Vísbending


Vísbending - 02.04.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 02.04.1999, Blaðsíða 2
ISBENDING 1 ÖT ngu] Höl Id ísl lensl kxasn nál bæj a Ásgeir Jónsson hagfræðingur Sjöundi áratugurinn var sannkölluð gullöld fyrir íslenska smábæi. Frá 1972 til 1982bættuþéttbýliskjamar úti á landi við sig 14.500 íbúum og höfðu þá um 36% þjóðarinnar innan sinna marka. Á sama tíma fjölgaði aðeins um 12.500 manns á höfuðborgarsvæðinu. Hafi áttundi áratugurinn verið gullöld á þessum svæðum, er ljóst að síðan hefur hnignun tekið við. Fólki í landsbyggðarþéttbýli Ijölgaði aðeins um 1.700 sálir frá 1987 til 1997 en Stór- Reykjavíkursvæðið bætti við sig 26.400 manneskjum á sama tíma. Þessi hraði vöxtur minnir á íyrri hluta aldarinnar en um síðustu aldamót bjuggu 10% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en 60 ámm seinna var hlutfallið orðið 50%. Þar staðnæmdist vöxtur Reykjavíkur í 20-30 ár, fram að byrjun áttunda áratugarins, að borgin vaknaði á ný. Alla þessa öld hefur fólki verið að fækka í strjálbýli á Islandi og sú /■— þróun á sér hliðstæðu um allan heim og ætti ekki að koma neinum á óvart. Það er hins vegar verðug spurning hvaða öfl það em sem snúa gæfuhjólinu svo á milli Stór- Reykjavíkursvæðisins og þétt- býlis annars staðar á landinu. Er það lögmál að þjóðin búi öll á einum stað eða mun gullöld smábæja renna upp ný? Sá guli er gull Gullöld smábæja hófst stuttu eftir 1970 með tilkomu skuttogara og útfærslu landhelg- innar sem gerðu botnfiskveiðar og -vinnslu að óhemju arðbærri atvinnugrein. 1 mikilli fjárfestingaröldu sem fylgdi í kjölfarið eignaðist hvert pláss á landinu sitt frystihús og togara og gat boðið þeim vellaunuð störf sem vildu setjast þar að. Á meðan sá gul' malaði gull fyrir landsbyggðina hækkað raungengi vegna góðærisins sjávarútvegi og drap iðnað landsins sem var rekinn í Reykjavík og á Akureyri. Sá hagvöxtur sem af þessu leiddi þyngdi pyngju ríkisins og hinum nýju tekjum var varið til þess að auka framleiðslu í landbúnaði með útflutningsbótum og niðurgreiðslum. Nýjar fjárfestingar í sláturhúsum og mjólkurbúum og öðru slíku sköpuðu góð störf í bæjum sem sáu um þjónustu fyrir landbúnaðinn. Það voru því tækniframfarir í botnfiskveiðum og brottrekstur útlendinga af fiskimiðunum sem sneru gæfunni landsbyggðinni í vil, en það hangir fleira á spýtunni. Oðaverðbólga Hagstjóm stjómvalda á áttunda áratugnum varð líka beinlínis til þess að skapa gullgrafarastemmingu með niðurgreiddum lánum til heimila og fyrirtækja. Þegar útflutningstekjur streymdu inn í landið eftir 1970 var ekkert aðhald af hálfu stjómvalda í peninga- málum. Vöxtum var haldið fostum á meðan verðbólga lék lausum hala og raunvextir urðu veruleganeikvæðir. Þeir sem tóku lán þurftu því aðeins að borga brot af raunvirði þeirra til baka. Þess vegnavarðmjögódýrtfyrirfólkað flytja og byggja nýtt húsnæði, jafnffamt því sem fyrirtæki áttu hægt með að fjárfesta. Þessi ódýru lán auðvelduðu mjög uppbyggingu smábæja, en væntingar skipta líka miklu máli. Á hverju ári frá 1972 til 1982 jókst þorskafli landsmanna, togurum ljölgaði og útgerð virtist gulltryggur og góður Mytul 1. Hlutfall þjóðarittnar sem býr í byggðarkjörnumj utan Reykjavíkursvœðisins fra 1960 til 1997 atvinnuvegur þar sem sjávarútvegs- fyrirtæki yrðu aldrei gjaldþrota. Vegna þessa sá fólk lítið athugavert við að byggja hús í litlum bæjum sem vom háðir afkomu eins fyrirtækis. Hnignun Arið 1983 varð ljóst að þorskstofninn hafði verið ofveiddur og vöxtur sjávarútvegs var takmörkunum háður. Kvótakerfið varð til á þessum tíma og þá varð mönnum ljóst að ekki væri nægur fiskur í sjónum til þess að halda gangandi hverjum einasta togara og frystihúsi sem fjárfest hafði verið í. Þetta veiðistjómunarkerfi hefúr þó oft verið gert að blóraböggli fyrir hnignun landsbyggðarinnar þótt aflaheimildir hafi í mjög litlum mæli flust til Reykjavíkur. Á sama tíma sá vísitölutenging lána til þess að lántakendur þurftu að borga lánin sín aftur á raunvirði. Allt þetta varð til þess að húsbyggingar og Ijárfestingar urðu meira alvömmál en áður. Nú er svo komið að fólk vill yfirleitt kaupa hús þar sem fasteignaverð er stöðugt eða mun hækka í framtíðinni og það á aðeins við á fáum stöðum utan Reykjavíkur. Þá kom einnig upp á yfirborðið að sjávarútvegsfyrirtæki gátu farið á hausinn og skilið fólk eftir með sárt ennið. Þannig gat verið töluverð áhætta að byggja á landsbyggðinni og hætta öllu sínu fyrir eitt fyrirtæki. Um framtíð byggðar r Arin 1972-1982 ríkti nokkurs konar gullæði hérlendis og mikill vöxtur hljóp í marga smáa staði viðs vegar um landið. Forsendur þessarar miklu uppbyggingar vom að einhverju leyti offjárfestingar i sjávarútvegi og óðaverðbólga sem ollu því að kraftar landsbyggðarinnar dreifðust heldur víða. Það vom hreinlega of margir sem veðjuðu á sömu atvinnugrein. Öll fyrirtæki vilja hafa sem bestan aðgang að neytendum og hráefni. Þess vegna byggðust útgerðarbæir þar sem stutt var á fiskimiðin og þjónustubæir í hjarta landbúnaðarhéraða. En þótt sjávarútvegur verði áfram sterk atvinnugrein mun störfum vart fjölga í þeirri grein frá því sem nú er, jafnvel þótt þorskveiðar aukist aftur. í framtíðinni mun hagvöxtur byggjast á almennum iðnaði og þjónustu og fyrirtæki vilja setja sig þar niður sem góður aðgangur er að mörkuðum og þjónustu. Það er í þéttbýli. Vegna þessa munu smærri staðir eiga erfitt uppdráttar nema að þeir hafi stuðning af stærri stöðum í nálægð. Það er þó ekkert sjálfgefið við það að þjóðin öll safnist fyrir á Reykjavíkursvæðinu en mótvægi úti á landi getur aðeins skapast í kringum sterka byggðarkjarna. Raunveruleg byggðastefna verður að taka mið af því. Það verður vart séð að önnur gullöld sé í sjónmáli fyrir íslenska smábæi þótt margir staðir geti með útsjónarsemi náð að lifa góðu lífi inn á næstu öld. Hcimild: Hagstofa íslands I)Byggðarkjarni er skilgreindur sem þétlbýlistaður með 50 íbúa árið 1960 eða 150 íbúa árið 1997. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.