Vísbending


Vísbending - 12.03.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 12.03.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Mótandi samanburður Helgi Gestsson ÁM - Lektor við rekstrardeild K Tækniskóla íslands ■ að er manninum tamt að bera árangur sinn saman við viðmið eða staðla og leita leiða til þess að bæta frammistöðu sina. Mörg okkar vinna markvisst að slíkum umbótum hvort heldur sem um er að ræða einkalíf eða í viðskipti. A síðustu 15 til 20 árum hefur „benchmarking‘“ eða mótandi samanburður, eins og ég kýs að nefna hugtakið, orðið undirstaða einnar af áhugaverðustu aðferðum sem notaðar eru við gæðastjórnun. Þrátt fyrir víðtæka notkun á aðferðinni um heim allan, er skilgreining hugtaksins en á reiki. Það er líklega vegna þess að mótandi samanburður á sér rætur í ferli viðskipta sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana hafa ætíð notað. Stjómendur byggja því skilgreiningu sina á þeim aðferðum sem þeim er tamt að nota og þeim skilningi sem þeir hafa aflað sér úr því umhverfi sem þeir þekkja. Gera þarf skýran greinarmun á hugtökunum viðmið eða staðall (e. benchmark) og mótandi samanburður (e. bench- marking). Grein þessi fjallar um hið síðarnefnda. Bættir viðskiptaferlar Margs konar formlegar skilgrein ingar hafa verið settar frant um mótandi samanburð. Sameiginlegt með þeim öllum er þörf á betri skilningi stjómenda á eigin viðskiptaferlum og að fmna þá ráðandi undirliggjandi þætti eða hvata sem leitt geta til umbóta. Mótandi samanburður er ferli sem fyrirtæki læra af, ferli sem byggir á hinu mannlega lærdómsferli2. Tilgangur þess að fyrirtæki ráðast í mótandi samanburð er að læra hvernig bæta má viðskiptaferla til þess að auka samkeppnishæfni. Fyrirtækið leitar að öðrum fyrirtækjum þar sem stjórnun sambærilegra viðskiptaferla og þeirra eigin hefur tekist sérstaklega vel og finnur þá undirliggjandi þætti sem hafa ráðið þeirn árangri. Með því að finna þessa þætti og skilja þær forsendur sem liggja til gmndvallar árangri er hægt að aðlaga þá þekkingu til umbóta en ekki einungis apa eftir aðferðum sem notaðar eru af viðmiðunarfyrirtækinu með yfirfærslu. Því má einnig skilgreina ferli mótandi samanburðar sem það að finna, skilja og yfirfæra árangursríkar aðferðir innan eða utan fyrirtækis til þess að bæta frammistöðu þess3. Allar skilgreiningar byggja annars vegar á samanburði eða viðmiði og hins vegar á að finna þá undirliggjandi þætti sem ráða árangri. Hvemig til tekst ræðst af þeim lærdómi sem fæst af því að þekkja eigin viðskiptaferla svo vel að hægt sé að aðlaga nýfenginn skilning á undirliggjandi þáttum til árangurs. Eftiröpun Upphaflega snerist mótandi samanburður aðallega um grein- ingu á eiginleikum vöru samkeppnis- aðila4. Með þessu var einfalt að sniðganga kostnaðarsama þælti við vömhönnun og þóttu Japanar einstaklega lagnir við þetta á endurreisnartíma viðskiptalífs þeirra eftir stríð. Var ekki laust við að samkeppnisaðilar notuðu orð eins og siðleysi og þjófnað þegar fjallað var um framgöngu Japana. Japanamir létu ekki eftiröpun duga heldur fundu leiðir til að endurbæta ferli við framleiðslu vöru sinnar. Asamt kænlegri markaðssókn inn á vestræna markaði bætti það markaðsstöðu þeirra og kom illa við helstu samkeppnisaðila. Samanburður á lykilferlum samkeppnisaðila varð ýmsum band- arískum stóríyrirtækjum til bjargarþegar þau áttuðu sig á því að til þess að geta staðist innrás hinna nýju keppinauta þurftu þau að ná sambærilegum árangri af lykilferlum framleiðslu sinnar ættu þeir að standast samkeppnina. Það varð þó fljótlega ljóst að erfitt og kostnaðarsamt var að reyna að ná umbótum á viðskiptaferli með samanburði við samkeppnisaðila sem höfðu lítinn áhuga á því að láta nauðsynlegar upplýsingar af hendi. Þeir sem unnu að gæðastjórnun sáu tækifæri til mótandi samanburðar við það að bera saman viðskiptaferla milli atvinnugreina þar sem sömu viðkvæmni gætti ekki og innan greinar. Um leið skapaðist leið til að vinna að slíku milli fyrirtækja og stofnana sem ekki hafa hagnað að leiðarljósi. Lykilspumingar Idag hefur mótandi samanburður þróast yfir í það að fyrirtæki notfæra sér mótandi samanburð við stefnu- mótun þar sem stefna samstarfsfyrir- tækja er til skoðunar. A tímum vaxandi alþjóðavæðingar má ætla að mótandi samanburður á því sviði verði næsta skref þessarar þróunar. Við skipulagningu mótandi samanb- urðar er lykilspurningin: hvaða viðskiptaferil á að skoða? Einnig þarf að ákveða hvaða mælingar þurfi að gera, meta styrkleika og veikleika þess ferils sem valinn hefur verið og loks að ákveða til hvaða fyrirtækis skuli leitað um samanburð. Það sem ræður vali á þeim ferli sent skoða á tengist stefnumótun íyrirtækis og gæðaþroska. Áherslan er því á þá lykilferla sem hafa bein áhrif á ánægju viðskiptavina og veitt geta fyrirtæki samkeppnisyfírburði í framtíðinni. Gæðaþroski Arangur getur ráðist af því hvern gæðaþroska lýrirtækið hefur til að bera. Fyrirtæki sem ekki hafa kornið af stað gæðastarfi og byggja rýni á ferla sína einvörðungu á mati á skilvirkni og árangri af úttaki þeirra, búa ekki yfir nægilegum þroska til þess að hefja mótandi samanburð. Þau fyrirtæki sem hafið hafa gæðastarf og byggja ferlarýni sína á fyrirbyggjandi þáttum, t.d. við hönnun og framleiðslu, hafa náð þeim þroska að geta tekið þátt í mótandi samanburði sem unnin er af hagsmuna- aðilumatvinnugreinareðaafþriðjaaðila. Bjóðist slíkt tækifæri er æskilegt að fyrirtæki grípi það og notfæri sér þá reynslu sem við það fæst. Fyrirtæki sem hafa náð valdi á innra gæðastarfi sínu og hafa náð þeim þroska að vinna með samstarfsaðilum sínum geta einnig notfært sér mótandi samanburð utan atvinnugreinar sinnar meðan fyrirtæki þar sem sjálfstýrt gæðastarf er ríkjandi á öllum sviðunt notast skipulega við mótandi samanburð. Ferli mótandi samanburðar byggir á lærdómi með því að leita uppi framúrskarandi framkvæmd viðskipta- ferla og því að aðlaga árangursþætti að þörfum fyrirtækis.Þannigýtirþaðeinnig undir lærdóm með stöðugum úrbótum og hjálpar lærdómsfýrirtæki við að auka getu til að móta framtíð sína. 1 Byggt á grein höfundar, Benchmarkini; - A Management Tool. Greinina í heild má nálgast á vefslóðinni http://www.hi.is/ —helgig/ þar sem fyrst skal valinn hlekkurinn: Stefnumótun og síðan: Grein um benchmarkinu. 2 Svo skilgreint af Fred Bowers, corporate benchmark manager for Digital Equipment Corporation, í fyrirlestri á ráðstefnu um „benchmarking" hjá The American Productivity and Quality Center (APQC) árið 1992. Sjá Watson, Gregory H. 1993:2. Strategic Benchmarking. John Wiley and Sons lnc., USA. ÍSBN 0 471 58600 5. 3 Sjá hjá Cook, Sarah. 1995:13. Practical Benclunarking Kogan Page, London. ISBN 0 7494 1551 7. 4 E. Reverse Engineering 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.