Vísbending


Vísbending - 02.04.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 02.04.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 2. apríl 1999 13.tölublað n.árgangur Frelsi símans Aukið frelsi á samskiptasviðinu hefur ýtt undir alþjóðavæðingu, samkeppni og hagvöxt. Hugarfarsbreyting í ríkisstjórnun hefur gert aukið frelsi mögulegt. Símafélög hafa þó oft valdið hvað mestum vandræðum og ágreiningi í hinni miklu bylgju einkavæðingar síðustu ára. Engu að síður hefur orðið ótrúleg____ breydng. Árið 1989 voru einungis sex lönd innan OECD með annað en einokunarskipulag á farsíma- markaðinum, tíu árum síðar hafa öll lönd OECD fleiri en eitt fyrirtæki á innlendum farsíma- markaði og langflest hafa þrjú fyrirtæki í samkeppni eða fleiri. Frá árinu 1992 til ársins 1997 hefur símamarkaðurinn vaxið um 7% að meðaltali á ári og var hagnaðar- hlutfall stærstu fyrirtækjanna árið 1997 að meðaltali tvisvar sinnum hærra en hjá Fortune 500- fyrirtækjunum. Hér á landi hefur einnig mikil uppsigling átt sér stað; tvö ný fyrirtæki, Tal og íslandssími, urðu til árið 1998. Engu að síður j ók Landssíminn veltusínaum 1 l%fráárinu 1997 til ársins 1998. Farsímanotkun jókst verulega og margar nýjungar litu dagsins ljós. SímafyrirtækiOECD Tekjur símaþjónustufyrirtækja íOECDlöndumáriðl997var ^- um 623 milljarðarBandaríkjadala. Japanski símarisinn NTT var með mestu veltuna rúmlega 78 milljarða Bandaríkjadala sem var meira en helmingi meiri velta en hjá bandaríska risanum AT&T en hún var rúmlega 51 milljarður. Með þriðju mestu veltuna var þýska símafæritækið Deutsche Telekom, tæplega 39 milljarða. Á Norðurlöndum var sænska símafyrirtækið Telia með 6,083 milljarða veltu árið 1997, Tele Danmark4,624milljarða, Telenor íNoregi 3,608 milljarðaog finnska símafyrirtækið Finnet Group með 1,537 milljarða veltu. Þessar veltutölur hér að framan eru allar miðaðar við Bandaríkjadollara. Samrunar M símafyrirtækja síðan einokun var Mynd 1. Velta símafyrirtœkja á Norðurlöndum (milljónir Bandaríkjad.) miklu yfirtökustríði við Italian telecom þar sem síðarnefnda fyrirtækið beitir öllum tiltækum ráðum til þess að koma í veg fyrir að verða yfirtekið. Þá hafa heyrst sögur af því að Telia í Svíþjóð og Telenor í Noregi séu að ræða mikla samvinnu eða jafhvel samruna. r —x Litlirisinnálslandi aflétt. Á árinu 1998 mátti sjá risasamruna eins og SBC Communications og Ameritech; Bell Atlantic og GTE; og loks AT&T og Tele-Communication. Hvorki SBC Communication/Ameritech né Bell Atlantic/GTE hafa þó fengið endanlegt samþykki fyrir samruna frá samkeppnisyfirvöldum í Bandaríkjunum. Á ítalíu er Olivetti í Mynd 2. Rekstrartekjur Landssimans (milljónir króna) Iársreikningi Landssímans fyrir árið 1998 má sjá að velta fyrirtækisins var 11.949milljónir í íslenskum krónum sem eru tæplega 172 milljónir Bandaríkjadala.' I samanburði við Telia í Svíþjóð þá er Landssíminn með rúmlega 35 sinnum minni veltu og rúmlega 453 sinnum minni enNTT í Japan. Árið 1997 var Póstur og sími hf. sjötta stærsta fyrirtæki landsins. 1 byrjun árs 1998 var fyrirtækinu skipt upp í Landssímann og Islandspóst. Miðað við veltu Landssímans árið 1998 þá væri fyrirtækið það ellefta stærsta á sama lista en einungis dvergur í samanburði við erlend símafyrirtæki. Samkeppni 391 \ ^¦704 1 25"\ Æ ¦ Tckjurafsímanotkun II Tekjur af afnotagjöldum j DTekjuraf stofngjöldum DAðrari-ekstrartekjur l.'.l Fjármunatekjur V^^ Arsskýrsla Landssímans er athyglisverð en þar segir m.a.: „Tíðari breytingar urðu á gjaldskrá Landssímans á síðasta ári en áður og —N lækkaði verðskrá Símans fyrir ýmsa þjónustu umtalsvert. Ástæðurnar eru margar en þær helstu eru tækniframfarir, fjölgun notenda og meiri notkun. Samkeppnin leiðir að sjálfsögðu einnig til verðbreytinga." Ástæðan fyrir verðlækkun á íslenska markaðinum er að sjálfsögðu nákvæmlega sú sama og á öðrum mörkuðum sem eru að opnast, þ.e. fyrst og fremst vegna tilkomu samkeppni á markaðinum. (Framhald á síðu 4) 1 Símamarkaðurinn í OECD-löndum hefur vaxið um 7% að meðaltali fráárinul992. 2 Asgeir Jónsson hag- fræðingur fjallar um gullaldarár íslenskra smábæja frá 1972-1982. 3 Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur fjallar um áhrif fjárfestingar á viðskiptajöfnuðinn. 4 Landssímanum gekk vel á síðasta ári, er ekki rétt að ganga alla leið í einka- væðingunni?

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.