Vísbending


Vísbending - 07.05.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 07.05.1999, Blaðsíða 2
ISBENDING Það er óheppilegt. Ef menn halda, að allt sé í himnalagi í efnahagsmálum, af því að þeir hafa ekki áreiðanlegar upplýs- ingar um grundvallaratriði eins og framleiðni og lífskjör, þá hafa þeir skiljanlega minni hug en ella á þeim umbótum, sem þörf er á til að auka ffamleiðni og bæta lífskjör almennings til langframa. Svo er annað. Tölur um vinnutíma þyrftu helzt að taka tiliit til tímans, sem það tekur að komast í og úr vinnu. Þessi lagfæring myndi líklega lyfta íslandi aðeins á myndum 2 og 3 að öðru jöfnu, því að við búum yfirleitt nær vinnu- stöðum okkar en aðrar þjóðir. Og helzt þyrfti að finna einhverja færa leið til að taka atvinnuleysi með í reikninginn, svo að óviljað atvinnuleysi sé ekki lagt að jöfnu við tómstundir í tölum um landsframleiðslu á vinnustund. Eitt enn að endingu. Þeir, sem horfa á mynd 1 og draga af henni þá ályktun, að lífskjör á Islandi séu í fremstu röð, eru í raun og veru að lýsa þeirri skoðun, að óstjóm fyrri ára hafi ekki bitnað á okkur að öðm leyti en því, að ella hefðum við eftil vill haftþað enn betra. Þessi skoðun vitnar að mínum dómi um ófúllnægjandi skilning á þeim langvinna skaða, sem til Nýlega birti IMD skýrslu sína um samkeppnishæfni þjóða fyrir árið 1999. í sland lyftir sér um tvö sæti frá fyrra ári, úr því 19. í það 17. Vegur íslensku þjóðarinnar hefur verið stöðugt upp á við frá 1996, þegar hún sat í 25. sæti. Viðskiptaumhverfið Hugmyndafræðin á bak við skýrslu IMD er að „lönd keppa með því að veita umhverfi með skilvirkasta skipulagið, stofnanimar og stjómvalds- ákvarðanirnar sem gera fyrirtækjum kleift að geta keppt á árangursríkan hátt“. Samkeppnishæfni landa snýst þá um að búa til sem best viðskiptaumhverfí sem fyrirtæki geta vaxið og dafnað i. Oftast snýst þetta um frelsi, þekkingu og fjármagn. I sjálfu sér er hins vegar frekar slæm hugtakanotkun að tala um samkeppnis- hæfni þjóða eða samkeppnisyfírSurði þjóða eins og hinar ýmsu þjóðir séu í einhverri samkeppni. MIT-hagfræð- ingurinn Paul Kmgman hefúr bent á að alþjóðaviðskipti em ekki ein kaka sem verið sé að berjast um eins og sumir vilja vera láta. Markmið hveijarþjóðarhlýtur að vera betri lífskjör. Bætt lífskjör snúast um að auka framleiðni og afköst. Hagvöxtur verður aðeins til með aukningu framleiðniþátta og endur- skipulagningu þeirra eða með betri hagnýtingu. Kmgman hefúr því bent á að mynda verðbólgan á 8. og 9. áratugnum olli í efnahagslífinu, svo að eitt dæmi sé látið duga. Myndir 2 og 3 gefa að minni hyggju gleggri mynd af ástandinu. Þær minna okkur á það, að mikil verðbólga, óhyggileg fjárfesting og óhófleg skuldasöfnun í útlöndum Þjóðargersemin að það sem verið er að kalla samkeppnishæfni er í rauninni framleiðni og ekkert annað. Hagvöxtur þjóðlanda ræðst af því hvemig þau stjóma og skipuleggja auðlindir sínar til aukinnar framleiðni. Að tala um samkeppnishæfhi í þessu sambandi er ágætt áróðurshjal en dæmt til þess að valda misskilningi. Samanburður landa sýnir ekki samkeppnishæfúi einstakra landa heldur gengur út á að skoða hvar fínnist besta viðskiptaumhverfið. Rannsóknir eins og sú sem IMD- skýrslan byggir á gera samanburð á þjóðum bæði auðveldari og markvissari og hjálpar þjóöum til þess að ákveða hvemig þau eiga að spila úrþeim spilum sem þau hafa á hendi. Hægt er að tala um mótandi samanburð ekki ósvipað og þegar fyrirtæki af ólíkum toga em borin saman (benchmarking) en megin- markmið er þá að reyna að læra af þeim sem eru að ná góðum árangri. Læra hvemig og með hvaða hætti aðrar þjóðir endurskipuleggja og stjóma sínum auðlindum, hvemig aðrar þjóðir em að reyna að bæta lífskjör sín. Mótandi samanburður snýst um að læra af öðmm kerfum, læra af reynslu og árangri annarra. Lært til árangurs Staða íslands í samanburði IMD er ágæt. Enn sem áður er það þó alþjóðavæðing (37. sæti) og fjármál (26. án fúllnægjandi eignamyndunar á móti skerða lífskjör til langs tíma. Fullur skilningur á þessari kjaraskerðingu er forsenda þess, að hægt sé að bæta skaðann til fulls og tryggja öran fr amleiðnivöxt og myndarlegar lífskj ara- bætur á öldinni, sem gengur senn í garð. sæti) sem draga landið niður þegar á heildina er litið. A móti kemur að staða okkarþykirgóð varðandi fólkið (3. sæti) oghagkerfið(5. sæti). Íslanderí 10. sæti hvað varðar innri uppbygginu, 14. sæti með ríkisstjómina, 19. sæti í tækni og vísindum og stjórnunarlega séð eru íslensk fyrirtæki í 21. sæti. Það er að mörgu leyti áhyggjuefni að alþjóðavæðing sé ekki meiri en raun ber vitni, sérstaklega fyrir lítið hagkerfi eins og það íslenska. Rökin fyrir alþjóðaviðskiptum em hagkvæmnisrök þar sem aukin viðskipti auka hag- kvæmni í skjóli sérhæfingar. Frá hagffæðilegum sjónarhóli er megin- tilgangur útflutnings að skapa gjaldeyri til innflutnings. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur hefúr bent á að óbeint, bæði vegna nýsköpunar og skilvirkni sem er afleiðing aukinnar ffamleiðslu, tækifæraleitar og einnig vegna aukins innflutnings á vömm, þjónustu og fjármagni, þá skapar útflutningur nýja þekkingu, hæfni, hugmyndir og tækni í þjóðfélagi. Þetta eruþeirþættir sem gera þjóðargerseminni, fólkinu, kleift að vaxa og dafna, þroskast og þróast. Reynsla, þekking og hugmyndir hafa verið sóttar til útlanda í gegnum tíðina og hafa gjörbylt íslenskum veruleika, skapað nýjar atvinnugreinar rétt eins og Islensk erfðagreining er á góðri leið með að gera. Það er þá sem kraftur þj óðargerseminnar fær að njóta sín og framtíðin verður björt. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.