Vísbending


Vísbending - 23.04.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 23.04.1999, Blaðsíða 4
V ISBENDING útvegi" (bls. 201). Hins vegar finnst honum stórskrýtið að ekki sé fjallað urn að lög frá árinu 1997, sem kveða á um afnám heimilda til að afskrifa verðmæti keyptra aflahlutdeilda, lækkaði ekki verð þeirra um allt að 25% (!!) og telur að „greinilegt [sé] af skýrslu ÞHS...“ að hún hafni því að þátttaka sjómanna í kaupum á aflaheimildum hafi áhrif á jaðarhagnað enda séu þessi mál ekki rædd í skýrslunni. Fyrr má nú rota en dauðrota! Gengi órólfur telur „fullyrðingar [i skýrslu ÞHS...] um gengismyndunina [...] mótsagnakenndar“. A eftir þessari staðhæfingu er upptalning nokkurra fullyrðinga úr skýrslunni sem Þórólfur telur svo augljóslega mótsagnakenndar að ekki þurfi að skýra það fyrir lesandanum í hverj u mótsagnirnar felist. Því miður erum við það skyni skroppnir að við getum ekki einu sinni látið okkur detta til hugar hvaða mótsagnir Þórólfur hefur fundið þama. I umræðunni um sambúðarvanda sjávarútvegs og iðnaðar og notkun auðlindaskatts til að bæta sambúð þessara greina leikur ákvörðun gengisins og ákvörðun á launastiginu í landinu lykilhlutverk. I skýrslu ÞHS er sagt að gengið ákvarðist í markaðs- hagkerfi af framboði og eftirspurn eftir gjaldeyri. Þetta er nú kennslubókar- hagfræði eftir því sem við best vitum. Þórólfur telur hins vegar að framboð og eftirspum ráði genginu bara til skamms tíma en að kaupmáttarjafnvægis- kenningar skýri ákvörðun gengisins þegar til lengri tíma sé litið. Þetta er algjörlega nýtt fyrir okkur. Hingað til höfum við haldið að kaupmáttar- jafnvægiskenningar væru réttlættar með því að kaupmáttarmunur stjórni framboði og eftirspurninni eftir gjaldeyri. Okkur finnst einnig nokkuð skringilegt að við skulum skammaðir fyrir að nefna ekki einhverja tiltekna kenningu sem tilteknir menn hafi notað en það ekki nefnt að hvaða leyti þessi vanræksla hafi leitt okkur á villigötur varðandi þau málefni sem eru til umræðu. í skýrslu ÞHS er fullyrt að ef gengi og laun ákvarðist á markaði þannig að jafnvægi sé á mörkuðum lyrir gjaldeyri og vinnu, þá gegni sérstakur auðlinda- skattur á sjávarútveg engu hagstjómar- hlutverki. Hins vegar megi búast við því að við slík skilyrði verði mikill hagnaður umfram eðlilega arðsemi fjármagns í sjávarútvegi sem valdi því að það kunni að vera til réttlætisrök fyrir álagningu auðlindaskatts. Þórólfur hirðir ekki um að geta þessara lykilfullyrðinga í skýrslu ÞHS. í skýrslu ÞHS er á það bent að hvorki markaðurinn fyrir gjaldeyri, né vinnumarkaðurinn, geti talist án skipulagðrar íhlutunar (bls. 215). Það sé því ástæða til að vara við þeirri hættu að mikill hagnaður í sjávarútvegi leiði til þess að laun hafi tilhneigingu til að verða hærri en ytra jafnvægi þjóðarbúsins og samkeppnis- skilyrði iðnaðar og þjónustu leyfa. Finna má vísbendingar í tölulegum upplýsingum um að þetta hafi gerst á áttunda og níunda áratugnum, einkum í stóru sveiflunum í sjávarútveginum. Á þessum áratug hefur þetta ekki átt sér stað, enda hafa sveiílur í sjávarútvegi verið mun minni en áður þekktist. 1 skýrslu ÞHS er ekki lagt mat á það hvort þessi hætta sé enn til staðar, en á það bent að þó hægt sé að rökstyðja að auðlindaskattur geti bætt stöðu íslensks efnahagslífs og eflt hagvöxt við þessar aðstæður, þá sé það nokkuð ljóst að beiting auðlindaskatts muni verða hagstjórnendum erfið í framkvæmd. Ekkert af þessum atriðum hefur vakið eftirtekt Þórólfs. 1983 órólfúr kvartar undan því að „viða í textanum miðar ÞHS prósentu- breytingar við árið 1983 sem augljóslega er afbrigðilegt. Margar þeirra prósentu- talna sem nefndar eru eru því ótrúlega ýktar.” Ástæðan fyrir því að nokkuð er gert af því að reikna út hlutfallslegar breytingar miðað við árið 1983 er einfaldlega sú að kvótakerfi var tekið upp í stærstum hluta botnfiskveiðanna á íslandi á hinu orwellíska ári 1984. Ef reikna á út breytingar í t.d. framleiðni í fiskveiðum eftir að kvótakerfíð var tekið upp þá hlýtur að þurfa að miða við árið 1983. Það er svo út í hött að tala um að einhverjar prósentutölur séu „ótrúlega ýktar” ef miðað er við eitthvert tiltekið ár. Ef tölurnar sem um er að ræða eru rétt gerðar þá verður útreikningur á breytingum í tölunum ekkert annað en mæling á þeirri breytingu. Ef breytingin er mikil, þá er hún mikil, en ekki „ótrúlega ýkt”. Það er hins vegar augljóst að hægt er að túlka niðurstöður á ýkjukenndan hátt. Við sjáurn ekki að svo hafi verið gert í skýrslu ÞHS. T.d. er bent á kreppuna í sjávarútveginum á árunum 1982-1983 og á áhrif sem hún kunni að hafa haft t.d. á þróun framleiðni í sjávarútvegi. (bls. 169) Lokaorð órólfi finnst við hæfi að ljúka umfjöllun sinni um skýrslu ÞHS með tilvitnun í Árna Magnússon um að sumir búi til vitleysur sem aðrir þurfi að leiðrétta. Augljóst er í hvorum hópnum hann telur sig vera. Sömuleiðis er ljóst í hvorum hópnum hann telur okkur vera. Því miður hefur nokkuð borið á því í umræðunni um kvótakerfið og auðlinda- skatt á sjávarútveg að þátttakendumir nálgast andmælendur sína með þessu hugarfari. Hugmyndir andmælendanna eru ekki röksemdir sem ástæða er til að setja sig inn í og rökræða heldur vitleysur sem þarf að leiðrétta. Þessi afstaða leiðir sjaldnast til árangursríkrar umræðu. Aðrir sálmar Nokkrir góðir dagar án Esjunnar Forsætisráðherra var í viðtali í Frjálsri verslun, 1. tbl. 1996. FV: „Sögur fara af því að menn séu svolítið hræddir við þig. Skynjar þú það?“ DO: „Ekki oft, kannski einstaka sinnurn. Otti er ekki góður. Eg held að samstarf sem byggist á ótta sé ekki gott samstarf. Og yfírleitt tel ég mig eiga gott samstarf við aðra þannig að eitthvað eru þessar sögur nú orðum auknar." FV: „En hvers vegna heldur þú að þessar sögur hafi farið af stað?“ DO: „Ætli þær stafi ekki að því að menn urðu svolítið varir við það að ef þeir brutu fyrinnæli mín, eða fóru á bak við mig, lentu þeir í ógöngum - ég tók því illa. Eg held raunar að engum stjómanda geti verið vel við að farið sé á bak við hann. Enda á slíkt ekki að gerast. í öllum samskiptunr eiga menn að tala beint út og vera hreinskiptnir ef þeir eru ekki sáttir." F V: „Það er líka sagt að þú erfir það lengi við menn sem gert hafa á þinn hlut?“ DO: „Um þetta atriði hef ég áður verið spurður og ég hef sagt að ég sé minnugur. Á því tel ég mikinn mun. Það er af og frá að ég sé haldinn einhverjum hefndarþorsta gagnvart mönnum, alls ekki. En mér finnst vart hægt að ætlast til þess að komi einhver aftan að öðrum sé honurn sýnd sérstök vinsemd á eftir.“ Bjami Benediktsson var einn merkasti stjórnmálamaður Islands og gegndi mörgum trúnaðarembættum; var borgarstjóri, formaður Sjálfstæðis- flokksins og forsætisráðherra. Sagt var að á yngri árum hefði hann átt erfitt með að hemja skap sitt en hefði smám saman orðið yfirvegaðri og umburðarlyndari. Bjarni var með ritfæmstu mönnum og svaraði jafnan á síðum Morgunblaðsins ef honum fannst að sér vegið. Hann varði ætíð mál- og ritfrelsi þótt hann svaraði árásum. Bjami sagði einhvem tíma að einn helsti galli við það að ná æðstu völdum væri sá að enginn samherja þyrði lengur að finna að neinu hjá honum. Ekki fer þó sögum af því að þessi orð Bjama hafi orðið til þess að nokkur tæki að sér þetta hlutverk, enda talið vafasamt að það hefði orðið þakklátt starf. '-----------------------------------y ÁRitstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri ogA ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.