Vísbending


Vísbending - 02.04.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 02.04.1999, Blaðsíða 4
(Framhald af síðu 1) F arsímamarkaðurmn r Islenski símamarkaðurinn fór í gegnum miklar breytingar á síðasta ári. Nýtt fyrirtæki, Tal, sem að mestu leyti var fjármagnað af erlendum aðilum kom inn á markaðinn um mitt ár 1998. Með tilkomu Tals varð til fákeppni á farsímamarkaðinum sem hefur bæði mjög flýtt fyrir framförum og verðlækkunum. Fyrir komu Tals inn á markaðinn voru 46 þúsund GSM- notendur, frá 1. maí til loka ársins varð 67% aukning og voru notendur um 77 þúsund í lokárs 1998. Markaðshlutdeild Tals er 14,3% eða um 11 þúsund notendur í samanburði við 85,3% hlutdeild Landssímans. Þrátt fyrir að 77 notendur þýði að rétt tæplega 28% þjóðarinnar noti farsíma þá er búist við að markaðurinn haldi áfram að vaxa á þessu ári, þó að ætla megi að eitthvað dragi úr vaxtarhraðanum. Einkavæðing Ibyrjun árs 1997 var Póstur og sími gerður að hlutafélagi. Handhafí hlutabréfanna hefur frá þeim tíma verið ríkið. Enn er beðið einkavæðingar og er ekki hægt að sjá að hún sé á dagskrá fyrr en í upphafi nýrrar aldar. Island hefúr þann vafasama heiður að vera eitt af sjö löndum OECD sem hafa ekki einkavætt hið almenna símkerfi að einhverju leyti, hin löndin eru Tékkland, Grikkland, Ungverjaland, Holland, Portúgal og Tyrkland. Öll Norðurlöndin, að undanskildu Islandi, hafa opnað fyrir frjálsa samkeppni að almenna símkerfinu. Þjónusta er lykilorðið Fáir efast um að Landssíminn hafi tekið stökkbreytingum á siðustu árum. Landssíminn er án nokkurs vafa orðið mjög framsækið og þjónustudrifið fyrirtæki. Það býryfirtækni og kunnáttu sem er samkeppnishæf við erlend fyrirtæki, mikið af efnilegu fólki hefur verið fengið inn í fyrirtækið og mikið hefur verið lagt í uppbyggingu mannauðsins. Breytingar þessar hafa orðið til þess að mæta samkeppni. Þjónusta er að sjálfsögðu lykilorðið hjá þjónustufyrirtækjum á símamarkaði og það hefur í auknum mæli fengið hljómgrunn i innviðum Landssímans. Það er einmitt þjónusta sem er líklegust til þess að batna fyrst þegar markaðs- skipulagi er breytt úr einokun yfír í fákeppni eða samkeppni. Því fleiri fyrirtæki því líklegra er að þjónusta batni og verð lækki. Andlitslyftingin sem Landssíminn hefur farið í gegnum er gott dæmi um hvemig samkeppni getur dregið ferskleika undan forneskju. Einkavæðingarkrafa Umræðan um Landssímann vekur spumingu um hvort ekki sé rétt að láta slag standa og einkavæða fyrirtækið, selja hlutabréfm. Það er án nokkurs vafa óeðlilegt að ríkið sé í samkeppni við einkafyrirtæki og sérstaklega þegar handhafí hlutabréfa Landssímans er einnig yfinnaður símamála. Nú þegar þrjú fyrirtæki em á þessum markaði er ekki lengur til setunnar boðið. Samkeppni við einokunarfyrirtæki og ríkisfyrirtæki er yfirleitt erfið og ósanngjöm fyrir einkafyrirtæki. Víða í OECD-löndunum hafa „samkeppnistilburðir" fyrrum einokunarfyrirtækja á símamarkaði valdið því að reglur hafa aukist verulega í stað þess að fækka eins og var keppikefli OECD. Sama virðist vera að gerast hér á landi. Nú er lag Seinagangur pólskra yfirvalda við einkavæðingu TPSA olli því að markaðsverðmæti fyrirtækisins lækkaði verulega og pólska ríkið tapaði peningum sem hefðu getað komið sér vel í uppbyggingu landsins. Lands- síminn skilaði 3.390 milljón króna hagnaði fyrir skatta á síðasta ári og arðsemi eigin ijár var 19,6%. Rökin fyrir einkavæðingu eru þess vegna ekki einungis að ríkið eigi ekki standa í fyrirtækjarekstri, að ýta undir frjálsa samkeppni og um leið neytenda- ábatann, sem kemur fram í lægra verði og betri þjónustu, heldur era þau einnig hagkvæmnisleg þar sem það er ólíklegt að betra verð fáist fyrir fyrirtækið en einmitt núna. Fáir deila um þetta enda eru rökin gegn einkavæðingu ekki hagfræðileg heldur pólitísk og margt bendir til þess að það sé einmitt pólitík og kosningar sem gera það að verkum að lítið er aðhafst. Heimild: OECD, Ársskýrsla Landssímans, Frjáls verslun (1 .tbl. 1999) 1) M.v. gengi Bandaríkjadoilars 31.12.1998 Vísbendingin J r j \ Ein stærstu mistök sem ffumkvöðull getur gert þegar hann hefur komið fyrirtæki sínu á koppinn er að halda áffam að stjóma fyrirtækinu sjálfur. Þrátt fyrir að frumkvöðull sé upphafsmaður og hugmyndafræðingur þá er ekki þar með sagt að hann sé góður stjórnandi. Önnur lögmál eiga við. Þá erkominn tími til þess að athuga hvort ekki sé rétt að láta menntaðan stjórnanda sjá urn að halda um taumana. Fátt er verra í uppeldi en þegar reynt er að stýra fullvöxnum unglingi eins og smákrakka. ISBENDING Aðrir sálmar Fyrstu merki kreppunnar? Asiðustu dögum hafa borist upplýsingar um ársuppgjör nokkurra fyrirtækja þar sem tap er mjög mikið. Afþeim máráða að góðærið sem mönnum er tungutamt er ekkert náttúrulögmál. Að vísu mega menn alls ekki stökkva til og spá heimsendi um leið og einhvers staðar blæs á móti en með því að vera fljótur til að sjá hættumerkin er hægt að draga úr áhættunni. Margoft hefúr verið á það bent að skuldir heimilanna hafa að undanförnu aukist mun hraðar en greiðslugeta þeirra. Auðvelt er að fá lán af ýmsu tagi til þess að § ármagna ney slu, til dæmis bílalán, úttektir á kreditkortum, yfirdrátt og nú síðast veltukort. Ekki er við þá sem veita lánin að sakast þótt vísttaki þeiráhættu. Þeirsjágotttækifæri til viðskiptameð góðri ávöxtun fyrir sig. Þeim veitist auðvelt að fjármagna lánin með því að fá lán erlendis á tiltölulega lágum vöxtum. Vandinn felst í því að heimilin eru búin að skuldsetja sig svo mjög að lítill samdráttur í greiðslugetu getur haft alvarlegar keðjuverkandi afleiðingar. Nýlega var tilkynnt um uppsagnir starfsmanna Fiskiðju- samlags Húsavikur. Fyrirtækið var með eðlilegum hætti að bregðast við rekstrarerfiðleikum. Víðar er sagt frá minnkandi yfirvinnu þótt enn hafi ekki komið til uppsagna. Keðjuverkandi áhrifin munu fljótt segja til sín. Stjómarformaður Samvinnusjóðsins sagði frá því á aðalíúndi að hækka hefði þurft framlög í afskriftarsjóð fyrirtækisins. Þetta vandamál var landsmönnum vel kunnugt á áranum um og upp úr 1990 en þá ullu gjaldþrot stórra fýrirtækja bæði sjóðum og bönkum miklum búsifjum. Að undanfomu hafa menn getað leyft sér miklar ijárfestingar án þess að leggja fram mikið eiginfé vegna þess að aðgengi að lánsfé er gott. Sá sem leggur aðeins 10% fram af eigin fé hefúr tapað öllu ef fjárfestingin lækkar í 90% af verðmæti sínu. Einmitt þessi staðreynd kallar á það að menn séu íhaldssamir í ijárfestingum og lánveitingum einmitt núna. íhaldssemin segir ekki að menn eigi ekki að gera neitt heldur að aðgát sé höfð. v_______________________________________ f'Ritstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri ogN ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavik. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án fyeyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.