Vísbending


Vísbending - 05.03.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 05.03.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 5. mars 1999 9. tölublað 17.árgangur Sameining fyrirtækja hefur verið mikið í sviðsljósinu allt síðasta ár og er enn daglega í heimsfrétt- unum. Árið 1998 var metár í sögu samruna fyrirtækja. Allt er þetta í takt við timann og lykilorðið er hagræðing. Bjartsýni sú sem leiðir tvö fyrirtæki í eina sæng er þó ekki alltaf sannspá. Metáriðl998 Sjö stærstu samrunar aldarinnar urðu á síðasta ári: samruni oliufyrir- tækjanna Exxon og Mobil, samningur aðverðmæti86miIljarðaBandaríkjadala; samruni fjármálafyrirtækjanna Trav- elers Group og Citicorp, samningur að verðmæti 73 milljarða Bandaríkjadala; samruni hátæknifyrirtækjanna SBC Communications og Ameriteck, samn- ingur að verðmæti 72 milljarða Banda- ríkjadala. Þávarsamrunifyrirtækja frá ólíkum menningarsvæðum áber- andi, sérstaklega á milli Evrópu (Þýskalands) og Bandaríkjanna. Ber þar hæst samruni bílaframleið- endanna Daimler-Benz og Chrysler (samningur að verðmæti 40 milljarða Bandaríkjadala) og samruni risa- bankanna Deutsche Bank og Bankers Trust (samningur að 1( verðmæti 10 milljarða Bandaríkja- '- dala). Fátt bendir til þess að samein- ingarbylgjan sé búin. Búast má við |___ að sami straumurfyrirtækjafari „upp að altarinu", alla vega fyrri hluta ársins. Yfírtökutilraunir Olivetti á Telecom Italia (tilboð að verðmæti 60 milljarða Banda- ríkjadala) bendir til þess, eins og hefur verið spáð, að sameiningar munu halda áfram og í auknum mæli færasttil Evrópu. Þróunin r Aþessum síðasta áratug aldarinnar efur sameiningum fyrirtækja fjölgað frá árinu 1992. Á milli áranna 1997 og 1998 jókst verðmæti þessara samninga um 50%. Áætlað verðmæti samruna á alþjóðlegum grundvelli var 2.400 milljarðarbandaríkjadalaárið 1998. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem mikið r I eina sæng hefur borið á sameiningum fyrirtækja. Fyrir einungis tíu árum var önnur samrunabylgja í gangi og náði hún hámarki árið 1988. Það var heldur ekki í fyrsta skiptið sem sameiningar fyrirtækja voru algengar. Allt frá aldarmótum hafa orðið reglulegar lotur í mikilli aukningu samruna (og yfirtöku) fyrirtækja. Árin 1900,1920,1930,1947 og 1968 voru sameiningar einnig mjög algengar. Þótt sameiningar fyrirtækja hafí verið sj aldgæfari í upphafi aldarinnar þá voru þær stærri hluti af alþjóð- arhagkerfinu, sem hlutfall af VÞF'. Yfirleitt fylgja sameiningarbylgjurgóðu árferði í viðskiptum og ríkjandi bjartsýni. Kveikjan er mikið peninga- magn í umferð. I dag hefur það sjaldan verið auðveldara að fá fjárfesta eða lán til þess að kaupa næstum hvað sem mann lystir. Framleiðslugeta í flestum Mynd 1. Virði samruna á heimsvísu (í milljörðum Bandaríkjadala) 2000 wm m ll atvinnugreinum er langt umfram eftirspurn sem leiðir til mikillar verðsamkeppni sem krefst aukinnar skilvirkni, svo svarið verður: sameining fyrirtækja. Aukið fjármagn hefur einnig flætt inn á verðbréfamarkaðinn og eykur virði fyrirtækja meira en flestir hefðu getað ímyndað sér. Áhrifin hafa verið þau að hlutafé var 67% af virði samninga árið 1998 samanborið við 7% árið 1988. Hagræðingarhugmyndin Sameiningarbylgjan sem varð um aldarmótin hefur verið útskýrð sem sameiningtil einokunar. Markmiðþeirra var að komast í einokunaraðstöðu og bæta afkomu sína með því að hirða einokunargróðann. I ár og síðastliðin ár þá er markmiðið ekki lengur að ná einokunargróða heldur að auka samvirkni sem þýðir að virði heild- arinnar, sameinaðra fyrirtækja, verður meira en samanlagt virði fyrirtækj a hvors fyrir sig. Þessi hugmynd er oft útskýrð með því að segja að 2 + 2 verði 5 sem er ekki léleg stærðfræði heldur tekur mið af ávinningnum við að leggja saman tvö fyrirtæki. Hagræðingarhugmyndin (e. efficiency theory) hefur yfirleitt þótt nægjanleg til þess að rökstyðja samruna fyrirtækja. Yfirleitt er reikningsdæmið borðleggj- andi og hver sá sem gagnrýnir aðferðina skilur bara einfaldlega ekki hugmynd- ina. Þrenns konar hagræði er oftast nefht sem afleiðing af samruna: 1) lægri fjármagnskostnaður, 2) framleiðslu- hagkvæmni með skilvirkari fram- leiðslulínum eða yfirflæði tækni og þekkingar og 3) skilvirkari —'/ stjórnun. Rannsóknir á sameiningu fyrirt- ækja hafa hins vegar sýnt að þessi Ihugmynd á við lítil rök að styðjast. Einungis hefur verið sýnt fram á að hægt hefur verið að ná lægri fjármagnskostnaði með stærðar- hagkvæmni. Hugmyndirumyfirfl- —- æði þekkingar og aukna skilvirkni | stjórnunar eru verulega ofmetnar. Reyndar benda rannsóknir frekar til þess að 2 + 2 verði 3 frekar en 5 þegar á heildina er litið. Flestar rannsóknir sýna að 2/3 af sameiningum hafi lækkandi áhrif á virði hlutabréfa. Astæðan er sú að jafnvel þó að hægt sé að sjá óvéfengjanlegan ávinning af sameiningu fyrirtækja á pappírum þá leiða vandamál sem koma upp við sameiningu til erfiðleika í fyrirtækj- arekstri sem oft erfitt er að yfirstíga. Það vill oft gleymast að sameining snýst að miklu leyti um fólk og að samruni fyrirtækj a getur ekki orðið árangursríkur nema samvinna starfsmanna ólíkra fyrirtækja geti gengið upp. (Framhald bls. 2) 1 Aldreiheflirvirðiogfjöldi samruna fyrirtækja verið jafhmikill og á síðast ári og byrjun árs 1999. 2 Auglýsingar eru oft sagðar vera athygliverðar, spurning er hvort þær séu skilvirkar. 3 Magnús I. Guðfinnsson viðskiptafræðingur fjallar um hvernig hægt er að skoða innra umhverfi 4 fyrirtækja. Hann bendir á mismundandi virðislíkön sem henti fyrirtækjum í ólíkum rekstri.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.