Vísbending


Vísbending - 12.02.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 12.02.1999, Blaðsíða 4
D ISBENDING Framhald af síðu 2 Hlutverk stjórnar ~M~ Jmgjörð stjórnunarfyrirtœkja á að C/ tryggja að stjórn geti mótað stefnu og haft virkt eftirlit með framkvœmd hennar og að stjórn beri ábyrgð gagn- vart fyrirtœki og hluthöfum. A. Stjórnarmenn eiga að taka ákvarðanir á grundvelli nauðsynlegra upplýs- inga, vera í góðri trú, sýna tilhlýði- lega kostgæfni og varfærni og gæta hagsmuna fyrirtækisins. B. Gætaverðuraðsambærilegrimeðferð allra hluthafa í stjórnarákvörðunum sem geta haft áhrif á ólíka flokka hlut- hafa. C. Stjórn á að tryggja að farið sé eftir lögum og að tekið sé tillittil hagsmuna hluthafa. D. Stjórn á að taka að sér ákveðin lykil- atriði, þ.m.t. að: i. meta stefnu fyrirtækis, meiriháttar áætlanir, áhættustefnu, árlegar áætlanir og viðskiptaáætlanir, setja frammistöðu markmið, fylgjast með framkvæmd og frammistöðu fyrirtækisoghafaeftirlitmeðmeiri- háttar fjárútlátum, yfírtökum og sölu á deildum eða fyrirtækjum, 2. velja, launa og hafa eftirlit með lykilstjórnendum og ef nauðsyn ber til að leysa þá undan starfs- skyldum ásamt því að skipuleggja endurráðningu, 3. ákveða laun stjórnenda, 4. hafa eftirlit með og grípa inní mögu- lega hagsmunaárekstra stjórn- enda, stjórnarmanna og hluthafa, t.d. vegna misnotkunar eigna fyrir- tækis eða óeðlilegra viðskipta tengdra aðila, 5. tryggja áreiðanleika kerfa sem sjá um reikningsskil og upplýsinga- gjöf um fjárhagsmálefni, þ.m.t. óháða endurskoðun og viðeigandi eftirlitskerfi, sérstaklega kerfi sem fylgjast með áhættu, fjárhagseftir- liti og löghlýðni, 6. fylgjast með gæðum stjórnunar- aðferða sem notaðar eru og stuðla að nauðsynlegum breytingum eftir því sem þörf er á og 7. hafa eftirlit með upplýsingamiðlun og samskiptum. E. Stjórn á að geta metið hlutlægt atriði er varða fyrirtækið, óháð stjórnend- um. l.Stjórn ætti að hugleiða notkun viðeigandi fjölda stjórnarmanna sem ekki eru jafnframt stjórnendur til að tryggja að óháð mat á málum þar sem hugsanlegt er að upp geti komið hagsmunaárekstrar. 2. Stjórnamenn eiga að taka sér nægj- anlegan tíma til að sinna skyldum sínum. F. Stjórnarmenn verða að hafa aðgang að nákvæmum, viðeigandi og tíman- legum upplýsingum til að geta upp- fyllt skyldur sínar. Heimild: Draft OECD Principles of Corportae Governanœ, 08/02/1999 Aðrir sálmar Framhald af síðu 3 Athygli vekur að ef um einstakling eða hjón er að ræða með háar tekjur sem búa í ódýrri íbúð þá þurfa þau að búa lengi í íbúðinni til að það borgi sig að kaupa hana. Ástæðan fyrir því er að vaxta- bótakerfið hvetur til skuldsetningar. Þetta er ein af skýringunum á því að skuldir heimilana hafa vaxið. Hversu viðkvæm er niðurstaðan Þegar rannsóknir hafa verið fram- kvæmdar vaknar spurningin hvort niðurstaðan sé viðkvæm fyrir breyting- um á forsendum. Til að athuga þetta er framkvæmd svokölluð næmnigreining. Næmnigreining er gerð með því að breyta einni forsendu en halda öðrum föstum og athuga hvaða áhrif breyting- arnar hafa á niðurstöðuna. Niðurstaðan um að það sé hagkvæmara að kaupa heldur en leigja er viðkvæmust fyrir breytingum í húsaleigu. Ef fólk getur leigt íbúð á lágu verði þá getur verið hagkvæmara að leigja. Aðrar for- sendur skipta minna máli fyrir niður- stöðu. Hægt er að nálgast reiknilíkanið á slóð: http:// www.hi.is/~benedip/kaupleiga. Tqfla 4. Nœmnigreinmg (m.v. 6,5 mkr. íbúð og 180. þkr. mán. laun) Ef cftirfarandi hækkar um 1%: þá vænkast hagur um krónur: Húsaleiga Kaupandi 98.278 Tekjur Leigjandi 16.545 Avöxtunarkrafa Leigjandi 39.105 Árleg hækkun húsnæðisverðs Kaupandi 22.888 Fjármagnskostnaður við útborgun Leigjandi 18.602 Rekstrarkostnaður fasteigna Lcigjandi 4.903 Vextir húsbréfa Leigjandi 4.361 ^Kaupverð Leigjandi 42.464 ) Búið er að dreifa möppum f'yrir Vísb endingu. Ef mappa hefur ekki borist er viðkomandi beðinn um að hafa samband við Visbei dingu í síma 5617575 og verður hún þá scnd um hæl. Ég vil eiga allan heiminn r Aviðskiptaþingi kvartaði forsvars- maður OZ undan því að bankar hefðu tekið fyrirtækinu illa þegar fors- varsmenn mættu á skrifstofur þeirra með ekkert nema viðskiptaáætlun að vopni. Ekkert hefði komist að hjá bankastjór- unum nema steypa, þ.e. steypa í hefð- bundinni merkingu orðsins. Menn þyrftu að setja hús að veði fyrir láni. En ný er öldin önnur. Enginn er óhultur fyrir kostaboðum banka, verðbréfafyrir- tækja, fjármögnunarleiga, fjárfestinga- banka, tryggingafélaga og annarra sem þurfa nauðsynlega að koma peningum í lóg. Menn þurfa ekki lengur að hafa fyrir því að fylla út innskattsskýrsiur á Hrauninu til þess að ná sér í pening. Nýlega hefur skotið upp kollinum ný fjármögnunarleið. Menn þurfa einungis að hringja í verðbréfafyrirtæki ef þeir hafa hug á því að eignast fyrirtæki. Ef hugmyndin er nógu stór er hún um- svifalaust samþykkt. Fjárfestar þurfa ekki að leggja fram eigið fé heldur fá þeir lán fyrir ákveðnum hlut en fjárfestinga- fyrirtækin fjármagna það sem á vantar fyrir eigin reikning. Á leifturhraða geta menn eignast heilar fyrirtækjakeðjur og geta vitnað í gömlu tannkremsauglýs- inguna þegar þeir fara út: „Og svo þurfti ég ekkert að borga." Þessi aðferó hefur gert ákveðna ein- staklinga forríka víða um heim, ekki síst í Bandaríkjunum. Hlutirnir sem keyptir eru hækka stórlega í verði meðan lánin fara sér hægar. En hugmyndin þekkist víðar. I Danmörku keypti trygginga- félagið Hafnia stóran hlut í kollegum sínum í Baltica með náin kynni í huga. Ekkert varð úr því, hlutabréf beggja féllu í verði og nú er hvorugt þessara stór- velda til. Vandinn er sá að stundum fer allt á versta veg. Bréfin sem virtust pott- þétt fjárfesting með mikla hagræðingar- möguleika og skjótfengin gróða reynast lakari en vonir stóðu til. Það er mjög gaman að standa í stórræðum og er sér- staklega auðvelt með peninga sem mað- ur á ekki sjálfur. Einmitt þess vegna er það mikilvægt að eigið fé sé lagt fram, peningar sem menn hafa efni á að tapa. ^Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Simi: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. ©Ritið má ekki afrita án leyfis Uítgefanda. y

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.