleitteruskattarlágireðajafnvelengir, litlar kröfur eru um viðskiptaumhverfi og mikið vantar á gagnsæi laga og stjórn- unar. Bankaleynd og ýmsar aðgerðir hindra upplýsingaskipti milli ólíkra landa. Viðnám Meðal þess sem OECD mælir með er að gerðar verði sérstakar ráðstaf- anir, svo sem að skattleggja sérstaklega móðurfyrirtæki sem hafa skráð dóttur- fyrirtæki í skattaparadísum. Sérstaka at- hygli þarf að veita þeim kjörum sem fyrir- tæki sem hafa starfstóðvar í ólíkum lönd- um nota í eigin viðskiptum (e.: Transfer pricing). Einnig eru löndin hvött til að segja upp hvers konar tvíhliða samn- ingum sem hafa verið gerðir við þau lönd sem ekki faraeftirþeim viðmiðunum sem OECD setur fram. Lönd innan OECD eru einnig hvött til að auka inn- byrðis aðgerðir svo sem upplýsinga- skipti um skattaparadísir og ívilnanir. Valið sem löndin innan OECD standa frammi fyrir er annað hvort að auka skattasamkeppnina og hella sér að fullu út í skattaívilnanir og þess háttar eða fara í alþjóðlegt samstarf til að draga úr skaðsemi skattaparadísa. Skattasam- keppni getur orðið jafn slæm fyrir löndin og viðskiptastríð sem orðið hafa öðru hvoru milli landa. Skaðleg samkeppni? Þótt samkeppni sé yfirleitt talin til góðs þá á það sjaldnast við um sam- keppni í skattamálum. Ef einhverjirkom- ast upp með að greiða lægri skatta með því að flytja fé sitt úr landi flyst skatt- byrðin einfaldlega yflr á hina sem það geta ekki og þar með er komið á ójafn- vægi í kerfinu. Fjárfestingarákvarðanir sem eru teknar af skattalegum ástæðum eru bjagaðar og taka ekki endilega mið af arðsemi fjárfestingarkostsins. Mark- miðið hlýtur því að vera að allir séu að keppa á sömu forsendum. Slík sam- keppni er eðlileg og leiðir til hagkvæmni en samkeppni sem byggist á mismun- andi aðstöðu leiðir yfirleitt til yfirburða- stöðu á viðkomandi sviði og bitnar jafn- an á endanum á þjóðfélaginu. Óljóslandamæri Meðal þeirra helstu vandamála í skattlagningu sem yfirvöld glíma við er skattlagning fjölþjóðafyrirtækja sem geta haft tækifæri tii að flytja tekjur til þess lands sem býður hagstæðasta skatta og skattlagning viðskipta sem fara fram á Internetinu. Hvernig er t.d. hægt að skattleggja kaup á hugbúnaði frá fyrirtæki í fjarlægu landi þar sem not- andi hleður forrit niður á tölvuna sína? OECD verður í fararbroddi aðgerða sem fyrirhugaðar eru til að stemma stigu við skattaparadísum. 1 2 Kynntar eru nokkurs kon- ar siða-eða vinnureglur við stjórnun fyrirtækja sem settar eru fram af OECD. 3Kári Sigurðsson og Bene- dikt Pálmason spyrja hvort hagstæðara sé að kaupa eða leigja húsnæði. 4Framhald á kynningu siða- eða vinnureglna og grein Káraog Benedikts um kaup eða leigu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.