Vísbending


Vísbending - 14.05.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 14.05.1999, Blaðsíða 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) Bretar eiga hins vegar (eins og við íslendingar) gjaldeyrisvarasjóð, sem dugir fyrir innflutningi í aðeins sex vikur. Þetta er samt ekki alvarlegt vandamál í Bretlandi, því að gengi pundsins flýtur, auk þess sem aðild Breta að Evrópusambandinu tryggir þeim greiðan aðgang að sameiginlegum sjóðum Sambandsins, ef í harðbakka slær, þóttekkijafngildisáaðganguraðild að Myntbandalaginu. Enda virðist nú ýmislegt benda til þess, að Bretar ætli sér inn í Myntbandalagið innan tíðar. Seðlabanki íslands á að vísu samningsbundinn aðgang að fyrirvara- lausri og umtalsverðri lánafyrirgreiðslu erlendis frá, ef á þarf að halda, en sá aðgangur jafnast þó að sjálfsögðu ekki á við öryggið, sem myndi fylgja aðild að Myntbandalaginu. Öll hin löndin á myndinni eru bæði í Evrópusambandinu og Mynt- bandalaginu og bíða þess nú að taka upp evruna í staðinn fyrir eigin gjaldmiðla. Þörf þeirra fyrir erlendan gjaldeyri er því minni en þörf hinna og annars eðlis. Takið þó eftir því, að Portúgalar og Spánverjar eiga gjaldeyrissjóði, sem duga þeim fyrir innflutningi í sex mánuði eða þar um bil. Þeir eru á útjaðri Evrópu, og þeim virðist þykj a allur varinn góður. Belgar eru eina þjóðin, sem á minni gjaldeyrisforða í seðlabanka sínum en við Islendingar og Bretar. Byggjumupp Hver er niðurstaðan? Gjaldeyrisforði Seðlabankans er of lítill. Það þarf að byggja hann upp í samræmi við þá stefnu stjómvalda að halda genginu stöðugu, svo að fullt innbyrðis samræmi sé í efiiahagsstefnunni. Innflutningur á vörum og þjónustu hingað heim nam 227 milljörðum króna í fyrra, 1998. Gjaldeyrisforði Seðlabankans þyrfti því helzt að vera um 100 milljarðar króna við núverandi aðstæður, eða 50-60 millj arðar í minnsta lagi, en ekki rösklega 30 milljarðar eins og nú. Þeir, sem telja, að gengi krónunnar sé of hátt skráð eins og löngum fyrr, og þarfnist því lagfæringar, geta á hinn bóginn horft vongóðir á veika gjaldeyrisstöðu, því að hún dregur úr líkum þess, að gengið haldist óbreytt lengi enn, sérstaklega í ljósi þess, hve hallinn á viðskiptum við útlönd hefúr verið mikill að undanfomu. Enda stefna erlendar skuldir þjóðarbúsins í sögulegt hámark miðað við landsframleiðslu í árslok 1999, ef svo fer sem horfir. Þá ríður mjög á því, að stjómvöld grípi til öflugra aðhaldsaðgerða og uppskurðar til að halda innlendu verðlagi í skefjum. Það er ekkert náttúrulögmál, að rétt gengisskráning — það er gengis- skráning, sem samrýmist varanlegu jafnvægi í viðskiptum við útlönd og örum vexti útflutnings — sé ómöguleg án verðbólgu. Rök og margföld reynsla utan úr heimi bera vitni. Aðrir sálmar i (Framhald af síðu 2) 4. Samskiplamátinn hefur breyst frá minnisblöðum (pappír eða tölvupóstur) í óformleg samtöl. Lágmarkssamskipti af formlegum toga eru rafræn. Póstur sem kemur inn í fyrirtækið er skannaður á tölvuform en póstinum sjálfum er eytt. Öll fax-samskipti eru rafræn. Þekkingarfyrirtækið Arangur fyrirtækisins hefúr ekki látið á sér standa. Veltan hefur aukist úr 450 milljónum danskra króna í 1.613 milljónir. Hagnaðurinn hefur aukist úr 18 milljónum í rúmlega 200 milljónir danskra króna. Árið 1995 kynnti Oticon stafrænt heyrnartæki sem hefúr farið sigurför um heiminn og er nú selt í yfir 100 löndum. Þetta er fyrirtæki sem var gjörsamlega staðnað undir lok síðasta áratugar og bjó þá til heyrnartæki sem voru bæði óþægileg og óhagkvæm. Nú er það ffemsta fyrirtækið á markaðinum. Þessi stefnumótunarbreyting sein sneri rekstri Oticon við, beindist fyrst og ffemst að því að uppræta sóun og ýta undir nýsköpun, að hafa viðskipta- vininn í öndvegi. „Spaghettí-fyrir- komulag" á ekki við öll fyrirtæki en mörg fyrirtæki á íslandi gætu lært margt af þessu stórskemmtilega og árangursríka iýrirtæki. Oticon brey ttist úr framleiðslu- fyrirtæki í þekkingarfyrirtæki og þau umskipti gerðust með einföldum hætti eða eins og Kolind segir: „[.. .jumskipti verða ekki að veruleika með því að skrifa minnisblöð, árangursrík umskipti verða þegar tveir eða fleiri einstaklingar koma saman, fá innblástur, skemmta sér og hugsa það óhugsanlega." Heimildir: Managing the Unmanageable for a Decade e. M. Morsing (1998), The Strategy Concept I e. H. Mintzberg (1987) Vinsælt er að kynna og hanna vörur með kynþokka og kvenlega mýkt að leiðarljósi. Stjórn breska neðan- jarðarlestakerflsins hefur tekið upp á því að láta silkimjúka rödd Marilyn Monroe sjá urn allar tilkynningar til vegfarenda, þeiin til yndirsauka. Einnig hefur bandaríska fyrirtækið Intimate Brands lífgað upp á ársreikning sinn með limafögrum konum sem léttklæðast Victoria's Secret nærfatnaði, sem er eitt vörumerki fyrirtækisins, lesendum væntanlega til mikillar gleði. Sigurvegari kosninganna Allir reyna að sjá eitthvað jákvætt við kosningaúrslitin. Steingrímur J. Sigfússon hefur náð rniklu af fyrra fylgi Alþýðubandalagsins og nokkru af Framsóknarmönnum úti um land. Þó nokkur hluti kjósenda vill enn ómengaðan sósíalisma af gamla skólanum. Samfylkingin tefldi fram Jóhönnu Sigurðardóttur í efsta sæti í Reykjavík og hún endurtók leikinn ífá því 1995 þegar hún tapaði rniklu fylgi Þjóðvaka í kosningabaráttunni. Jóhanna er líkt og Steingrímur föst í fortíðinni og henni tókst að tefja ýmis framfaramál þegar hún var í ríkisstjóm. Hins vegar var hugmyndin á bak við Sam- fylkinguna á sínum tíma sú að skapa krataflokk með frjálslyndu yfírbragði en með Jóhönnu á oddinum var sú tilraun dauðadæmd. Kosningakerfið varð fyrir enn einu áfallinu með því að nokkur hundruð Vestfirðingar komu manni á þing meðan að þúsundir Reykvíkinga hefðu ekki náð slíkum árangri. Sem betur fer munu ný kosningalög minnka líkur á slíkum slysunt en nteð þeim dregur mjög úr vægi þingmanna fámennustu byggðarlaganna sem löngum héldu jrjóðfélaginu í gíslingu. Framsóknar- menn rnunu í stjórnarmyndunar- viðræðunt leggja mikla áherslu á að halda iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti vegna þess að enn sé langt í land að fyrirtæki tengd flokknum hafi náð sér á slrik. Nauðsynlegt sé að samvinnu- sjónannið ráði áfram í bankamálum. Flokkurinn leitar að skýringu á fy lgistapi en áttar sig á því að gamaldags sérhagsmunasjónarmið sem m.a. hafa birst í stjórn llokksins á bankamálum eiga ekki upp á pallborðið í þéttbýlinu. Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna líkt og allra annarra Alþingiskosninga frá stofnun flokksins árið 1929 því hann fær flest atkvæði. Auk þess bætir hann við sig fylgi frá síðustu kosningunt og eykur þingstyrk sinn. Nú reynir á hvoH hann kann að nýta sér sigurinn til þess að auka enn frelsi og jafnrétti eins og úrslitin gefa tilefni til. Steingrímur .1. átti kollgátuna þegar hann sagði: „Niðurstaðan er heilbrigðisvottorð fyrir lýðræðið í landinu og dóntgreind kjósenda." v_____________________________________. ÁRitstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri _ög' ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Slmi: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.