Vísbending


Vísbending - 14.05.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.05.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 14.maí 1999 19.tölublað 17.árgangur Ríki í ríkinu Nýlega hefur Stöð 2 sýnt þætti um sögu Samvinnuhreyfingarinnar á Islandi. Sagan spannar allt frá stofnun Kaupfélags Þingeyinga 1882 til uppgjörs hreyfmgarinnar við Landsbankann en þá urðu einnig endalok hreyfingarinnar sem viðskipta- risans á Fróni. Enn má þó sjá margt sem minnir á fyrri tíma og enn lifa fyrirtæki, stofnanir og samtök sem voru órjúfanlegur hluti af veldi Samvinnu- hreyfingarinnar. Vaggan Elsta kaupfélag landsins, Kaupfélag Þingeyinga (KÞ), hefur greint frá miklum rekstrarerfíðleikum. Sem viðbragð við þessum rekstrarerfíð- Ieikum hafa KEA og KÞ ákveðið að stofna einkahlutafélögin Kjötiðjuna ehf., i kringum kjötvinnsluna, og MSKÞ ýmislegt til þess að tap fyrirtækisins nálgist hundrað milljónir. Það er augljóst að það hriktir í stoðum KÞ, yöggu Samvinnu- hreyfingarinnar á íslandi, sem náði þó að lifa þrátt fyrir að risavaxið afkvæmi þess næði að nær drekkja sjálfu sér. Það sem eftir lifir er einungis nafnið og símsvari á Akureyri. Sambandið Þetta vekur minninguna um sambandið, SÍS, sem í nær heila öld, allt fram til ársins 1992, var samofín viðskiptasögu landsins. Það var hins vegar ljóst í lok níunda áratugarins að mikið þyrfti að gera til að halda því á lífi. Skuldastaðan nam rúmum 19 milljörðum (fært til verðlagsins í dag) og einungis fáeinar fjárfestingar skiluðu einhverjum arði. Sú helsta þeirra var eign Samband íslenskra samvinnuféiaga tslenskar siáuarafurðir hf. Goðihl. Samskip h Islenskur skinnaiðnaður hf. Miktigarður hf. Kjötumboðiðhf. Bíiheímar/IH hf. Skinnaiðnaður hf. ehf. (Mjólkursamlag Kaupfélags Þing- eyinga), í kringum mjólkurvinnsluna. Flestir líta á þetta sem fyrsta skref í sameiningu þessara rekstrarþátta kaup- félaganna tveggja. Bæði KEA og Kaup- félag Árnesinga standa einnig í mikilli endurskipulagningu um þessar mundir. KÞ hefur aukið veltu sína á undanförnum árum en að sama skapi hefur afkoma fyrirtækisins versnað. Tapið nam 30 milljónum árið 1997 og bendir allt til þess að afkoma þess hafi verið mun verri á síðasta ári, þvert á væntingar. Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 11% 1997 og síðustu fimm ár hefur arðsemin verið mest 4% árið 1994. Þá hafa hlutdeildarfyrirtæki Kaupfélagsins gengið brösuglega. Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. tapaði 80 milljónum á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins. Harðviðarvinnslan (og nýsköpunarverkefnið) Aldin hf. hefur ekki staðið undir væntingum og bendir Sambandsins í Olíufélaginu sem skilaði um 10% ávöxtun. Um áramótin '90-'91 varákveðið að skipta Sambandinu upp í sex sjálfstæð hlutafélög. Ferill þeirra hefur verið misjafn. Skipadeildin varð Samskip hf. sem í dag gengur vel og skilaði á síðasta ári hagnaði sem nemur 154 milljónum. Sjávarafurðadeildin, sem varð íslenskar sjávarafurðir hf, hefur gengið afleitlega á síðustu árum, allt frá Kamtsjatka- ævintýrinu, og var halli fyrirtækisins af reglulegri starfsemi fyrir skatta tæplega milljarðurásiðastaári. Verslunardeildin varð Mikligarður sem sameinaður var KRON og fór fljótlega á hausinn eftir að hafa tapað um 5,6 milljörðum á tíu ára tímabili frá 1982-1992. Úr Búvöru- deildinni varð fyrirtækið Goði hf. stofnað, sem síðar varð Kjötumboðið árið 1993. Rétt fyrir síðustu áramót keypti Kaupfélag Þingeyinga 44% hlut Landsbankans í Kjötumboðinu og er þar með stærsti hluthafi þess. Af forráðamönnum Kjötumboðsins er reksturinn sagður „í jafhvægi". Islenskur skinnaiðnaður hf. tók við allri starfsemi Skinnadeildar Sam- bandsins. Fyrirtækið leið síðan undir lok árið 1993 og við tók Skinnaiðnaður hf. sem sýndi tæplega 85 milljón króna tap af reglulegri starfsemi í síðasta sex mánaða uppgjöri. Úr þeirri deild sem sá um innflutning á bílum, búvélum, raftækjum og rafeindabúnaði, sem og fóðurvöru, varð til Jötunn hf. Um áramótin '92-'93 var fyrirtækið Jötunn hf. yfírtekið, bíladeildin af Bílheimum hf. og önnur starfsemi af Ingvari Helgasyni hf. en þau eru i eigu sömu aðila. Bæði fyrirtækin sýndu góða afkomu árið 1997. Bílheimar hf. skiluðu 65 milljóna hagnaði og Ingvar Helgason hf. 98 milljónahagnaði. Árið 1998 hefur að öllum likindum verið þeim enn hagstæðara. Fyrirtækisrekstur? Sambandið dó drottni sínum sem virkur þátttakandi í atvinnulífinu í byrjun þessa áratugar. Fyrirtæki sem eiga rætur sínar í Sambandinu ganga misjafnlega. Að Verslunardeildinni undanskilinni lifír eitthvað af þessum fyrirtækjum áfram (þó stundum aðeins sem vörumerki og umboð). Nýir eigendur hafa tekið við og í sumum tilfellum náð að endurskipuleggja reksturinn í takt við auknar kröfur markaðarins. Samvinnuhugmynda- fræðin í þessum fyrirtækjum er ekki lengur fyrir hendi heldur er það arðsemiskrafan sem ræður rekstrar- ákvörðunum. Ef Kaupfélag Þingeyinga ætlar sér líf og farsæla framtíð þá verður það líka að snúa við blaðinu og aðlaga reksturinn samtímanum. Sagan hefur kennt okkur að það er vandrataður vegur á milli fyrirtækjareksturs og félags- stofnunar. Það gengur ekki lengur að hafa puttana í öllu sem gerist í sveitarfélaginu, að reka ríki í ríki, ef reka skal fyrirtæki. 1 Kaupfélag Þingeyinga, sem var vagga Sam- bandsins, hefur sagt frá erfiðleikum fyrirtækisins. 2 Stefnumótun á sér nokkrar myndir. Fyrirtækið Oticon breytti sér með því að hugsa það óhugsanlega. 3 Prófessor Þorvaldur Gylfason fjallar um til hvers þjóðir þurfa að eiga gjaldeyrissjóð og hversu 4 mikill forðinn þarf að vera. Hann ber saman endingar- tima gjaldeyrisforða sautján Evrópulanda.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.