Vísbending


Vísbending - 23.04.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 23.04.1999, Blaðsíða 3
V ISBENDING Athueasemdir við skrif Þórolfs Matthíassonar um skýrslu Þjóðhagsstofnunartil auðlindanefndar Ásgeir Daníelsson hagfræðingur og Friðrik Már Baldursson forstjóri Þjóðhagsstófnunar r Vísbendingu 9. og 16. apríl fjallaði Þórólfur Matthíasson um nokkrar skýrslur sem fylgdu með áfanga- skýrslu auðlindanefndar sem út kom í mars á þessu ári. Ein skýrslan var unnin á Þjóðhagsstofnun (ÞHS). Þórólfur fmnur skýrslu ÞHS margt til foráttu. Hann telur ÞHS „misstíga sig [...] á fræðasviðinu" og „kasta mikilvægum kennisetningum hagfræðinnar [...] fyrir róða án umræðu" og kvartar undan því að ,,[m]argar þeirra prósentutalna sem nefndar eru [...séu...] ótrúlega ýktar.“ Svo virðist sem Þórólfur telji rökin fyrir flestum þessum aðfinnslum nokkuð augljós. Við sjáum ekki ljósið og finnst raunar Þórólfur höggva mikinn í vindmyllubardaga við skoðanir sem hann gerir ÞHS meira og minna upp. Skal hér á eftir vikið að nokkrum helstu atriðum í gagnrýni Þórólfs. Kvótaverð iðað við vægi í greinum Þórólfs má ætla að stærsta syndin sem drýgð sé í skýrslu ÞHS sé að þar standi að , jaðarhagnaður betur settu fyrirtækj- anna [...] ræðurkvótaverðinu“(bls. 200). Þessi setning fær Þórólf til að hrópa upp að ÞHS sé að „kastamikilvægum kenni- setningum hagfræðinnar“, ÞHS ,,afskrif[i]... kennslubókarhagfræðina umræðulaust" og telur að „leiguverðið á kvótanum sé óháð framboðinu!" Er þetta nú örugglega rétt túlkun á skýrslunni? Nú vill svo til að við undir- ritaðir höfúm kennt rekstrarhagfræði við Háskólann í nokkuð mörg ár, m.a. verðmyndunarfræði. Er trúlegt að við köstuðum þessum if æðum án umræðu? Auðvitað ekki. í meginatriðum liggur santa hugsun á bak við umfjöllun i skýrslu ÞHS og myndina í síðari grein Þórólfs, enda er hann ágætlega menntaður í hagfræði. Þessu til sluðnings er rétt að benda á að í skýrslunni stendur líka: „Núverandi verð á aflamarki endurspeglar skammtíma jaðarhagnað fyrirtækjanna" (bls. 160 og víðar). Þetta er í fúllkomnu samræmi við alla kennslubókarhagífæði. Hefði ekki verið nærtækara að álykta að orðin „betur settu fyrirtækjanna“, sem eru þau orð sem fara fyrir brj óstið á Þórólfi, væru vilnisburður um ónákvæmni í orðalagi ffekar en gera starfsmönnum ÞHS það upp að þeir hafni grundvallaratriðum hagfræðinnar? Til að útskýra verðmyndun á kvóta- markaði teiknar Þórólfur niðurhallandi linu sem táknar jaðarhagnað útgerðanna sem fall af úthlutuðum kvóta og finnur verðið (P1 á myndinni) þar sem jaðarhagnaðarlínan sker kvótafram- boðið. Þá segir hann að ÞIIS haldi því fram „að kvótaverðið ráðist af jaðar- hagnaði hagkvæmustu fyrirtækjanna, þ.e.a.s. að verðið sé hærra en P1 á myndinni hér fyrir ofan.“ Nú er það svo að í greiningu sem þessari sýnir jaðarhagnaðarfallið ekki jaðarhagnað fyrirtækjanna í röð eftir því hversu hagkvæm þau eru, heldur sýnir hún jaðarhagnað þeirra allra að gefnum úthlutuðum kvóta og eftir að öll hagkvæm kvótaviðskipti hafa farið fram þannig að kvótamarkaðurinn sé í jafnvægi. Þetta jafnvægi er auðvitað þannig að jaðarhagnaður allra fyrir- tækjanna, m.t.t. kvótans, er sá sami og auk þess jafn verðinu á kvótamark- aðinum (Pl). Ef markmið allra fyrirtækjanna er að hámarka hagnað þá er ekkert annað jafnvægi mögulegt. Ef hins vegar einhver fyrirtæki hafa önnur markmið þá er vel hugsanlegt að þau selji ekki frá sér kvóta eðajafnvel að þau taki þátt í viðskiptum á kvótamarkaði, þótt jaðarhagnaður þeirra sé lægri en kvótaverðið. („Hef ekki verið í útgerð til að græða fé“, segir gamalreyndur útgerðarmaður við Fiskifréttir 5. mars sl.) Orðalagið „betur settu fyrirtækjanna" sem notað er á einum stað í skýrslunni átti að vísa til þessara aðstæðna. Þetta er vitaskuld frávik frá kennslubókarhagfræðinni en það er augljóslega út í hött að segja að með þessu sé verið að kasta hefðbundinni verðmyndunarfræði fyrir róða. I skýrslu ÞHS er fjallað ítarlega um að verð á aflamarki ákvarðist af skammtíma jaðarhagnaði þar sem afskriftir, vextir og fleiri kostnaðarliðir eru fastir. Bent er á að ef verðmæti alls aflamarks, þ.e. leiguvirði kvótans, væri gjaldfært í reikningum fyrirtækjanna (eins og hagfræðin kennir að eigi að gera) þá hafi tap af útgerð á íslandi numið nálægt 20 milljörðum eða um þriðjungi teknanna á árinu 1996. F ræðilega er hægt að skýra þetta með mismun á skammtima- og langtíma-jaðarhagnaði (og meðalhagnaði) eins og gert er í skýrslu ÞHS. (Það er ekki ljóst afþví sem Þórólfur skrifar að hann sé að ijalla um skammtímaaðstæður gagnvart lang- tímaaðstæðum. Það er hins vegar augljóst að jaðarhagnaðarlínan passar ekki við meðalhagnaðarlínuna í mynd í seinni greininni.) Samkvæmt kennslu- bókarhagfræði ætti þetta mikla tap að valda fækkun fyrirtækja í greininni, minni eftirspurn eftir aflamarki og lækkun á verði aflamarks. Yfir lengra tímabil ætti verð á aflamarki að ráðast af langtíma jaðarhagnaði fyrirtækjanna en ekki skammtímajaðarhagnaði. I skýrslu ÞHS er sagt að „þetta háa verð [sé] veruleg hindrun í vegi nýliðunar í útgerð. Það er þvi ástæða til að kanna hvort til séu markaðslegar leiðir til að lækka verð á aflamarki." (bls. 161) Þórólfur tekur undir þetta og talar um að „uppboð umtalsverðs magns [leigujkvóta [myndi] væntanlega stuðla að lækkun markaðsverðs veiðiheimilda" en hann virðist ekki hafa hugleitt að samkvæmt ströngustu viðmiðunum kennslubókar- hagfræðinnar þar sem öll fyrirtæki taka ákvarðanir út frá jaðarhagnaði og öllum kostnaði er réttilega til haga haldið, þá er engin ástæða til að ætla að uppboð af þessu tagi valdi lækkun á kvótaverði. Þórólfur hefur tekið eftir tveim „ályktunum" í umfjöllun ÞHS um verðmyndun á kvóta. Fyrri „ályktunin" er að jaðarhagnaður betur settu fyrirtækjanna ráði verði á aflamarki. Það efni höfum við þegar rætt. Seinni „ályktunin" er að „[fþskveiðistjómunin mun[i] verða til þess að fiskistofnar stækki og útgerðarkostnaður minnki.“ Þessi setning er innan gæsalappa hjá Þórólfi (en án tilvísunar í blaðsíðu) og af samhengi má ætla að verið sé að vitna í skýrslu ÞHS. En þessi setning er ekki til í skýrslu ÞHS. I framhaldi af „tilvitnuninni" skrifar Þórólfúr: „Sé áætluðum núvirtum hagnaði af fiskveiðunum deilt niður á þorskígildiskíló er verð á varanlegum kvóta (aflahlutdeildum) „síst of hátt“ (bls. 202)“. Þetta er dálítið ónákvæm túlkun, ÞHS segir: „I skýrslu Vinnuhóps um nýtingu fiskstofna er reiknaður út væntur þjóðhagslegur hagnaður af nýtingu þorsks, rækju og loðnu. Ut frá þeim tölum sem em í skýrslunni má áætla að núvirði vænts þjóðhagslegs hagnaðar af nýtingu þessara stofna með núverandi reglum um ákvörðun hámarksafla hafi á árinu 1993 verið um 100 milljarðar. Áætlað var að mestur hluti þessa hagnaðar kæmi til vegna þess að með stærri þorskstofni mundi útgerðarkostnaður lækka og afli aukast. Hagnaður af veiðum á rækju og loðnu var áætlaður mjög lítill. Ef miðað er við þessar niðurstöður má ætla að verð á aflalilutdeildum fyrir þorsk sé síst of hátt“ (bls. 201-202). Þama er því gerður vemlegur greinarmunur á tegundum og er því alls óvíst að álit ÞHS falli jafn vel að skoðunum Þórólfs og hann ætlar. Þórólfur virðist ekki hafa tekið eftir ályktunum í skýrslu ÞHS um að verð á aflahlutdeildum fyrirrækjuhafi áámnum 1995-1997 verið óeðlilega hátt miðað við það sem ætla má út frá upplýsingum i skýrslu vinnuhópsins (bls. 198), né heldur ályktunum um að ástæður mikillar hækkunar á verði aflahlutdeilda á þessu tímabili séu aukið traust á varanleika kvótakerfisins (bls. 198-199). Hann hefúr heldur ekki tekið eftir þeirri ályktun að „verð á aflahlutdeildum virðist taka núð af verði á aflamarki og almennum væntingum um framtíðarhorfur í sjávar- 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.