Vísbending


Vísbending - 19.02.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 19.02.1999, Blaðsíða 4
D ISBENDING Framhald af síðu 3 verð hætta af mikilli aukningu helztu peningastærða undangengna mánuði og af sjálfsánægju og andvaraleysi stjórnvalda. IV. Samhengi Þessi þrjú mál hanga saman. • Ókeypis afhending aflaheimilda í andstöðu við stjórnarskrána skv. dómi Hæstaréttar hefur verið notuð til að hylja spor stjórnmálaflokk- anna í bankakerfinu með því m.a. að gera veikburða útvegsfyrirtækj- um kleift að standa í skilum við banka og sjóði, og hafa útlánatöpin þó verið ærin samt. Skuldir sjávar- útvegsins jukust um 34 milljarða króna frá árslokum 1995 til ársloka 1997 skv. upplýsingum Þjóðhags- stofnunar og námu þá næstum 10 milljónum króna á hvern vinnandi mann í útvegi, enda þótt höfuðtil- gangur kvótakerfisins í núverandi mynd sé að efla hagkvæmni og minnka fiskiflotann. Veiðigjald, t.d. með uppboðí afla- heimilda á frj álsum markaði eða með ókeypis afhendingu til almennings í samræmi við jafnræðisákvæði stjórnarskrárinnar, myndi flýta fyrir óumflýjanlegri og löngu tímabærri hreingerningu í bankamálum og gera bankakerfið gegnsærra og einnig ríkisíjármálin, svo sem brýna nauð- syn ber til. Það skiptir engu höfuð- málí, hvor Ieiðin er farin, uppboðs- leiðin eða afhendingarleiðin, þvi að þær koma nokkurn veginn í sama stað niður, sé vel á málum haldið. ¦ Veiðigjald gæti auðveldað Islend- ingum inngöngu í Evrópusam- bandið, því að jafn og gagnkvæmur aðgangur að uppboðsmarkaði fyrir veiðiheimildir óháð þjóðerni eftir sanngjörnum reglum gæti komið í stað aðgangs að fiskimiðum. Aðild Islands að Evrópusambandinu myndi þar að auki færa bankaeftir- lilinu í Brussel ákveðið umsagnar- og húsbóndavald yfir íslenzkum bönkum. Við íslendingar höfum notið góðs af því að geta skotið málum okkar til evrópskra dóm- stóla, þegar okkur þykja innlendir dómstólar hafa brugðizt. Við mynd- um með líku lagi njóta góðs af því aðhaldi, sem bankaeftirlit Evrópu- sambandsins myndi veita banka- kerfmu hér heima. Evrópumálið snýst ekki eingöngu um efnahag og enn síður um fisk, heldur einnig t.a.m. um jafnræði, lög og rétt. Framhald af síðu 2 sem nýting orkugjafanna hefur á um- hverfi og aðstæður hér á jörð. Sumt af þeim skaða sem orðinn er verður aldrei hægt að bæta þótt stundum sé hægt að lagfæra eða færa ástand til betri vegar. Mengun er af svo margvislegum toga að erfitt getur verið að greina hana fyrr en áratugum eftir að hún á sér stað. Sá mælikvarði sem oftast er notaður til að mæla mengunarstig er útblástur koltví- sýrings (C02). Þessimælikvarði erreyndar ófullkominn en getur gefið ákveðnar vís- bendingar um ástand mengunarmála. Talið er að 22.700 milljónir tonna af kol- tvísýringi hafi orðið til árið 1996 vegna brennslu olíu, kola og gass. Þar af var 42,2% vegnabrennsluolíu, 38,6% vegna brennslu kola og 19,2% vegna brennslu gass. Árið 1973 var heildarmagn koltví- sýrings 16.200 milljónir tonna og þá var hlutdeild olíubrennslu 49,7%, kola, 36,2% og gass 14,1 %. Hlutdeild OECD- Ianda í myndun koltvísýrings árið 1973 var 64,3% en 1996 var það komið niður í 53,3%. Mest aukning varð í Asíu en þar jókst myndun koltvísýrings úr 9,2% í 22,5%. Hlutfall fyrrum Sovétríkja lækk- aði úr 16,4% í 10,3% á sama tíma. Takmarkaðar auðlindir Þótt svo hafi virst um tíma sem auð- lindir j arðar væru óþrj ótandi þá hefur það runnið upp fyrir mönnum að svo er ekki. Um tíma fundust sífellt nýjar og nýj ar olíulindir þvert ofan í spár um ann- að. Orkunotkun hefur verið vaxandi síð- ustu aldir og fyrirsjáanlegt er að hún á eftir að vaxa, jafnvel hraðar en nokkurn tíma fyrr. Það er því bráðnauðsynlegt að huga að orkugjöfum sem hafa geta dugað lengur en helstu orkugjafar sam- tímans. Þótt sól og vindur séu hvort tveggja dæmi um orkugjafa sem nýta mælli betur eru þeir ekki með öllu meng- unarlausir. Það er t.d. sjónmengun af stórum vindmyllum á víð og dreif um landið, ekki síður en af háspennumöstr- um. Nýting þessara orkugjafa hefur heldur ekki náð þeirri hagkvæmni sem vonast hafði verið eftir en það kann að breytast síðar. Hagkvæm nýting orku hlýtur að vera mikilsvert markmið ekki síður en nægar uppspreltur því orku- sparnaður leiðir jafhan til minni kostn- aður við notkun og flutning orkugjafa, minni mengunar og minni þarfar á við- komandi orkugjafa. Heimildir: InternationalEnergyAgency, OECDofl. Aðrir sálmar Xandsins verstu ómagarN Frjáls verslun heldur nú upp á 60 ára afmæli sitt með veglegu blaði sem kom út nýlega. Þar er sagablaðsins rakin í fróðlegum og skemmtilegum annál þar sem glöggt kemur fram hvernig tíðar- andinn hefur breyst frá því tímaritið sigldi úr höfn. Jakob Ásgeirsson hefur í merkilegu riti sínu Þjóð í hafti tekið saman ýmis dæmi um hvernig andinn var í garð frj álsrar verslunar einstaklinga langt fram eftir öldinni. Timarit kaupfélaganna sagði á öðrum áratug aldarinnar: „Fátæktin og sú al- menna niðurlæging sem blasir við manni í hverju þorpi þar sem kaupmenn eru einvaldar ber ótvírætt merki um hvílík martröð kaupmannastéttin er og hefur verið á framkvæmdarafl alþýðunnar. Það er vafasamt hvorl til væri nokkur kaup- maður í landinu ef allir kaupendur gerðu sérgrein fyrirþeimgífurleguokurrentum sem þeir borga kaupmönnum af veltufé þeirra. Og samt er kaupmönnum ekki nógur þessi mikli gróði. Hvenær sem færi gefst herða þeir ánauðarhlekki að hálsi fólks." Ekki er tónninn hlýlegri i Timariíi Sláturfélags Suðurlands: „Með gjöfunum til kaupmanna er bóndinn að ala blóðsugu. Kaupmennskan er skað- legasta álumein þjóðfélagsins. Kaup- mennirnir eru ekki aðeins óþarfir, heldur landsins verslu ómagar. Kaupmennsk- an leiðír til sálarsýkingar og örbyrgðar hjá fjölda fólksins, en samvinnufélags- skapurinn eflir sálarheilbrigði og al- menna velmegun." Síðasta áratug aldar- innar hefur viðhorfið heldur betur breyst. Verslanir skipa ár eftir ár efstu sæti í könnunum á vinsældum fyrirtækja og ein- stakirkaupmennnjótamikillarvelvildar meðal almennings. Þjóðlífll? r Itilefni af 60 ára afmæli Frjálsrar versl- unar ákváðu útgefendur til gamans að senda öllum félagsmönnum VR ókeypis eintak af blaðinu með höfðing- legum tilstyrk félagsins. Sími útgefanda hefur vart þagnað vegna fólks sem ótt- ast að ef það opnar blaðið muni óprúttnir handrukkarar umsvifalaust krefja það um greiðslur. Þjóðlíf hefur greinilega skilið eftir sig djúp spor, sem ekki hafa Vhorfið með nyjum kennitölum.________• ^Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og^ ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. ÖlI réttindi áskiiin. ©Ritið má ekki afrita án leyfis l útgefanda. ,

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.