Vísbending


Vísbending - 07.05.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 07.05.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 7. maí 1999 18.tölublað 17.árgangur Framleiðni og lífskjör: Hvar stöndum við? Það eru skiptar skoðanir um efnahagsstöðu íslands í alþjóðasamhengi, þótt undarlegt megi virðast. Sumir telja, að íslendingar séu í þeim hópi þjóða, sem býr nú við bezmlífskjöríheimi.Aðrirtúlkatiltækar upplýsingar svo, að íslendingar séu því miður enn að súpa seyðið af óstjóra fyrri ára og standi því ekki j afnfætis þeim þjóðum, sem búa við beztu kjörin. Hvor skoðunin er rétt? Þeir, sem telj a lífskjör okkar íslendinga vera í fremstu röð, styðjast við tölur um lands- framleiðslu á mann. Mynd 1 sýnir landsframleiðsluámannárið 1997 íþeim sex löndum auk íslands, sem Seðla- bankinn birtir upplýsingar um í Hag- tölum mánaðarins til að bera Island saman við önnur lönd. Þarna er ísland fyrir ofan meðallag og feti framar en til að mynda Danmörk. Landsframleiðslan er mæld með svonefndum kaupmáttar- kvarða til að ly fta þeim löndum, þar sem verðlag er lágt, og öfugt. Þessi kaup- máttarleiðrétting færði ísland niður eftir listanum fyrr á árum, þegar verðlag var mjög hátt hér heima miðað við mörg önnur lönd, en svo er ekki lengur, því að samkeppni hefur aukizt og verðlag hér heima því færzt nær verðlagi í útlöndum. Alþjóðabankinn hefur aðeins annan hátt á kaupmáttarleiðréttingunni en OECD. Bankinn styðzt við gengis- viðmiðun yfir þriggja ára bil í stað eins árs í senn til að lyfta þeim löndum, þar sem raungengið fer lækkandi, og öfugt. Þetta er gert vegna þess, að of háu gengi fylgir hætta á gengisfalli, sem myndi draga landið niður eftir listanum. Tölur bankans eru lægri en tölur OECD fyrir öll löndin í hópnum; bankinn metur landsframleiðslu á mann á íslandi árið 1997 til dæmis á 22500 dollara á móti 25449 dollurum samkvæmt tölum OECD. Mestu skiptir þó það, að lands- framleiðsla á mann er ekki góður mælikvarði á lífskjör vegna þess, að þessi kvarði tekur ekki mið af þeirri fyrirhöth, sem býr á bak við framleiðsluna. Nefnarinn í hlutfallinu er ekki réttur. Landsframleiðsla á vinnu- stund gefur betri mynd af framleiðni vinnunnar, þ.e. afköstum, og þá um leið af lífskjörum. Mynd 2 sýnir landsframleiðsíu á vinnu- stund í sömu sjö löndum og áður. Nú hafnar Island í neðsta sæti, því að við þurfum að hafa meira fyrir framleiðslunni: við höfum hærra hlutfall mannfjöldans í vinnu en allir hinir, og vinnuvikan er að jafnaði lengri á í slandi en víðast hvar annars staðar, þótt hún sé að vísu enn lengri í Bandaríkjunum og Japan eftir þessum tölum. Mynd 3 sýnir lands- framleiðslu á vinnustund árið 1997 í öllum OECD-löndum, þar sem tölur eru til um meðallengd vinnuvikunnar. Myndin sýnir, að ísland er í 16. sæti af 21. Allar þær þjóðir, sem við erum vön að bera okkur saman við, eru fyrir ofan okkur á listanum. Nú eru að vísu ýmsir fletir á þessu myndefni. Sumir gleðjast yfir mikilli vinnu og meta kjör sín eftir árangri vinnunnar án tillits til erfiðisins, sem að baki býr. Það er virðingarvert sjónarmið, ef menn líta svo á, að vinnan sé guðs dýrð. Aðrir efast um ágæti mikils vinnuálags, því að það getur bitnað á ýmsum öðrum lífskjaraþáttum, svo sem barnauppeldi og eðlilegu heimilislífi. Langflestir myndu þó taka því fegins hendi að fá að vinna minna fyrir óskert kaup. Einmitt þess vegna er framleiðsla á vinnustund betri lífskjarakvarði en framleiðslaámann.Þaðerkjarnimálsins. Þetta er samt ekki allt. Tölur um meðallengd vinnuvikunnar eða um meðalfjolda vinnustunda á hvern vinnandi mann á ári eru ekki til um Mynd 1. Landsframleiðsla á mann 1997 (Bandarikjadollarar á kaupmáttarkvarða) 5000 10000 15000 20000 25000 30000 35000 Heimlld: OECD. Mynd 2. Landsframleiðsla ú vinnustund 1997 (Bandaríkjadollarar á kaupmáttarkvarða) Noregur Þýzkaland Bandaríkin Danmörk Brotland Japan ísland wm:- '¦¦¦¦'¦ ¦¦¦ -'¦' ¦ ¦ '¦¦¦¦. ¦. -. '."'''': '¦¦'¦':': '¦¦¦¦':¦ ':¦¦ :: ) 10 20 30 40 Heimildir: Alþjóöabankinn og OECD. allmörg OECD-lönd, a.m.k. ekki í gagnasafni OECD. Þess vegna yantar Austurríki, Belgíu, Grikkland, írland, Lúxemborg, Pólland, Tyrkland og Ungverj aland á mynd 3. Við þetta bætist það, að tölurnar eru ekki fyllilega sambærilegarámilli landa, svoaðmyndir 2 og 3 ber því að túlka með varúð. Um Island er það að segja, að ýmsum mun finnast vinnustundafjöldinn, sem íslenzka súlan hvílir á, vera tortryggilega lítill. Samkvæmt tölum OECD vinnur hver starfsmaður á íslandi 1860 smndir á ári, sem þýðir tæplega 36 stunda vinnuviku að jafhaði ámóti 32 stundum í Danmörku til samanburðar. Það er því brýnt, að til dæmis Alþjóðavinnumála- stofnunin í Genf eða OECD í París láta það ekki dragast lengur að safna og dreifa samræmdum og tæmandi tölum um fjölda vinnustunda í aðildar- löndunum. Svo lengi sem slíkar tölur eru ekki til, munu menn halda áfram að velkjast í vafa um framleiðni og lífskjör. (Framhald á næstu siðu) 2Þjóðargersemi íslendinga /^ samkvæmt rannsóknum -í IMD er fólkið sem landið +J byggir. IÞorvaldurGylfason fjallar um mælingar á efhahags- stöðu íslands í samhengi. Bjami Bragi Jónsson hagfræðingur fjallar um viðskiptahallann, hvort hann sé veikleika- eða 4 velsældarmerki en hallinn var þrálátt vandamál um áratugaskeið fyrir efna- hagslíf þjóðarinnar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.