Vísbending


Vísbending - 28.05.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 28.05.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 28. maí 1999 21.tölublað 17.árgangur r Utflutningstekjur Mynd 1. Vöruútflutningur sem hlutfall af VLF á Islandi frá 1901 - 1998 (%) 60,0 50,0 t- CO ¦>— CO -i— CD t— CO ¦>— CD -t— CD -i— CDt-CDt— CD t— CO oo-i-i-c\i<Mcoco-<í'<tLnLocDCDr^r-~cx3ooo5a5 010)030)050)0505^750505010)0503020)050505 Islendingar hafa um langa tíð selt stóran hluta af framleiðslu landsins á erlenda markaði. Árið 1997 var hlutfall útflutnings af vergri lands- framleiðslu (VLF) 36,2% hér á landi í samanburði við 36% í Danmörku, 28,4% í Bretlandi og 11,9% í Bandaríkjunum. Oft hefur þetta hlutfall þó verið hærra en það hefur verið síðustu ár (sjá mynd 1), sérstaklega fyrri hluta aldarinnar. Teljast verður eðlilegt að minni hagkerfi reyni að bæta upp smæðina með auknum erlendum viðskiptum. Hjá smáum hagkerfum eins og í Belgíu og írlandi er vöru- og þjónustuútflutningur tveir þriðju hlutar af VLF þessara þjóða. I Danmörku og Svíþjóð er hann þriðjungur af VLF. r Utflutningur Asíðasta ári nam útflutningur fimm stærstu útflytjenda landsins næstum helmingi af öllum útflutningi frá landinu (49,4%). Þessi fimm fyrirtæki eru Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Islenska álfélagið hf., Islenskar sjávarafurðirhf., Sölusambandíslenskra fiskframleiðenda og SR-mjöl hf. Fluttu þau út sem nemur 67.432 milljónum króna árið 1998. Þetta er hlutfallsleg aukning hjá þessum fimm fyrirtækjum um 1,2% af heildarvöruútflutningi frá árinu 1997. Á milli áranna jókst vöruútflutningur um 4,1%, úr 131.213 miHjónumí 136.598 milljónir. Hlutfallsleg skipting Engan þarf að undra að hlutur sjávarafurða hefur verið ráðandi í heildarvöruútflutningi þjóðarinnar allt frá því að elstu menn muna. Hlutur sjávarafurða hefur verið rokkandi milli 70 og 80% síðan í upphafí þessa áratugar. A sama tíma hefur hlutur iðnaðarframleiðslu í útflutningi verið á bilinu 17 - 23% og landbúnaðarafurða 1,4 - 2%. Aðrar vörur hafa verið á bilinu 0,9 - 5,1% útflutnings. Hlutur sjávarafurða í heildarvöru- útflutningi árið 1998 var 72,7%. Hlutur botnsfiskafla jókst í heildarvöru- útflutningi ámilli ára, úr42,3% árið 1997 (Framhald á siðu 4) Mynd 2. Skipting gjaldeyrisíekna á Islandi árið 1998 (milljónir krána) (%) Mynd 3. Hlutfall vöru- og þjónustuútflutnings af VLF á íslandi frá 1992 - 1999 (%) Sjávarafurðir 99.280 48,5% Landbúnaðarafurðir 1.967 1,0% Iðnaðarvörur 31.455 15,4% Aðrar vörur 3.897 1,9% Vöruútflutningur samtals 136.598 66,7% Samgöngur 31.108 15,2% Ferðalög 14.633 7,1% Önnur þjónusta 22.320 10,9% Þjónustuútflutninaur samtals 68.061 33.3% Gialdevristekiur samtals 204.659 100.0% 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1£ 1 Utflutningur frá íslandi jókst á milli ára en er þó hlutfallslega minni en hjá mörgum smáríkjum. 2 Nýlega héldu tveir merkir fræðimenn erindi hér á landi, Anthony Giddens og David Friedman. 3 Alþjóðavæðing er tísku- orð siðustuára. Fyrirtæki leita í auknum mæli á erlenda grundu. Annars 4 vegar er það gulrótin, hins vegar vöndurinn sem togar og ýtir fyrirtækjum í alþjóðavæðingu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.