Vísbending


Vísbending - 19.02.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 19.02.1999, Blaðsíða 3
D ISBENDING Þrjú verk að vinna N Þorvaldur Gylfason prófessor ýrrar ríkisstjórnar bíða þrjú brýn verkefni í utanríkis- og efnahags- málum. I. Evrópumál Ný ríkisstjórn þarf að láta það verða meðal fyrstu verka sinna að leggja inn umsókn um aðild íslands að Evrópu- sambandinu og lýsa því jafnframt yfir, að drög að samningi um aðild verði borin undir þjóðaratkvæði, þar sem hver Is- lendingur hefur eitt atkvæði óháð bú- setu. Tímann, sem það tekur að semja um aðild og meðfylgjandi réttindi og skyldur, getur þjóðin notað til að ræða þetta mikilvæga mál til þrautar til að vera sem bezt undir það búin að ráða því til skynsam- legra lykta í þjóðaratkvæða- greiðslu á næsta kjörtímabili. Rök forsætisráðherra gegn umsókn um aðild vekja ekki traust. Hann segist vera búinn að spyrja þá í Brussel um kjör og kosti Islendinga í sambandi við sjávarútvegsmál — og að- eins afleitir kostir séu í boði. Ætli þetta sé ekki sama svar og Einar01geirsson,leiðtogi Sósía- listaflokksins sáluga, hefði sagzt hafa fengið, hefði hann verið forsætisráðherra, þegar við þurflum að taka af skarið um aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu á sín- um tíma? Aðildarumsókn og samningar í kjölfar hennar eru eina færa leiðin til að fá úr því skorió, við hvaða kjörum við íslendingar eigum kost á að ganga inn í Evrópusambandið. Þessa leið fóru Norðmenn, þótt þeir séu ekki enn komnir á leiðarenda. Við íslendingar þurfum einnig að fá tækifæri til að ljúka Evrópumálinu á lýð- ræðisvettvangi. Þessi sjálfsagði lýðrétt- ur hefur verið hafður af okkur fram að þessu. Rökin með og á móti aðild hafa þóveriðþaulrædd.Þessarrökræðurhafa að vísu átt sér stað í óþökk ríkisvaldsins, en þær virðast þó hafa dugað til að sann- færa meiri hluta þjóðarinnar um það, að aði ld að E vrópusambandinu fy lgi 1 íklega mikilvægari kostir en gallar. Margar skoðanakannanir Gallups og Félagsvís- indastofnunar Háskólans undangeng- in misseri og ár staðfesta þetta. Þeir, sem halda áfram að standa í vegi fyrir því, að Evrópumálið fái lýðræðis- lega umfjöllun og afgreiðslu, virðast láta tímabundna uppsveiflu í efnahagslífinu byrgj a sér sýn og halda að allt sé í himna- lagi. En svo er ekki, svo lengi sem lands- stjórnendurnir hafa ekki fullan skilning á mikilvægi þess, að íslendingar silji við sama borð og aðrar Evrópuþjóðir. Um þetta þurfa þeir sljórnmálaflokkar og samtök, sem eiga enn eftir að marka sér skýra stefnu í Evrópumálinu, að fjalla fordómalaust hver á sínum vettvangi sem allra fyrst. Við megum ekki missa meiri tíma en þegar er farinn til spillis. ILUtvegsmál Ný ríkisstjórn verður að breyla lög- unum um stjórn fiskveiða, svo að tryggt sé, að úthlutun veiðiheimilda samrýmist stjórnarskránni. Viðbrögð núverandi ríkisstjórnar og þingmeiri- hlutans á bak við hana við dómi Hæsta- réttar í desember leið knýja á um, að þetta sjónarmið sé ítrekað. Forsætis- ráðherra brást við dómnum með því að reyna fyrst að varpa rýrð á Hæstarétt, og um 105 prófessora í Háskóla íslands hafði hann það að segja í áramótaávarpi, að þeir væru ólæsir „lýðskrumarar, sem skýla sér á bak við fræðititla". Utanrík- isráðherra var við sama heygarðshorn og lagði til, að stjómarskránni væri breytt. Saulján stjórnarþingmenn utan af landi bættu gráu ofan á svart með því að birta sameiginlega yfirlýsingu, sem var í raun og veru þess efhis, að sljórn- arskráin samrýmisl ekki hagsmunum landsbyggðarinnar. Mæstiréttur þarf sem allra fyrst að fá tækifæri til að fjalla um nýju fiskveiði- sljórnarlögin, sem alþingi samþykkti fyrir skömmu. Það er ósæmandi réttarríki, að verulegur vafi leiki á þvi, hvort svo mikilvæg lög samrýmist stjórnarskránni eða ekki. Þessari réttaróvissu þarf að eyða án tafar. Tilraunir til að teíja málið — l.d. fram yfir kosningar í vor — jafngilda tilraunum til aó hindra fram- gang réttvísinnar. Það ber alls enga nauðsyn til að draga málið á langinn. Flýtiákvæðum í lögum erætlað að greiða fyrir skjótri málsmeðferð, þegar mikið liggur við. Nýr dómur Hæstaréttar gæti þess vegna legið fyrir strax í vor. III. Bankamál Ný ríkisstjórn verður að hreinsa loftið í bankamálum. Fyrir mörgum mánuðum ljóstraði fyrrum bankastjóri Sjálfstæðisílokksins í Lands- banka íslands upp um meint misferli í bankanum og margslungið, og varð ekki annað ráðið af máli hans en að þar kynni að einhverju leyti að vera um saknæmt athæfi að ræða. Uppljóstranir banka- stjórans áttu ekki að þurfa að koma á óvart neinum þeim, sem þekkir til í bankaheiminum. Uppljóstr- anirnar virðast þó ekki enn hafa kallað á nein efnisleg viðbrögð af hálfu ylírvalda önnur en þau, að ríkisviðskiptabönkunum tveim var breytt í hlulalelög. Þessi viðbrögð flytja skýr skila- boð frá ríkisstjórninni: hneyksli, ef upp kemst, flýtir framíorum. Enn er þó ekkert fararsnið að sjá á sérlegum sendiherrum stjóm- málaílokkanna í hankaráðum og bankastjórnum (nema einn bankaráðsmaður úr stjómarand- stöðunni sagði af sér). Og ríkis- stjórnin bíður nú bersýnilega færis til að koma enn einum flokksgæð- ingnum fyrir í bankastjórn Seðlabanka íslands. Á meðan er m.a. þetta að gerast: gjald- eyrisforði Seðlabankans er kominn nið- ur fyrir viðtekin öryggismörk. Undan- gengin ár hefur gjaldeyrisforðinn dugað fyrir innflutningi í 3 - 4 mánuði. Algeng viðmiðun og jafnframt gólf undir gjald- eyrisforðann i OECD-löndum er þriggja mánaða innflulningur. Nú dugir gjald- eyrisforðinn hér heima fyrir innfiutningi í aðeins tvo mánuði — og það í upp- sveiflu, þegar hyggnir búsljómendur safna sjóðum i stað þess að eyða þeim. Á sama tíma hafa útlán bankakerfisins og peningamagn í umferð vaxið mjög ört, svo sem sjá má í Hagtölum mánað- arins frá Seðlabankanum. Verðbólga á sem betur fer erfiðara uppdráttar en áður, þar eð samkeppni hefur harðnað. Eigi að siður stafar þjóðarbúinu umtals- Framhald á síðu 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.