Vísbending


Vísbending - 28.05.1999, Side 4

Vísbending - 28.05.1999, Side 4
ISBENDING (Framhald af síðu 3) velta fyrir sér útrás eiga erfítt með að fá viðeigandi upplýsingar um erlend markaðstækifæri en fyrirtæki sem nýlega hafa hafið útflutning eiga aftur á móti erfitt með að skilja hvemig alþjóða- viðskipti virka, hvað varðar greiðslur á milli landa, skriffmnsku og kaup á upplýsingum erlendis frá o.s.frv. Eftir því sem fyrirtæki verða alþjóðlegri, þ.e. með aukinni reynslu og þekkingu, snúast erfiðleikamir um að skilj a erlenda viðskiptahætti, svara ólíkum vöru- og viðskiptastöðlum og koma skipulagi á greiðslufyrirkomulag við viðskiptavini. Þröngsýni Stærsta hindmnin í upphaflegu alþjóðvæðingarferli er fyrst og fremst þröngsýni þeirra sem eru í forsvari fyrir fyrirtæki. Ahugaleysi og þekkingarleysi þeirra og jafnvel hræðsla við útlönd er stundum það eina sem stendur í vegi fyrir að fyrirtæki reyni fyrir sér á erlendum vettvangi. Með aukinni menntun stjórnenda og fyrir tilstilli atvinnustjórnenda hefur þetta breyst hér á landi þó að enn sé langt í land. Þá má ekki gleyma því að fyrst nú, þennan síðasta áratug aldarinnar, er viðskiptaumhverfíð ekki hreinlega fjandsamlegt uppbyggingu íslenskra fyrirtækja. Asnaskapur Þegar talað er um vöndinn og gulrótina þá birtist óvart myndin af asnanum sem er annaðhvort fenginn til þess að hreyfa sig með því að slá hann hressilega í afturendann eða með því að festa gulrót við enda á spýtu sem haldið er fyrir framan við trýnið á honum. Fyrirtæki má þó ekki haga sér eins og asni. Það má hvorki láta ýta sér út í eitthvað sem það er ekki tilbúið til að axla né að láta teyma sig í blindni út í óvissuna einungis vegna þess að ávinningurinn virðist vera beint fyrir framan nefíð á því. Fyrirtæki verður að leitast við að skapa sína eigin framtíð, með þraut- seigju að leiðarljósi, eyða fordómunum og leita tækifæranna. Framtíð fyrirtækja getur ekki verið óháð þeirri alþjóða- væðingu sem á sér stað og þess vegna er sennilega mesti asnaskapurinn að sitja auðum höndum á meðan aðrir vaxa og dafna. Heimildir: The Export Developement process e. Leonidas C. Leondidou og Constantine S. Katsikeas, Virksomhedens strategiske udviklingsretningar i et internationalt perspektiv e. Jesper Strandskov. Aðrir sálmar (Framhald af síðu 1) í 46,8% árið 1998. Hlutur landbúnaðar- vara minnkaði úr 1,6% í 1,44% en hlutur iðnaðarvara jókst úr 21,9% í 23% af heildarvöruútflutningi og nam verðmæti iðnaðarútflutnings tæplega 31,5 milljörðum króna á síðasta ári. Gjaldeyristekjur Utflutt þjónusta jókst um 13,9% á milli ára, úr 59,7 milljörðum króna í 68,1 milljarð árið 1998. Sem hlutfall af heildarútflutningi vöru og þjónustu er hlutfall þjónustu nú orðið 33,3% en var 31,3% árið 1997. Þjónustuútflutningur skapaði því þriðjunginn af gjaldeyris- tekjunum árið 1998. Gjaldeyristekjur landsins námu tæplega 205 milljörðum króna árið 1998. Árið 1997 var hlutur sjávarútvegs í heildargjaldeyrisöfíun þjóðarinnar í fyrsta skipti minni en 50% og árið 1998 var hann 48,5% hennar. Lokað hagkerfi r Isamanburði við önnur lítil hagkerfi eins og á írlandi, Belgíu og Singapúr þá er útflutningur frá Islandi mjög lítill. Hjá þessum þjóðum nemur útflutningurmeiraen 50% afVLF. í hinni árlegu könnun IMD um samanburð á viðskiptaumhverfí landa lendir Island i 37. sæti hvað varðar alþjóðavæðingu og er það einmitt það sem helst þyrfti að færa til betri vegar. í nýlegri rannsókn sem Þorvaldur Gylfason hefur gert kemur fram að þegarhagkerfi eru skoðuð út frá því hversu opin þau eru, með tilliti til hlutfalls útflutnings afVLF miðað við fólksfjölda, kemur i ljós að ísland lendir í 139. sæti (álistayfir 159 löndjogerþar á eftir þróunarlöndum eins og Síerra Leóne, Perú, Argentínu og Bólivíu. Á sama lista er írland í 12. sæti, Belgía í því sjötta og Singapúr í því fyrsta. Heimildir: Hagstofa Islands, hagfræðisvið Seðlabanka Islands, ritgerð eftir Þorvald Gylfason fyrir World Developement 1999 Vísbendingin Nýlegar rannsóknir á GSM-símum benda til þess að slík tæki geti leitt til alls kyns kvilla, jafnvel heilaæxlis. Ef þetta er rétt, þá eru það hvorki góðar fréttir fyrir símafyrirtæki sem hafa selt slík tæki né fýrir notendur. Þetta minnir á bóndann sem var að selja epli undir stóru skilti sem á stóð „Epli frá Chem- obyl“. „Þú hlýtur að vera brjálaður," sagði vegfarandi við bóndann „enginn kaupir epli frá Chernobyl." „Víst gerir fólk það,“ sagði bóndinn „sumir fyrir tengdamóður sína, aðrir fyrir konuna." Égámigsjálft Asíðustu dögum hafa birst fréttir sem einhvem tíma hefðu vakið mikla athygli. Baugur keypti 10-11 og menn yppa öxlum og spyrja hvort það hafí ekki í raun verið löngu skeð, þótt það hafi ekki gerst með formlegum hætti fyrr en nú. Einstaklingur, sem hefur með hugviti og dugnaði byggt upp verslanakeðju á skömmum tíma, selur til stórfyrirtækis. Baugur er að vísu undir stjóm tveggja einstaklinga sem ráða um 45% hlutafjár, en hefur þó tapað ímynd einkafyrirtækisins sent bæði Hagkaup og Bónus höfðu. Hagsmunir eigenda og fyrirtækja rákust aldrei á. Menn voru sífellt að hætta eigin fé en ekki fj ámiunum fyrirtækja eða sjóða. SH seldi öll sín hlutabréf í óskyldum fyrirtækjum á einu bretti. Stjómendur SH segja að nú muni fyrirtækið ekki lengur binda fjármuni í því að tryggja sér viðskipti heldur verða að standa sig vel á markaðinum. Á sama tíma hafa mörg frystihúsin verið að selja sinn hluta í fyrirtækinu. ÍS-blokkin hefur orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru að undanfornu, en þar var farin sú leið að kaupa viðskipti með hlutabréfakaupum. Nú virðast peningar tapast bæði á viðskiptunum og hlutabréfunum. Margir hafa leitað skýringa á vanda Sambandsins og kaupfélaganna í því að þar hafi menn farið með annarra fé. En stórfyrirtæki, fjárfestingasjóðir og lífeyrissjóðir eiga við sama vanda að etja. Mikla peninga sem aðrir eiga að stærstum hluta. Nýútskrifaðir viðskiptafræðingar sitja með sveittan skallann að fmna fyrirtæki til þess að sameina undir stjórn sjóðanna. Svo halda þeir áfram í MBA nám. Er trúlegt að slík fyrirtæki verði heilbrigð til lengdar? Til skamms tíma kann að vera hægt að flytja slík fyrirtæki úr einum sjóði í annan en það gengur ekki endalaust. Hér skal það fullyrt að innan fimm ára rnuni stóráfall ríða yfír verðbréfa- fyrirtækja-, lífeyrissjóða- og banka- kerfíð. Stjómendur þeirra eru að sýsla með annarra fé og verða ópersónulegir eigendur sem hafa fjarlægst fyrirtækin. Það kemur enginn Jón í Nóatúni úr verðbréfasjóði. ÁRitstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri og' ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.