Vísbending


Vísbending - 23.04.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 23.04.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 23. apríl 1999 ló.tölublað 17.árgangur Flótti eða fyrirhyggj a Byggðamálin hafa borið á góma í umræðunni fyrir kosningar, enda standa nokkur byggðalög frammi fyrir því að þau gætu lagst í eyði um miðja næstu öld. Islendingar eru þó ekki alveg útdauðir, þeir voru 275.277 þann fyrsta desember árið 1998. Á þessum áratug, frá 1990 til 1998, hefur Islendingum fjölgað um 19.422 einstaklinga sem er 7,59% aukning á þessum átta árum. Á síðasta ári var 1,18% aukning sem er talsvert yfir meðaltalinu. uppi byggðu bóli þá væri ekki úr vegi að fara bregðast við þessari þróun. Sumir stjórnmálaflokkannahafa lýst yfir áhyggjum sínum á landsbyggðar- þróun fyrir kosningar en fátt er um raunveruleg úrræði. Menningarhús vítt og breitt um landið munu ekki breyta þessari þróun og reyndar er erfitt að sjá Mynd 1. Mannfjöldabreytingar á nokkrum landssvœðum Misskiptfjölgun 15.000 14000 13.000 12000 11.000 1Q00O 9.000 &000 7.000 Alandsvísu þá hefur fjölgunin orðið mest á höfuðborgar- svæðinu, eða um 14,93%, sjö einstaklinga á dag (sjö og hálfan á tölfræðimáli) síðustu átta ár. Hlutfallsleg fjölgun á höfuð- borgarsvæðinu er langt yfir hlutfallslegri fjölgun á landinu I öllu og reyndar er fjölgunin fyrst og fremst þar. Næst koma Suðurnesin með 4,18% fjölgun á tímabilinu. Verri er staðan hjá öðrum og nokkur fækkun varð á Vestfjörðum (12,25%), Norðurlandi vestra (8,15%), Austurlandi (7,15%) og Vesturlandi (3,94%). Þetta samsvarar fækkun um einn einstakling (einn og einn fjórða) hvern einasta dag síðustu átta ár. Á Vestfjörðum liti þetta enn verr út (fækkun um 15,65%) ef ekki væri fyrir aðflutta útlendinga en fjórtándi hver Vestfirðingur (7,1%) er aðfluttur. Hrein yfirfærsla frá landsbyggðinni yfir á höfuðborgarsvæðið var 1.760 einstak- lingar árið 1998 sem er 0,64% af lands- mönnum miðað við 1, des. 1998. —"Sétuiand -\&tftðr NiúrW \eara ¦ ¦ ¦Afitriard 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 ' að nokkuð geti snúið við fólks- flutningum til höfuðborgarsvæðisins. Engu að síður er það ljóst að þetta snýst um lífsviðurværi, snýst um atvinnumál, félagsmál og ekki síst menntamál. Þetta snýst um þarfir fólks í nútímaþjóðfélagi. Gullöldinliðin Enginúrræði Margir hafa áhyggjur af landsbyggðinni og hafa kannski ærna ástæðu til. Miðað við sömu fækkun einstaklinga á Vestfjörðum heyrir búseta þar sögunni til árið 2056 og þá verða rótgrónir íslendingar á Vestfjörðum horfnir þaðan fimmtán árum áður. Ef keppikeflið er að halda 113. tölublaði Vísbendingar á þessu ári fjallaði Ásgeir Jónsson hagfræðingur um hvernig áttundi áratugurinn hafði áhrif á lands- byggðarþéttbýli. í rúm tuttugu ár stöðvaðist hlutfallsleg fjölgun höfuð- borgarsvæðisins á kostnað lands- byggðarinnar. Ástæðurnar voru ódýr lán, tilkoma skuttogara og útfærsla landhelginnar sem gerðu það fýsilegt að byggja upp sjávarpláss og færði fólki góða afkomu. Eftir 1983 snerist þessi þróun við þegar ljóst var að þorskstofninn var ofveiddur. I kjölfarið varð kvótakerfið til. Fráþeimtímahefurþróunin verið öll á einn veg, dregið hefur úr fjölgun á landsbyggðinni og liggur nú fyrir að veruleg fækkun hefur orðið í nokkrum landshlutum á þessum áratug. Nýirtímar Hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá er atvinnuuppbygging þjóðarinnar að breytast. Mikilvægi sjávarútvegs er að minnka og hlýtur að minnka ef þjóðin ætlar sér áframhaldandi uppbyggingu. Enda hefur hlutdeild fiskveiða og -vinnslu af hagvexti verið neikvæð síðustu tvö ár. Það er fyrst og fremst þjónustutengdar greinar sem hafa haldið uppi hagvexti síðustu ára. Þegar fólksflutningar frá Vestfjörðum eru skoðaðir kemur í ljós að ástandið er enn alvarlegra þegar rýnt er í breytingu á aldurshópum. Ungu fólki fækkar hlutfallslega mest. Hvort það eru tækifærin sem toga eða aðstæður sem ýta mönnum burt, hvort það er fyrirhyggja eða flótti sem þar ræður er ekki ljóst. Hitt er þó ljóst að í aldurshópnum 20-24 ára fækkaði um 22%, í aldurshópnum 25-29 fækkaði um tæp 38% og í aldurshópnum 30-34 fækkaði um tæp 27% á síðustu átta árum. Þetta er sérstaklega alvarlegt þar sem það er þessi hópur sem er líklegastur er til að innleiða nýjungar, standa í framvarðasveit frumkvöðla en það er líklega það eina sem getur snúið við núverandi brottflutningi. Ólíklegt er að sjávarútvegur verði aftur sú lyftistöng sem hann var á áttunda áratugnum, eitthvað annað verður að koma til, eitthvað nýtt lífsviðurværi og hugarfarsbreyting sem gerir líf í faðmi móður náttúru fýsilegra en steinsteypustrit nútimamannsins. Hvort sem menn vilja kalla það flótta eða fyrirhyggju þá er ekkert sem bendir til þess að fólk muni ekki halda áfram ferð sinni, enn sem áður, á þjóðbraut til höfuðborgarsvæðisins. Hcimildir: Hagstofa Islands, Þjóðhagsbúskapurinn. Framvindan 1998 og hori'ur 1999. - Þjóðhagsstofnun, Seðlabanki íslands. 1 Brottflutningur frá nokkrum byggðarlögum veldur áhyggjum um byggð á landsbyggðinni. 2 Margt er líkt með japanskri stj órnunarhugmyndafræði og breyttu landsliði íslands í knattspyrnu. 3 Ásgeir Daníelsson hag- fræðingur ogFriðrikMár Baldursson forstjóri Þjóðhagsstofnunar gera 4 athugasemdir við gagn- rýni Þórólfs Matthías- sonar hagfræðings á skýrslu auðlindanefndar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.