Vísbending


Vísbending - 04.06.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 04.06.1999, Blaðsíða 2
ISBENDING Uppsalalíkanið Um miðjan áttunda áratuginn voru skrifaðar nokkrar greinar af fræðimönnum Uppsala- háskólans í Svíþjóð um alþjóðavæðingu fyrirtækja. Greinarnar fjölluðu um ferilinn sem fyrirtæki fara í gegnum áður en þau geta talist alþjóðleg. Líkanið hefur siðan verið ýmist kallað Uppsalalíkanið eða fasalíkanið. Lærdómsferill vær helstu ályktanir Uppsala- líkansins eru að 1) alþjóðavæðingu fyrirtækis á að skoða sem feril og að 2) ferillinn felur í sér vaxandi áherslu á erlenda markaði. Ferillinn í líkaninu er ákveðið lærdómsferli þar sem fyrirtæki sem starfar einungis á heimamarkaði þróast með aukinni reynslu og þekkingu á alþjóðaviðskiptum í fyrirtæki sem stundar viðskipti um heim allan. Byggt á reynslu Uppsalalíkanið varð upphaflega til sem afleiðing (afleiðsla) af rannsóknum á alþjóða- væðingu íjögurra sænskra fyrirtækja sem kynntar voru árið 1975. Þráttfyriraðallar götur síðan hafi líkanið verið leiðandi sem hugmyndafræði fyrir alþjóða- væðingarferlið hafa einungis fáeinar tölfræðilegar rannsóknir verið gerðar sem staðfesta niðurstöðumar frá 1975. Ein mikilvægasta forsenda líkansins er að markaðsþekking verður fyrst og fremst til í gegnum þá þekkingu sem fæst með reynslu. Markaðsþekking sem fengin er með reynslu af starfsemi á erlendum mörkuðum leiðir til tækifæra erlendis og er drifkraftur í alþjóða- væðingarferlinu. Um leið miðar reynslan að því að draga úr markaðsóvissu. Markaðsval vær víddir einkenna líkanið. Önnur víddin snýr að markaðsvali, hin að inngönguleið fyrirtækis. Markaðsvalið byggist á menningar- og landfræðilegri ijarlægð fyrirtækis og markaðar. Fyrirtæki byrjar alþjóðavæðingu sína á mörkuðum þar sem þessi fjarlægð er lítil. Ut frá því ættu Norðurlöndin og Bretland að vera fyrstu markaðimir sem íslensk fyrirtæki ættu að velja. Uppröðun landa eftir mikilvægi í skýrslu Verslunarráðs Islands um alþjóða- væðingu atvinnulífsins styður þessa tilfínningu þar sem hún á að endurspegla sýn nokkurra framsækinna íslenskra fyrirtækja. Norðurlöndin eru þar í fyrsta sæti og Bretland í því öðm (sjá 11. tbl. Vísbendingar 1999). Inngönguleið egar talað er hér um inngönguleið fyrirtækis er átt við fyrstu skref þess inn á erlendan markað, það hvemig fyrirtæki kemur vörum sínum til neytenda. Inngönguleið felur sem sé í sér feriið frá tilviljanakenndum útflutningi - þar sem útflutningur er háður einstökum pöntunum erlendis frá - til framleiðslu í viðkomandi landi, þar sem fyrirtæki rekur dótturfyrirtæki. Munurinn á einstökum aðferðum felur í sér mismunandi áherslu á markaðinn. Mismikið fjármagn, tími og þekking er lagt í aðferðimar. I Uppsalalíkaninu er áherslan stigvaxandi og þróuninni er lýst í fimm skrefum: 1) tilviljanakenndur útflutningur, 2) útflutningur í gegnum milliliði (umboðsmenn, dreifingar- fyrirtæki), 3) útflutningur í gegnum eigin sölufyrirtæki, 4) útflutningur á íhlutum sem settir em saman í eigin framleiðslu- fyrirtæki og loks 5) eigin framleiðslu- fyrirtæki sem framleiðir og selur vöruna á markaðssvæðinu. Tilgangurinn Mikils misskilnings hefur gætt í umræðunni um líkanið á síðustu árum þar sem gagnrýnisraddir hafa bent á að þetta ferli á hreint ekki við raunvemleikann. Bæði fara fyrirtæki á fjarlæga markaði í stað þess að fara á nærmarkaði og jafnframt opna fyrirtæki verksmiðjur án þess að hafa stundað neinn útflutning þangað áður. Mikið af þessari gagnrýni á þó ekki við rök að styðjast þegar haft er í huga að líkanið á við lítil og meðalstór framleiðslu- fyrirtæki sem eru í markaðsleit. Stór fyrirtæki hafa bolmagn til þess að taka meiri áhættu og geta þess vegna átt það til að leita á fjarlæga markaði eða fara beint í framleiðslu á markaðssvæðinu. Fyrirtæki með annan tilgang en markaðsleit, t.d. kostnaðarlækkun, tækniyfirfærslu, auðlindasókn o.s.frv., gætu þurft að leita lengra en fyrirtæki í markaðsleit í þeim tilgangi, t.d. til þróunarlanda til að halda launakostnaði ílágmarki. Stefnumótandi rátt fyrir áðumefndan misskilning hefur ekki verið sýnt fram á að Uppsalalíkanið eigi við raunveruleikann nema á fyrstu stigum alþjóða- væðingarinnar, þ.e. fyrsta skref lítilla og meðalstórra fyrirtækja í alþjóða- væðingu er líklegast til að vera tilviljanakenndur útflutningur sem yfirleitt gerist með óumbeðnum pöntunum frá erlendum aðilum. Einnig er líklegast að þau byrji að flytja út vömr sínar á nærmarkaði. Hins vegar hafa tölfræðilegar rannsóknir ekki stutt stigvaxandi áherslu á erlenda markaði sem líkanið leggur svo mikið upp úr. (Sullivan og Bauerschmidt (1990) og Millingotn og Bayliss (1990)). Bent hel’ur verið áað líkanið erbyggt á hugmyndum fræðimanna sjöunda áratugarins um hegðun fyrirtækja. Nú er hins vegar álitið að ákvörðunartaka í fyrirtækjum sé betur meðvituð og leiðandi en áður var gert ráð fyrir. Menningarfj arlægð Ljóst er að það er hægt að gagnrýna Uppsalalíkanið á margan hátt. Fyrir utan fræðileg veikleikamerki líkansins þá hafa sumar stoðir þess verið gagnrýndar. Menningarijarlægð fy rirtækj a er ekki almenni lega ski lgreind í líkaninu. Hún er hugsuð sem eitthvert meðalgildi þjóðarinnar þó að hún hljóti að veraólíkogmismikil í sama landi, sem gerir það að verkum að tvö fyrirtæki sem að öðm leyti em eins gætu valið hvort sinn markaðinn. Aherslan á beina reynslu sem einu leiðina til að öðlast alþjóðlega þekkingu stenst einnig illa, enda vaknar þá spurning um hvernig á að velja markaðinn upphaflega öðruvísi en af (Framhald á síðu 4) | Myncl I. Stigvaxandi áhersla samkvcemt 1 Uppsalalíkaninu ^"-^hngöngul. Markaður'''\ Tilviljanak. útf lutningur Útf lutningur m rriðlurum Útfl. ígegnum eigin sölufyrirt. Samsetning og sala erlendis Framleiðsla og sala erlendis A r M w B C D... f 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.