Vísbending


Vísbending - 12.02.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 12.02.1999, Blaðsíða 2
B ISBENDING Grundvallaratriði við sljómunryrirtækja Efnahags- og þróunarstofnunin (OECD) kynnir nú á heimasíðu sinni (slóð: http://www.oecd.org) hugmyndir um grundvallaratriði fyrir- tækja stjórnunar (e.: Corporate Gover- nance). Meginhugmyndin er sú að hlut- hafar og aðrir aðilar sem hafa af stjórnun fyrirtækja að segja gangi að því sem vísu að ákveðin grundvallarréttindi og vinnubrögð gildi og tryggi þannig hag þeirra eftirþví sem við á. A heimasíðunni er hægt að koma á framfæri athugasemd- um eða tillögum um breytingar á þeim grundvallaratriðum sem fram eru sett. Ekki er ætlast til að þessi atriði verði bundin í lög aðildarlanda, heldur eiga þau að vera sem leiðarvísir í þeirri vinnu sem framkvæma þarf í hverju landi. Hér fyrirneðan erþýðing áþeim fimm grund- vallaratriðum sem kynnt eru ásamt nán- ari útfærslu. Nánari skýringar er að finna í skjali því sem áður er vitnað til. Réttindihluthafa TT Jmgjörð stjórnunar fyrirtœkis á að C_/ vernda réttindi hluthafa A. Meðal grunnréttinda hluthafa er rétt- urinn til að: 1) tryggja skráningu eign- arréttinda 2) afsala sér eða fiytja hluta- bréf 3) afla viðeigandi upplýsinga um fyrirtækið í tíma eða með reglu- bundnum hætti 4) taka þátt í at- kvæðagreiðslu á hluthafafundum 5) veljastjórn6)fáhlutdeildíumframarði fyrirtækisins. B. Hluthafar eiga rétt á að taka þátt í, og fá fullnægjandi upplýsingar um ákvarðanir sem varða grundvallar- breytingar á fyrirtækinu, svo sem: 1) viðbótum við reglur eða samþykktir eða áþekk skjöl um fyrirtækið; 2) út- gáfu viðbótar hlutabréfa 3) óvenjuleg viðskipti sem hafa í för með sér sölu á fyrirtækinu. C. Hluthafar eiga að hafa tækifæri til að taka þátt í hluthafafundum og greiða atkvæði á þeim og eiga að geta kynnt sér reglur, þ.m.t. reglur um atkvæða- greiðslur sem gilda um hluthafafundi. 1. Hluthafar ættu með nægum fyrir- vara að fá fullnægjandi upplýsing- ar um dagsetningu, stað og dag- skrá hluthafafunda ásamt ítarlegum upplýsingum um þau atriði sem taka á ákvarðanir um á fundinum. 2. Hluthafar eiga að hafa tækifæri til að spyrja stjórn og koma málum á dagskrá hluthafafunda innan eðli- legra marka. 3. Hluthafar eiga að geta greitt at- kvæði í eigin persónu eða sam- kvæmt umboði og á vægi hvorrar aðferðar að vera jafnmikið. D. Veita verður upplýsingar um upp- byggingu hlutafjáreignar og ráðstaf- anir sem veita tilteknum hluthöfum tækifæri til áhrifa umfram eignarhlut- deild þeirra í fyrirtækinu. E. Þess skal gætt að markaðir þar sem umráð fyrirtækja geta verið til með- ferðar séu hagkvæmir og gegnsæir. 1. Reglur um það hvernig stjórn næst í fyrirtæki á markaði, og óvenjuleg viðskipti svo sem samruni eða sala umtalsverðra hluta í fyrirtæki ættu að vera skýrt mótaðir og aðgengi- legir til að fjárfestar þekki réttindi sín og þær aðferðir sem þar gilda. Upplýsa þarf um verð í viðskiptum og aðstæður þurfa að vera réttlátar og vernda réttindi allra hluthafa í samræmi við þau réttindi er mis- munandi tegundir hlutabréfa veita. 2. Tæki eða aðferðir sem notaðar eru til að varna yfirtöku ætti ekki að nota til að firra stjórnendur þeirri ábyrgð sem þeir bera á rekstrinum. F. Hluthafar, þ.m.t. stofnanafjárfestar ættu að meta kosti og galla þess að beita atkvæðarétti sínum. Réttlát meðferð hluthafa f Jmgjörð stjórnunar fyrirtækja á að C_/ tryggja réttláta meðferð allra hlut- hafa, þ.m.t minnihluta og erlenda hlut- hafa. Allir hluthafar eiga að fá tœki- fœri til að ráða bót á því efgengið er á réttindi þeirra. A. Allir hluthafar sem eiga hlutabréf er veita ákveðin réttindi á að meðhöndla á sama hátt. 1. Hluthafar í sama flokki hlutabréfa eiga að hafa sama atkvæðisrétt. Allir fjárfestar eiga að geta aflað sér upplýsinga um atkvæðaréttindi ólíkraflokkahlutabréfaáðurenþeir fjárfesta í hlutabréfum fyrirtækis. Állar breytingar á atkvæðaréttindi innan eða milli ólíkra flokka hluta- bréfa eiga að standast atkvæða- greiðslu á hluthafafundi. 2. Vörsluaðilar eða umboðsmenn eiga að geta greitt atkvæði á fund- um í samræmi við hagsmuni hlut- hafa samkvæmt fyrirfram ákveðn- um aðferðum. 3. Afgreiðsla og aðferðir á hluthafa- fundum eiga að tryggja eðlilega meðferðallrahluthafa.Reglurfyrir- tækja eiga ekki að gera atkvæða- greiðslur óhóflega erfiðar eða kostnaðarsamar. B. Eigin viðskipti og óeðlileg innherja- viðskipti á að banna C. Stjórnarmenn og stjórnendur á að skylda til að upplýsa um mikilsverða hagsmuni í viðskiptum sem tengjast fyrirtækinu. Hlutverk áhrifsaðila í stj órnun fyrirtækj a /'umgjörð stjórnunarfyrirtœkja á að taka tillit til réttinda áhrifsaðila eins og þau eiga að vera samkvœmt lögum og stuðla að virkri samvinnu milli fyrirtœkis og áhrifsaðila við að skapa auð, störf og viðhalda fjárhagslega traustum fyrirtœkjum. A.Umgjörð stjórnunar fyrirtækja á að tryggja að Iögbundin réttindi áhrifs- aðila séu birt. B. Þar sem hagsmunir áhrifsaðila eru bundnir í lög eiga þeir að geta ráðið bót á brotum gegn rétti sinum. C. Umgjörð stjórnunar fyrirtækja á að gera áhrifsaðilum kleift að nýta sér tæki eða aðferðir sem geta bætt frammistöðu hans. D. Þar sem áhrifsaðilar taka þátt í ferli við stjórnun fyrirtækja eiga þeir að hafa aðgang að viðeigandi upplýsingum. Upplýsingaskylda og gegnsæi JT Tmgjörð stjórnunar fyrirtækja œtti C_/að tryggja að tímanlegar og ná- kvœmar upplýsingar séu veittar um öll þau atriði er máli skipta varðandi fjár- hagslega stöðu, frammistöðu, eignar- hald og stjórnun fyrirtœkis. A. Upplýsingaskylda á að ná il eftirfar- andi atriða en þó ekki vera takmörkuð við þau, 1. fjárhagslega og rekstrarlega nið- urstöðu fyrirtækis, 2. markmið fyrirtækis, 3. hlut og atkvæðisrétt stórra hluthafa, 4. stjórnamenn og lykilstjórnendur og laun þeirra, 5. áhættuþætti sem hægt er að greina og skipta máli í framtíðinni, 6. atriði er varða starfsmenn og aðra áhrifsaðila miklu og 7. uppbyggingu stjórnunar og stefnu. B. Upplýsingar á að útbúa, endurskoða og birta í samræmi við þá háu gæða- staðla er gilda um birtingu fjárhags- upplýsinga, annarra upplýsinga og endurskoðunar. C. Óháður endurskoðandi skal fram- kvæma árlega endurskoðun til að tryggja utanaðkomandi og hlutlægt álit á þeim aðferðum sem notaðar eru við að útbúa og birta reikningsskil. D. Þær aðferðir sem notaðar eru við birt- ingu upplýsinga eiga að vera réttlát- ar, gera ráð fyrir atburði í tíma og hagkvæmar til að notendur geti nálg- ast viðeigandi upplýsingar. Framhald á síðu 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.