Vísbending


Vísbending - 12.03.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 12.03.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og e f n ah ag s mál 12. marsl999 lO.tölublað 17.árgangur Viðskiptastríð og verndarstefna Atökin í „bananastríðinu" á milli Evrópusambandsins (ESB) og Bandarikjanna hörðnuðu í upphafi mánaðarins þegar Bandaríkin ákváðu að leggja ofurtolla á nokkrar vörutegundir frá Evrópu. I sjálfu sér hefurmáliðekkertmeðþærvörutegundir að gera heldur er ofurtollurinn settur til þess að láta hart mæta hörðu í viðskiptum þjóðanna. Þema málsins eru bananar og mismunandi viðskiptaskilyrði sem viðskipti með banana af ólíkum uppruna njóta. Viðskipti með banana frá fyrrum nýlendum Frakka í Karíba-hafinu, sem evrópsk fyrirtæki dreífa, eru á betri kjörum en bananar frá Suður- og Mið- Ameríku en þeim er dreift afbandarí skum fyrirtækjum. Bandaríkjamenn kærðu á sínum tíma málið til Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO) og unnu málið. Evrópusambandið hefur hins vegar nýtt sér vankanta kerfisins og dregið að framfylgja dómi stofnunarinnar og heldur uppi verndarstefnu sinni án breytinga. Þrátt fyrir að Evrópusambandið sé greinilega að reyna að komast hjá því að spila eftir reglum frjálsrar milliríkjaverslunar eru aðgerðir þess, eða öllu heldur aðgerðaleysi, innan reglna Alþjóðavíðskiptastofnunar- innar. Bandaríkin hafa hins vegar misst þolinmæðina og ákveðið að láta hart mæta hörðu í samræmi við „Omnibus Trade and Competitiveness Act" frá 1988 og leggja ofurtolla á evrópskar vörur í von um að geta þvingað Evrópusambandið til þess að leika eftir reglumfrjálsrarmilliríkjaverslunar. Um leið hafa þeir hins vegar sjálfir brotið reglur Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar. r Ognandi þrýstingur Hugmyndafræðin sem Bandaríkin hafa nú beitt í bananastríðinu, að beita verndarstefnu á verndarstefnu til að þvinga fram frelsi í viðskiptum, er ekki nýafnálinni. Adam Smith talaði um á sínum tíma að hægt væri að beita önnur lönd þrýstingi með því að að hóta að beita verndarstefnu gegn útflutningi þeirra. Slík hótun gæti leitt til þess að land sem beitir verndarstefhu gæti fallið frá henni vegna þess að það væri betra fyrir hagsmuni þjóðarinnar að láta af henni en eiga hættu að hótunin yrði að veruleika. Með þessum hætti gæti verndarstefna sem ógnun aukið velferð þjóðar. Adam Smith og aðrir hagfræðingar hafa allar götur síðan haft áhyggjur af því að þessi hugmyndafræði myndi ekki virka, ógnunin mundi ekki minnka viðskiptahömlur heldur verða sífelld ógnun og ekki leiða til aukins frelsis i viðskiptum. Stórar og valdamiklar þjóðir gætu notað slíkar hótanir til þess að þröngva minni þjóðum til að haga utanríkisviðskiptum sínum eins og stóru þjóðunum hentar. Ein af afleiðingunum væri sjálfviljugir kvótar sem hafa í auknum mæli orðið til í samkomulagi þjóða í staðinn fyrir tolla. Um leið er þó fallið frá frjálsri verðmyndun markaðarins. Vandamálið við ákvæði eins og „Omnibus Trade and Competitiveness act" er hættan á að verndarstefna sem hótun nýtist ekki til að auka ávinning þjóðarinnar í heild heldur lítilla hagsmuna- og þrýstihópa. Afleiðingin verði ekki aukið frelsi heldur að þjóðin verði af ódýrara eða betra framboði erlendis frá. Með því að leggja ofurtolla á evrópskar vörur sem hafa ekkert með banana eða aðra ávexti að gera eru Bandaríkin nákvæmlega að þjóna litlum hagsmuna- og þrýstihópum en um leið eru þau að tryggja sér samningsstöðu. Frjáls verndarstefha Þrátt fyrir að skilvirkni Alþjóða viðskiptastofnunarinnar hafi ekki alltaf verið eins og best væri á kosið hefur stofnunin virkað ótrúlega vel. Síðan árið 1995 hefur stofnunin afgreitt 163 ágreiningsmál á milli þjóða. Tollar hafa verið lækkaðir og lög um verndun höfundaréttar hafa verið sett. Sumir eru þó á þeirri skoðun að það gangi aldrei upp að reyna að halda uppi fríverslun og jafnvel að undanþágulaus friverslun geti leitt til verndarstefnu frekar en að styrkja stoðir alþjóðar- verslunar. Millivegur sem nefna má gagnkvæm skipti (e. reciprocity) hefur verið nefndur sem lausn þó að enginn viti nákvæmlega hvernig hægt er að útfæra slíkt skipulag. Engu að síður er ljóst að sérhagsmunir þjóða og hagsmunahópa innan þjóða gera það að verkum að alltaf verði fundnar einhverjar leiðir til þess að hygla heimamönnum á kostnað erlendra keppinauta (og yfirleitt á kostnað neytenda og þjóðarinnar sem heildar). Um leið og tollar hafa verið lækkaðir hafa þjóðir verið iðnar víð að finna aðrar leiðir, kerfisbundnar leiðir, til þess að gera erlendum keppinautum of dýrt og erfitt að koma inn á markaðinn. Framtíð alþjóðaverslunar Þegar stórar þjóðir eins og Bandaríkin eru farnar að taka reglurnar í sínar hendur er mikil hætta á því að þær reglur sem reynt hefur verið að mynda um alþjóðaviðskipti missi áhrif sín og minni þjóðirsjái ekki ástæðutil aðfylgjareglum sem þjóna ekki þeirra hagsmunum. Þó að það sé ekki gott til afspurnar að Evrópusambandið reyni að komast undan reglum alþjóðaviðskipta þá verður það að teljast heillavænlegri lausn að fylgja einhverri millileið á milli hefðarinnar fyrir fríverslun, hefð sem má finna í Þýskalandi og á Bretlandi og hefðarinnar fyrir verndarstefnu, hefðar sem má finna í Italíu og í Frakklandi, heldur en að þrýsta svo á fríverslun að lönd taki upp harða verndarstefnu. Margir óttast einmitt að ef uppsveiflan sem hefur átt sér stað í Vestur-Evrópu fari niður á við muni margar þjóðir bregðast við með verndarstefnu sem mun auka bæði fallhæðina og fallhraðann þannig að alþjóðaleg kreppa yrði uppskeran. Hvort „bananastríðið" sé upphafíð að endalokum uppsveiflu alþjóða- viðskipta, rétt eins og annars konar stríð batt enda á síðustu uppsveiflu alþjóðaviðskipta um siðustu aldarmót, getur timinn einn leitt í ljós. 1 „Bananastríðið" á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins tók alvarlega stefnu nýlega. 2 Nýsköpun er vaxtar- broddur sem nauðsynlegt er að hvetja til og lágmarka kerfísbundnar hindranir. 3 Helgi Gestsson viðskipta- fræðingur fjallar um mótandi samanburð í stefhumörkun fyrirtækja. 4 Verðbréfaviðskipti á netinu hafa stóraukist á fáeinum árum og margir hafa nýtt sér möguleikann.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.