Vísbending


Vísbending - 26.02.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 26.02.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Stigið á bremsuna Seðlabankinn greip til aðgerða þriðjudaginn 23. febrúar til að draga úr útlánaþenslu lánakerfís- ins. Aðgerðimar fólust í hækkun vaxta í viðskiptum bankans við lánastofnanir og boðun lausafjár- kvaðar á lánastofnanirnar. Astæð- an fyrir því að bankinn grípur til þessara aðgerða er ótti við að verð- bólga kunni að vera yfirvofandi og einnig hefur ítrekað verið lýst áhyggjum af áhættu vegna aukn- ingar útlána. Þróun útlána Vöxtur útlána og markaðsverð- bréfa innlánsstofnana hefur verið mikill. Frá áramótum 1996 til loka janúar 1999jukust útlán og útgáfa mark- aðsbréfa um 74%. A sama tíma hafa innlán og útgáfa verðbréfa innláns- stofnana aukist um 42%. Þróunin er sýnd á mynd 1. Lausafjárstaða bank- anna hefur versnað að sama skapi og var neikvæð um 24 milljarða í lok janúar eins og sjá má á mynd 2. mj ög mikinn vöxt einkaneyslu samfara aukinni skuldsetningu. 1 öðru lagi sýnir reynsla annarra þjóða að mikilli útlánaþenslu í ff amhaldi af auknu frelsi og samfara vaxandi samkeppni á lána- markaðigeturfylgtmikil áhætta. Lána- stofnanir kunna að leiðast út í áhættu- samari lánveitingar sem skila ekki til- ætlaðri ávöxtun þegar í bakseglin slær í þjóðarbúskapnum. Frá þjóðhags- legu sjónarmiði verður áhætta tengd Tvenns konar áhyggjur Þótt vel hafi tekist til við að halda verðbólgu í skefjum á undanfömum mánuðum þá hef- ur þrýstingur á verðlag stöðugt vaxið. Mikil aukning neyslu hef- ur verið fjármögnuð með lánum og viðskiptahalli upp á tugi millj - arða er ein afleiðinganna. Vaxta- lækkun undanfarinna ára hefur einnig stuðlað að aukinni eftir- spurn eftir lánsljármagni. Hitt aðaláhyggjuefnið em gæði út- lánanna. Lántakendur eru mjög mismunandi, traustustu lántak- endur þurfa sjaldnast mikil lán enda er það ástæðan fyrir því hversu traustir þeir eru. Stórauk- in útlán þýða hvorttveggja að sótt er til traustra lántakenda, og traust þeirra þar með veikt, og að sótt er til fleiri lántakenda sem eru taldir ótraustir, með öðrum orðum, gæði lánanna minnka. LJm þetta var fjallað í haust- skýrslu Seðlabankans en þar stóð m.a.: „Mikill vöxtur útlána að und- anfömu er verulegt áhyggju- efni af tveimur ástæðum. 1 fyrsta lagi ýtir hann undir vöxt innlendrar eftirspurnar og stuðlar þannig að auknum við- skiptahalla og/eða meiri verð- bólgu. í því efni má benda á Mynd 1. Utlán og innlán innlánsstofnana (Heimihl: Sedlabankiim) (400000 Útlán og markaösverðbréf'j 300000 200000 í. 100000 c£> V_____ Innlán og útgáfa <A Mynd 1. Lausafjárstaða innlánsstofnana (Heimild: Seðlabankinn) A30000 20000 10000 , 0 I -10000 -20000 -30000 útlánaþenslu meiri en ella ef hún er í umtalsverðum mæli fjármögnuð með erlendu lánsfé til skamms tíma og ef halli er á viðskiptum við útlönd. Seðlabankinn mun á næstunni kanna leiðir til að draga úr útlána- þenslunni samfara því sem hann mun brýna árvekni fyrir innlendum lánastofnunum bæði varðandi út- lán og fjármögnun þeirra.“ Lausafjárkvöð Ekki eru liðnir margir mánuðir siðan lausafjárkvöð innfáns- stofnana var afnumin. Það kemur því nokkuð á óvart að Seðlabank- inn ætli að taka þetta tæki aftur í notkun. Reyndar hefur orðið sú grund- vallarbreyting að lausafjárkrafan nær til allra bindiskyldra lánastofnana en ekki aðeins innlánsstofnana eins og áður var. Það að Seðlabankinn taki lausafjár- skylduna aftur upp gefur markaðsaðilum einnig skýra vísbendingu um það hversu alvarlegl bankinn álítur ástand- ið. Reglumar munu þó ekki taka gildi fyrr en 21. mars næstkoni- andi. Samkvæmt nýjustu upp- lýsingum mun lausafjárkvöðin nema 1,5% af ráðstöfúnarfé í lok næstliðins mánaðar. Enginkollsteypa Þótt flestir virðist sammála um að afleiðingar af þessum að- gerðum Seðlabankans verði ekki verulegar gefa þær þó skýra vís- bendingu til aði la á fj ánnálaniark- aði um að Seðlabankinn hafi tæki til að spoma við þeirri þróun sem þegar hefur komið fram og ekki siður að hann muni beita þeim ef ástandið batnar ekki. Nokkuð augljóst er talið að skammtíma- vextir muni hækka sem nemur vaxtahækkuninni en hún var 0,4% en flestir virðast telja að áhrifm á langtímaskuldabréf verði lítil til lengdar. Aðgerðir Seðlabankans nú rnarka fyrstu formlegu viðbrögðin við þeirri þenslu sem búast hefur rnátt við síðustu mánuði. Ekki er ósenni- legt að vart verði fleiri vamarvið- bragða á næstunni þótt kom-andi kosningar kunni að setja einhver strik í reikninginn. Heimildir: Seðlabanki íslands, Kaupþing, greiningardeild, Morgunblaðið. # Cf K# 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.