Vísbending


Vísbending - 04.06.1999, Síða 1

Vísbending - 04.06.1999, Síða 1
Eftir löng og ströng fundarhöld um áframhaldandi stjórnarsamstarf hafaríkisstjómarflokkamir, Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokkur, ákveðið að halda samstarfmu áfram um sömu málefni. Ef hugmyndin er að ná betri einkunn og árangri í þetta sinn á því prófi sem í stefnuyfirlýsingu stjómarinnar felst, verða menn að taka sig á. Niðurstaða fundarhaldanna virðist hafa verið sú að það er ekki nauðsynlegt að breyta prófínu - bara svörunum. í fremstu röð Yfirskrift nýs stjómarsáttmála er „í fremstu röð á nýrri öld“. Áherslu- atriðin em í meginatriðum þau sömu og í þeim síðasta: 1) Áhersla er lögð á samheldni (og eindrægni) þjóðarinnar, samvinnu vinnuveitenda og launþega, dreifbýlis og þéttbýlis. 2) Efnahagslegur stöðugleiki ogjafnvægi í ríkisfjármálum eiga að ríkja. 3) Framtak einstaklinga verður virkjað. 4) Vegur menntunar og rannsókna verður aukinn. 5) Erlend markaðssókn íslenskra fyrirtækja og fjárfestingar erlendra aðila á Islandi eru settar ofarlega á blað. 6) Stjórnin vill nýta upplýsingatæknina. Ný áhersluatriði em þó sett fram, t.d. sparnaður, ákveðnari tök á einka- væðingu en áður, breytt skattkerfí, að vinna að sátt um fiskveiðistjórnunar- kerfið og breytt skipulag orkumála. Þá er lögð áhersla á að reka ríkissjóð með umtalsverðum afgangi. Mikilvægast er að ríkisstjórnin beiti sér fyrir áframhaldandi stöðugleika og má sjá að yfirleitt er settur fyrirvari á útgjaldaáætlanir stefnuyfirlýsingar- innar. Verðbólga mun verða helsti óvinur þjóðarinnar á komandi missemm sem nauðsynlegt er að stemma stigu við. Verðbólgudraugurinn virðist með auknum mætti vera farinn að gera vart við sig um þessar mundir. Stöðugt verðlag er forsenda fyrir auknum hagvexti. Þjóðhagslegan spamað verður þess vegna að auka og slá á þenslu. Það er líklegt til að styrkja efnahagsstjórnina að færa Seðla- bankann undir forsætisráðherra en ekki er víst að byggðamálum sé betur borgið utan hans ráðuneytis. Einkavæðing Stefnuyfirlýsingin felur í sér ákveðnari vilja til að einkavæða ríkisfyrirtæki en áður. Sérstaklega em bankamir nefndir en eitthvert ósætti virðist ríkja með sölu Landssímans. Framsóknarflokkurinn virðist þar standa í veginum, sem þýðir að Landssíminn verður sennilega ekki seldur fyrr en seint á kjörtímabilinu. Olíklegt er þó að ríkisstjóminni sé stætt á að halda lengi utan um hann. Örar framfarir fjarskiptaiðnaðarins krefjast þess að fyrirtæki í þessum geira séu rekin með framsýni og nýsköpun að leiðarljósi, nokkuð sem opinberfyrirtæki verða seint fræg fyrir. Sala bankanna og Landssímans mundi þýða um 50 - 70 milljarða króna í ríkissjóð að mati forsætisráðherra, sem er hátt í tífalt hærri upphæð en einkavætt hefur verið fyrir til þessa. Yfirlýsingar forsætisráðherra um þetta benda til þess að hann styðji sölu bankanna og Landssímans eindregið. í þessum tölurn eru þó ótalin önnur fyrirtæki eins og Sementsverksmiðjan, sem vonandi verður eitt af þeim fyrirtækjum sem verða einkavædd enda em betri rök fyrir sölu hennar en Áburðarverksmiðjunnar á sínum tíma. Athygliverðar setningar sem láta lítið yfir sér eru í kaflanum um heilbrigðismál, þar sem segir að „skoðaðar verði möguleikar á breyttu rekstrarformi einstakra þjónustuþátta eða stofnana heilbrigðisþjónustunnar [...]“ og skömmu síðar „Skiljaþarf ámilli hlutverks rikisins sem kaupanda þjónustu annars vegar og veitanda hennar hins vegar í því skyni að auka ráðdeild." Með þessum setningum er bæði opnað á frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og undirstrikuð sú meginhugsun að menn eigi ekki að semja við sjálfa sig, hvað þá að menn geti haft eftirlit með sér sjálfúm. Sala ríkisfyrirtækja mun losa ntjög um íjármagn. Ríkisstjómin hyggst nota hluta af því fjármagni til þess að greiða erlendar skuldir. Einnig er hugmyndin að nota ijármagnið í sérstök verkefhi í samgöngumálum. „Þá erum við til að mynda að hugsa um vegaframkvæmdir af stærra taginu,“ segir forsætisráðherra og jarðgöng em nefnd í því samhengi. Loks er hugmyndin að nýta féð til þess að efla upplýsingaþjóðfélagið. Vemdarsteftia r Ahersla á landbúnað, samkeppnis- tæfni fyrirtækja og áhugaleysi á Evrópusambandinu bendir til þess að ekki verði reynt að draga úr innflutningshöftum og opna landið fyrir erlendri samkeppni. Það er þó aldrei að vita nema tilkoma Guðna Ágústssonar í landbúnaðarráðuneytið þýði að frelsisvindar muni leika um ráðuneytið þó að reyndar fátt bendi til þess. Sú hugmynd að vemdun atvinnu- greina leiði til aukinnar samkeppnis- hæfni fyrirtækja á ekki við nein rök að styðjast. Fyrirtækin sökkva enn dýpra í vonlausa hugmyndafræði frekar en að bretta upp ermamar og endur- skipuleggja sig þannig að reksturinn verði í takt við tímann. Það er fyrst í samkeppni sem grundvöllur skapast til að rækta styrkleika og hæfni fyrirtækja, sömu styrkleika og þá sem ættu að vera skilyrði fyrir áframhaldandi rekstri. Bráðum kemur ekki... Stuðmenn sungu um árið „Bráðum kemur ekki... betri tíð“ og em það orð í tímatöluð. Hið miklahagvaxtarskeið sem hefur ríkt síðustu fjögur ár er að öllum líkindum að lokum komið. Fjármálastofnanir hafa það sem af er árinu verið að endurmeta verðbólguspár sínar á hálfsmánaðarfresti vegna vanmats. Ekki er ólíklegt að halda þurfi áfram að hækka þær í smáskrefúm það sem eftir lifir ársins. Ný ríkisstjórn hefúr því ærin verkefni á næstunni við að halda utan um eihahagsmálin og þess vegna er ekki úr vegi að óska henni velfamaðar og góðs gengis. 1 Ríkisstjórnarflokkarnir hafa birt nýja stefhu- yfirlýsingu fyrir næsta kjörtímabil. 2 Uppsalalíkanið hefúr verið leiðandi hugmyndafræði fyrir alþjóðavæðingu fýrirtækja í næstum 25 ár. 3y í Asgeir Jónsson hag- fr æðingur fj allar um þenslu íslensku efhahagslífi. Hann telur að herða verði 4 á klónni á peningamarkaði til þess að ná niður verð- bólgu og halda genginu stöðugu. 1

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.