Vísbending


Vísbending - 26.02.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 26.02.1999, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING iðskipti og efnahagsmál r i t u m v 26. febrúar 1999 8. tölublað 17.árgangur Orkubúskapur í slendinga 74% Því hefur löngum verið haldið fram að ísland sé í hópi þeirra þjóða sem fram- leiðir og notar orku með hag- kvæmum og vistvænum hætti. A alþjóðlegan mælikvarða er ísland þó smáframleiðandi, ís- land er aðeins í 119. sæti þeirrar 131 þjóðar sem gögn eru um hjá Alþjóðaorkumálastofnuninni. Hlutdeild íslands 1 orkufram- leiðslu heimsins er aðeins 0,027%. Hjá þjóð sem aðeins telur0,006%afíbúafjöldaheims- ins hlýtur þetta þó að vera við- unandi staða. Lítil gögn eru til um hagkvæmnina en Island er í það minnsta i hópi þeirra landa sem framleiðir hvað mesta orku á hvem íbúa samanber töflu 1 og í öðm sæti yfir þau lönd sem nota hvað mest rafmagn á íbúa samanber töflu 2. Þegar skoðað er hvernig orkan er framleidd kemst ísland í 21. sæti þeirra þjóða sem framleiða orku með hvað minnstri brennslu sem myndar koltvísýring. Orkubúskapur íslendinga Þegar orkubúskapur íslendinga 1997 er skoðaður nánar kemur í ljós að rétt tæplega helmingur (48%) orkunotk- unar hérlendis fékkst með vinnslu jarð- hita. Hluturvatnsorku var 17,6%oghlut- ur innfluttra orkugjafa var 32%. Heild- arorkuvinnsla, þ.m.t. innflutt orka, nam 106,4 PJ árið 1997. Jarðvarmi orkuríkastur Það kann að koma á óvart að vægi jarðvarma er næstum þrisvar sinnum meira en vægi vatnsafls í orkufram- leiðslu hér á landi. Eins og sést á mynd 1 er um 74% jarðvarmans nýttur til hús- hitunar og bar Hitaveita Reykjavíkur höfuð og herðar yfir aðra dreifmgaraðila með um 60% hlutdeild í heildarsölu árið 1994. Síðan hefur hlutur hennar senni- lega aukist. Sennilegt er einnig að hlutur rafmagnsframleiðslu hafi aukist frá 1994 þar sem rafmagnsveita á vegum Hita- veitu Suðurnesja og Nesjavallavirkjun Mynd 1. Nýting jarðhita á Islandi (Heimild: Orkustofun) Húshitun ► Sundlaugar ► Snjóbræðsla 9% ► Iðnaður 4% ► Gróðurhús 3% o Fiskeldi 4% Raforkuvinnsla Tafla 1. Orkuframleiðsla á ibúa (toe/íbúa) ^Nr. Land toe/íbúa^ 1 Qatar 13,27 i2 Hollensku Antillueyjar 13,17 3 Samei. Arab. Furstad. 12,77 4 Brúnei 11,54 5 Bahrain 10,94 6 Kuvaet 8,72 7 ísland 8,44 8 Lúxemborg 8,28 9 Bandaríkin 8,04 1 0 Kanada 7,88 \j-leimild:Alþjóðaorkumálastofnunin(IEA) J Tafla 1. Rafmagnsnotkun á íbúa (KWst/íbúu) á Nr. Land KWst/íbúa^ 1 Noregur 24.033 2 ísland 17.353 3 Kanada 16.413 4 Kúvæt 16.022 5 Svíþjóð 15.244 6 Lúxemborg 14.577 7 Finnland 13.723 8 Bandaríkin 13.040 9 Qatar 9.375 1 0 Ástralía 9.047 \Jfeimild:Alþjóðaorkumálastofnunin (IEA) ^ hafa verið teknar í notkun og Krafla er nú loks komin í fúlla vinnslu. VinnslugetarafalaHita- veitu Suðumesja er samtals um 17 MW og til stendur að bæta við 30 M W á þessu ári. Alls voru framleiddar 125 þúsund GWst á árinu 1997. HitaveitaReykjavík- ur hefur nú 60 MW ffamleiðslu- getu og ffamleiðslugeta Kröflu og Bjamarflags er 63 MW. Til samanburðar má geta að uppsett afl Búrfellsvirkjunar er 270 MW og afl allra vatnsaflstöðva Landsvirkjunar var 877 MW í lok árs 1997. Rafmagnsíramleiðsla T andsvirkjun ber höfuð og herðar I A'fir aðra framleiðendur raforku hér- lendis. Raforkuframleiðsla með vatns- aflsvirkjunum nam 4.951,9 GWst og var það 95,2% af heildarframleiðslu raf- magns með þessum hætti. Landsvirkj- un framleiddi 250,6 GWst rafmagns með jarðhitavirkjunum og var það 66,8% framleiðslu rafmagns með jarðvarma i landinu. Meðalverð rafmagns árið 1997 var 2,59 kr./kWst. og hafði það lækkað um 1,9% frá árinu áður. Á síðasta ári varð 12,4% aukning á rafmagnsfram- leiðslu og nam hún 6.276 GWst. Stór- notkun jókst um 23% frá árinu áður og var 3.470 GWst. Framleiðslugeta Að mati Orkustofnunar er talið tækni- lega mögulegt að virkja 64 þúsund GWst á ári með vatnsaflsvirkjunum. Ekki er þó talið að hagkvæmt sé að virkja nema 40 þúsund GWst á ári og þar af telst um helmingur ódýr framleiðsla. Alls voru virkjaðar 5.500 GWst árið 1997 þannig að mögulegt er að auka framleiðsluna veru- lega. Talið er að tæknilega sé hægt að framleiða 20.000 GWst á ári af raforku meðjarðvannavirkjunum. Möguleikamir eru því miklir en þörf er á aðgæslu í um- gengni um þessar auðlindir. Heimildir: Orkustofnun, IEA, ársreikningarnokkurra orkufyrirtækja. 1 Jarðvanni er mikilvæg- asta orkulind okkar Is- lendinga en miklir mögu- leikar eru enn ónýttir. 2 Verðhjöðnun er ekki alltaf til góðs. Ef allir bíða eftir enn lægra verði dregur all- an þrótt úr efnahagslífinu. 3 Seðlabankinn greip til að- gerða til að stemma stigu við þeirri þenslu sem talin er geta orðið á næstunni. 4 Júlíus Sæberg Ólafsson'' forstjóri Ríkiskaupa gefur nokkur heilræði við fram- kvæmd útboða.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.