Vísbending


Vísbending - 28.05.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 28.05.1999, Blaðsíða 3
D ISBENDING Islensk fyrirtæki búa við lítinn markað. Danski markaðurinn, reiknaður í fjölda einstaklinga, er 19 sinnum stærri en sá íslenski og sá franski 215 sinnum stærri. Ef stærð hægkerfisins er miðuð við verga landsframleiðslu (ársins 1996) kemur í ljós að danska hagkerfið er 24 sinnum stærra en það íslenska og það bandaríska rúmlega þúsund sinnum stærra en íslenska hagkerfið. Þetta gefur ágæta mynd af því að íslenskur markaður er dvergvaxinn í samanburði við erlenda markaði og alþjóðamarkaðinn. Einungis það ætti að vera ærið tilefni fyrir íslensk fyrirtæki til að vilja koma vörum sínum og þjónustu á erlenda markaði. r Avintiingurinn Eðlilegur þróunarferill fyrirtækis á litlum markaði hlýtur að vera (ef meginmarkmiðið er vaxtarstefna) annað- hvort að það breikki rekstrargrundvöll sinn, fari út í annars konar starfsemi, eða að það leiti að nýjum mörkuðum fyrir framboð sitt. Avinningurinn er margþættur. Frá viðskiptafræðilegum, eða öllu heldur rekstrarhagfræðilegum, sjónarhóli þá er ávinningur af útflutningi (skv. fræðimönnunum Terpstra og Sarathy): auknir samkeppnisyfirburðir, bætt fjárhagsleg staða, nýting hæfileika (capital utilization) og leiðir til vaxandi tæknistigs fyrirtækis. Mikilvægur ávinningur fyrirtækis er einnig lærdómurinn og reynslan sem fyrirtæki fá við að kljást við nýja hluti og auka framboðið. Lærdómurinn skilarsérbæði í aukinni framleiðni, eins og bandaríski hagfræðingurinn Kenneth Arrow útskýrði með lærdómskúrfunni, og ekki síður nýsköpun. Jack Welch, forstjóri General Electric og einn virtasti forstjóri samtímans, hefur einmitt sagt að alþjóðavæðing gangi fyrst og fremst út á að fá bestu hugsanlegar hugmyndir, alls staðar frá. Af hverju útrás? Þó að alþjóðavæðing sé verðugt markmið þá eru ekki öll fyrirtæki tilbúin í slíkt ævintýri og eru oft alls ekki undirbúin undir hana. Alþjóðavæðing þarf að eiga sér ákveðinn aðdraganda og er ákveðið lærdómsferli. Þetta vekur upp spurningu um hvernig það er tilkomið að fyrirtæki fara í víking. Rannsóknirum afhverju fyrirtæki leggja á nýja markaði í útlöndum byggjast annars vegar á því að fmna þá þætti sem hvetja fyrirtækið til þess og hins vegar á því að rannsaka þær hindranir sem í veginum eru. Hvatning í þessu samhengi er einnig kölluð ástæður, hugboð, eitthvað sem kveikir eða vekur athygli, þ.e. allt sem hefur áhrif á þá ákvörðun fyrirtækis að hefja, þróa eða viðhalda útrás þess. Kveikjan er ýmist ytri þættir eða ástæður inni í fyrirtækinu og þá er annaðhvort eitthvað sem ýtir útrásinni af stað (vöndurinn) eða togar (gulrótin) í fyrirtæki til þess að leggja í hana (sjá mynd 1). Niðurstöður rannsókna r Iyfirlitsrannsókn sem gerð var (af Finnanum Leonidou) á þrjátíu rannsóknum sem náðu yfir hvatann til útrásar var hvötunum raðað eftir hversu þeir voru áberandi (bókstafir staðsetja hvatana á mynd): Það sem þessar rannsóknir benda til er að fyrirtækjum sé að miklu leyti ýtt út í alþjóðavæðingu frekar en að eitthvað togi í þau. Þó toga hagnaðarmöguleikar og ef vöruframboð fyrirtækis þykir einstakt er líklegra að fyrirtæki muni láta slag standa og vaða út í heim. Yfírlits- rannsókn á íslenskum fyrirtækjum sýnir að óumbeðnar pantanir og fyrirspurnir erlendis frá hafa haft hvað mest áhrif á útflutning og útrás íslenskra fyrirtækja. Islensk fyrirtæki virðast þó í auknum mæli vera farin að leita eftir tækifærum á erlendum vettvangi enda hafa auknar upplýsingar og almennt betra alþjóðlegt viðskiptaumhverfi gert það að verkum að sú leit er bæði mun auðveldari og jafnvel fýsilegri en áður (ef ekki nauðsynleg). Mynd 1. Hvötum til útrásar skipt upp eftir uppruna og áhrifum Innra umhverfi Ytra umhverfi bO O H A Markmiðsdrifið Stjórnunarleg þörf Markaðsyfirburðir Hagkvæmni stærðar Einstæðar vörur/þekking B Erlendir markaðir „Change agents" C Dreifa áhættu Lengja sölutímabil (árstíðabundinnar vöru) Umfram framleiðslugeta D Óumbeðin pöntun Lítill heimamarkaður Stöðnun eða minnkandi heimamarkaður 1. Óumbeðnar pantanir (D) 2. Onýtt framleiðslugeta (C) 3. Staðnaður eða minnkandi heima- markaður (D) 4. Hagnaðarmöguleikar (A) 5. Vörur með sérstaka eiginleika (A) 6. Samkeppni á heimamarkaði (C) 7. Vaxtarmöguleikar (A) 8. Óskir um að minnka áherslu á heimamarkað (A) 9. Abendingar frá miðlurum eða öðrum fyrirtækjum (B) 10. Betri tækifæri á erlendum mörkuðum i augsýn (B) 11. Stjórnunarleg þörf (A) Hindranir Leiðin til alþjóðavæðingar er þó ekki bara beinn og greiður vegur. Margar hindranir eru í veginum og ólíkar eftir tegundum fyrirtækja, stærð þeirra og reynslu. Hindranir geta verið ýmiss konar viðhorf, skipulagsleg, stjórnunarleg eða af skyldum ástæðum, allt það sem kemur í veg fyrir útrás fyrirtækisins. Þær er að finna á öllum stigum alþjóðavæðingar en breytast kerfisbundið eftir því hversu mikil áhersla er lögð á erlenda markaði. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru að (Framhald á síðu 4)

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.