Vísbending


Vísbending - 21.05.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 21.05.1999, Blaðsíða 2
ÍSBENDING Mynd 4. Gengi hlutabréfa bankanna nýti sér aukna eftirspum eftir fjármagni og ýti undir hana. í góðæri er þetta ekkert vandamál. Vandamálin geta hins vegar komið upp ef samdráttur gerir vart við sig og spár fyrirtækja og einstaklinga um greiðslugetu standast ekki. Þá fyrst fer aukin áhætta, sem bankar hafa lagt upp í, með því að slaka á kröfum um lánshæfi, að svíða. Hækkandi vextir Bandaríski seðlabankinn hefur ákveðið að geyma vaxtahækkun eitthvað fram eftir ári en bandaríska hagkerfið stendur framrni fyrir svipuðum þensluvandamálum og það íslenska. Verðbólga fer hækkandi, spá Seðla- banka Islands hefur nú nýlega verið hækkuð upp í 3% og ef aðhalds verður ekki gætt gæti þessi tala hæglega hækkað. Ekkert lát er á neyslu og fjárfestingum og mikil ólga er á vinnumarkaði. Atvinnuleysi hefur verið lítið og vinnulaun eru lág hér á landi þannig að búast má við að þrýstingur á hærri laun verði mikill. Kjaradómurhefur þegar gefið tóninn sem verkalýðs- forustan mun syngja með. Davíð Oddson forsætisráðherra sá ástæðu til þess að stíga fram og kveða verðbólgudrauginn niður og sagði að í áframhaldandi ríkisstj ómarsamstarfi mundi hann beita sér fyrir sparnaði. OECD leggur áherslu á aðhald í bankakerfinu í nýlegri skýrslu sinni og Þjóðhagsstofnun er sama sinnis. Allt stefnir því í að vextir muni hækka á árinu til þess að draga úr útlánum banka- kerfisins og þenslunni. r Islandsbanki r Islandsbanki var stofnaður árið 1989 og fyrsta starfsárið var árið 1990. Bankinn varð til við sameiningu Útvegsbanka íslands hf., Verzlunar- banka íslands hf., Iðnaðarbankans hf. og Alþýðubankans. Dótturfyrirtæki íslandsbanka eru Glitnir hf, Verðbréfa- markaður Islandsbanka hf. og Verð- bréfasjóðir VÍB hf. Hagnaður ársins 1998 var (m.v. samstæðureikningsskil Islandsbanka hf.,Glitnishf. ogVÍBhf.) 1.415 milljónir (tap frá fyrri árum var fúllnýtt til skatta- afsláttar) sem er 33% aukning frá fyrra ári. Hreinar vaxtatekjurem3.561 milljón króna og aðrar rekstrartekjur 2.845 milljónir (þar af hreinar þjónustutekjur 1.577 millj ónir). Arðsemi eigin fj ár á árinu 1998 var23%enhúnvar 19% árið 1997. Landsbankinn andsbanki íslands var stofnaður árið 1886 og árið 1997 var honum breytt í hlutafélag sem tók við starfsemi bankans í byrjun árs 1998. Nýr bankastjóri tók við af þremur fráfarandi bankastjórum í apríl árið 1998. Dótturfyrirtæki bankans eru Ilömlur hf., Landsbréf hf. (fyrirtækja-og stofnana- starfsemi Landsbréfa hf. var sameinuð starfsemi Landsbankans í byrjun árs 1998) og Landsbanki Capital Inter- national Limited. Hagnaður ársins 1998 var (m.v. samstæðureikningsskil) 911 milljónir króna sem er 179% aukning frá fyrra ári. Hreinar vaxtatekjur voru 4.477 milljónir og aðrar rekstrartekjur 2.968 milljónir (þar af hreinar þóknunartekjur 1.927 milljónir). Arðsemi eigin fjár var 13% 1998 en 5% árið á undan. Búnaðarbankinn únaðarbanki Islands hóf starfsemi sína árið 1930.1 upphafi siðasta árs breytti bankinn um rekstrarform og hefúr síðan verið rekinn sem hlutaiélag. Dótturfyrirtæki bankans eru Rekstrar- félag Verðbréfasjóðs B.I. og Urður ehf. Hagnaður ársins 1998 var (m.v. samstæðureikningsskil) 649 milljónir króna sem er 373% aukning frá fyrra ári. Hreinar vaxtatekjur voru 2.909 milljónir og aðrar rekstrartekjur 2.030 milljónir (þar af hreinar þóknunartekjur 1.140 milljónir). Arðsemi eigin fjár var 10,5% en var 3% árið á undan. Sparisjóðimir Aíslandi eru 26 sparisjóðir. Fyrir tólf irum stofnuðu sparisjóðirnir sérstakan viðskiptabanka, Sparisjóða- banka Islands, sem er fjórði viðskipta- banki landsins. Sameiginlega reka sparisjóðimir, auk Sparisjóðabankans, Kaupþing hf, SP-Fjármögnun hf. Alþjóða líftryggingarfélagið hf., og Scandinavian Holding S.A. Hagnaður Sparisjóðabankans var 111 milljónir króna á síðasta ári en sparisjóðimir skiluðu á sama tíma 676 milljónum í hagnað. Hreinar vaxtatekjur Sparisjóðabankans voru 281 milljón króna en sparisjóðanna 3.447 milljónir og aðrar rekstrartekjur 1.931 milljón. Arðsemi eigin ijár Sparisjóðabankans var 7,9% og sparisjóðanna 9%. FBA járfestingarbanki atvinnulífsins varð til á haustmánuðum 1997 en hóf formlega starfsemi í byrjun árs 1998. Bankinn varð til úr fjárfestingarlána- sjóðum atvinnuveganna, þ.e. Fiskveiði- sjóðs Islands, Iðnlánasjóðs, Iðn- þróunarsjóðs og Útflutningslánasjóðs. Hagnaður ársins 1998 var 734 m i 1 lj ónir króna. Hreinar vaxtatekjur vom 1.049 milljónir og aðrar rekstrartekjur 567 milljónir, þar af var gengishagnaður 441 milljón og hreinar þjónustutekjur 101 milljón. Arðsemi eigin fjár var 9,1 %. Nýjungar í bankaþjónustu Auknar kröfur markaðarins, aukin tækni og breytt hugarfar hafa ýtt undir breytingar og munu ýta enn frekar undir breytingar á komandi árum, hugsanlega miklu meiri breytingar en á undanförnum árum ef eitthvað er að marka framtíðarsýn tölvugeirans með Bill Gates í fararbroddi, en hann talaði um fyrir nokkrum árum að bankar væru „risaeðlur" samtímans, eða netveruleika Davids Friedmans sem hélt fýrirlestur í Reykjavik á dögunum. Nýjungar í bankakerfinu hafa ekki látið á sér standa. Snjallkort, veltikort, rafbuddur, snertibankar og heima- bankar eru dæmi um þá grósku sem á sér stað í bankakerfinu. Húsnæðislána- kerfið og fjárfestingarsjóðir eru smám saman að verða hluti af bankakerfinu. Það sem hefur verið að gerast um allan heim í bankakerfinu er að munur innláns- og útlánsvaxta hefur verið að minnka þannig að smám saman hefur áhersla á sölu upplýsinga og þjónustu orðið stærri hluti af rekstri banka- stofnana. Þetta mun aukast og hinn hefðbundni banki mun breytast úr lánastofnun í þjónustu- og þekkingar- fyrirtæki sem fær tekjur af upplýsinguin og ráðgjöf og verður traustur milliliður í viðskiptum. Fjármagnsheimurinn verður án landamæra sem þýðir að samkeppnin verður háð á alþjóðlegum grundvelli. Það er því ljóst að búast má við miklum breytingum á bankaþjónustu á komandi árum og fá lyrirtæki munu þurfa að tifa i takt við tilveruna af jafnmikilli nákvæmni, og bankar framtíðarinnar. Heimildir: Arsreikningar og VÍB 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.