Vísbending


Vísbending - 26.02.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 26.02.1999, Blaðsíða 2
ISBENDING Verðhj öðnunarhætta Tímaritið Economist vakti nýlega athygli á því að hugsanlegt væri að verðhjöðnunarskeið færi í hönd. Helsti óttinn er sá að ef slíkt ástand færi úr böndunum væri líklegt að áhrifin yrðu mun alvarlegri en þau skaðlegu áhrif sem verðbólgu getur valdið. Bent er á Japan sem dæmi um land sem þegar hefur orðið fyrir neikvæðum áhrifum verðhjöðnunar og hugsanlegt er að Evrópa verði næsta fómarlambið, sér- staklega þar sem ákveðins skeytingar- leysis virðist gæta meðal helstu ráða- manna í efnahagsmálum. Verðhj öðnunartímabil Gera verður greinamiun á verðhjöðn- un (e.: deflatiori) og verðbólgu- hjöðnun (e.: disinflatiori). Það fyrra er viðvarandi lækkun almenns verðlags vöm og þjónustu en hið síðara er verð- fall í einum geira efriahagslífsins sem veldur minnkun verðbólgu. Þótt verð- bólga hafi verið okkur nútímamönnum mun hugleiknari en verðhjöðnun má ekki gleyma því að verðhjöðnun væri í raun mun eðlilegri íylgifiskur aukinnar tækni- væðingar og samkeppni en verðbólga. Eðli málsins samkvæmt ætti aukin fram- leiðni að leiðatil lægraverðs ogaukinnar samkeppni. Við upphaf fyrri heimsstyrj- aldarinnar er t.d. talið að verðlag hafi verið á svipuðum nótum í Bretlandi og um miðbik sautjándu aldar þegar iðn- byltingin hafði varað um nokkurt skeið. Á tímabilinu 1812 - 1896 er t.d. talið að verðlag hafi fallið um meira en 50% í Bretlandi. Verðbólga lét lítið á sér kræla fyrr en eftir fyrri heimsstyrjöldina en síðan hefúr hún verið viðvarandi íylgi- nautur efnahagslífsins, þótt verðhjöðn- unarskeiðahafi orðið vart, t.a.m. í krepp- unni miklu á fjórða áratug aldarinnar. Laun og samkeppnisstig Ekki er ósennilegt að þróun launa og samkeppnisstig hafi verið ráðandi breytur sem ollu því að breyting varð á þann veg að verðbólga varð ríkjandi í stað verðhjöðnunar. Fram á þessa öld var algengt að ef verð á frumvöru, t.d. komi, hækkaði, t.d. vegna uppskeru- brests, olli það lækkun launa sem síðan leiddi til minni eftirspumar eftir iðnvarn- ingi sem varð aftur til þess að verð lækk- aði. Þegar leið á öldina varð þess einnig vart að tiltölulega fámennur hópur réði verði á iðnvarningi. Talið er að 100 stærstu fyrirtækin í Bandaríkjunum hafi framleitt um helming alls iðnvarnings og réði þar með verðstefnu. Samtök launþega og samningar þeirra við vinnu- veitendur leiddu síðan einnig til þess að laun lækkuðu sjaldnast. Afleiðingin varð því oft sú að eftir miklar launa- hækkanir varð kaupmætti einungis hald- ið ef framleiðniaukning náðist, oftast með fækkun starfsmanna ellegar hitt að kaupmátturinn var skertur með hækkun á verði vöru og þjónustu. N eytendamarkaðir • • Onnur mikil sverð breyting varð á fyrri hluta aldarinnar. Til urðu risastórir markaðir fyrir ýmiss konar vaming. Við upphaf aldarinnar nægðu laun almenn- ings rétt til hnífs og skeiðar en eftir því sem á öldina hefur liðið hafa tekj ur vaxið og verð á helstu nauðsynjum lækkað sem hlutfall af heildarútgjöldum fjöl- skyldunnar. Sumir telja að Henry Ford eigi verulegan þátt í þessu því að hann tók upp á þvi að bjóða verkamönnum í verksmiðju sinni fimmföld laun á við það sem tíðkaðist. Með þessu breytti hann ekki aðeins aðstæðum verka- mannanna heldur bjó hann til stóran markað fyrir vöruna sem hann fram- leiddi. Neikvæð áhrif verðbólgu aö má halda því fram að hófleg verð- bólga sé það ástand sem sækjast beri eftir í efnahagsmálum þjóðar. En um leið og verðbólgan fer úr böndunum er voðinn vís. Fáir þekkja eins vel til neikvæðra áhrifa mikillar verðbólgu og íslendingar. Stöðug rýrnun verðgildis brenglar allt verðskyn, leiðir til óhag- kvæmni í íjárfestingum og sóunará fjár- munum. Launa- og verðlagsskrúfa, þeg- ar víxlhækkanir launa og verðs nauð- synjavara skrúfast upp úr öllu valdi er síðan sú martröð sem hvað erfiðast er að brjótast út úr. Á meðan framleiðni- aukning vinnur upp slakann er hættan ekki mikil en um leið og framleiðniaukn- ing hættir getur afleiðingin einungis orð- ið á einn veg, rýmun kaupmáttar. Það tók okkur íslendinga afskaplega ntörg ár að komast út úr því ástandi sem hófst um miðjan áttunda áratuginn og læra að taka því vandamáli sem verðbólgan getur verið en vonandi höfum við lært okkarlexíu. Neikvæðáhrif verðhjöðnunar Nú kynnu ýmsir að halda að verð- hjöðnun væri það draumaástand sem allir sæktust eftir en það á við á þessu sviði sem flestum öðrum að hóf er best á hverjum hlut. Ef verðhjöðnun er of mikil getur myndast vítahringur sem er engu betri að leysa en launa- og verðlagsskrúfa verðbólgunnar. Hættan er sú að ef verðhjöðnun er mikil fari fólk að bíða eftir enn hagstæðari kjörum og heldur því að sér höndum. Þar með er farin smurningin í eftiahagslífinu, pen- ingar hætta að skipta um hendur. Fram- leiðendur fara þá að pína sig niður og auka þá enn á þær væntingar að verð eigi eftir að lækka mikið og síðan fara fýrirtækin að lenda í vandræðum, tekj- umar minnka og þá verður að fara að spara og yfirleitt er þá byrjað á að segja upp fólki. Oft íylgja ennig vanskil við banka vegna erfiðrar lausafjárstöðu og þá er ekki langt í kreppuástand áþekkt því sem núríkir í Asíu. Neikvætt hugarfar getur verið bæði orsök og afleiðing ástandsins og gert illt verra. Verðhjöðnun í Japan Japan virðist vera á mörkunt þess að falla í hringiðu verðhjöðnunar sem gæti reynst erfitt að komast úr. Umfram- ffamleiðslugeta fer vaxandi og er talin vera um 7% af landsframleiðslu. Verð fer lækkandi og gengisstefnan styður það. Fyrirtæki hafa sagt upp fólki, t.d. var NEC að segja upp 15.000 manns í vikunni. Stjómvöld virðast ekki geta fund- ið réttu leiðina, enda er það skiljanleg afstaða hjá fólki að vilja safna fé ef illa myndi ára í stað þess að eyða því og koma þar með efnahagslífinu á réttan kjöl. Stjórnvöld hafa reyndar dreift fjármun- um til fólks til að reyna að örva viðskipti en það dugir skammt. Bankar í Japan em illa stæðir og ástandið gæti versnað enn meir ef lyrirtækin fara að loka. Fj órir áhættuþættir TT'conomist tilgreinir Ijóra þætti sem J-J geta gefið til kynna hættulega mikla verðhjöðnun eða geta gert slæmt ástand verra. Mikla umfram-framleiðslugetu en svo virðist sem hún fari vaxandi.. Samdrátt landsframleiðslu en hag- vöxtur í G7-ríkjunum virðist faraminnk- andi og markmið um stöðugt verðlag hamlar hagvexti. Lágt hrávöru verð sem veldur upprunalöndunum enn meiri vanda þótt neytendur í þróaðri löndum njóti meiri kaupmáttar út á það. Stærsti áhættuþátturinn er þó talinn vera skort- uráaðlögunarhæfnistjórnvalda,launa- fólks, fyrirtækj a og fj árfesta en allir þessir aðilar hafa náð ákveðinni getu til að kljást við verðbólgu en þekkja mun minna til verðhjöðnunar og þeirra nei- kvæðu áhrifa sem hún getur valdið. Heimildir: Couldithappen again?, Economist, 20. feb. 1999. Verðbólgan - þrálátt vandamál nútíma efnahagslifs, Nicolas Kaldor, Fjármálatíðindi, janúar- apríl 1982. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.