Vísbending


Vísbending - 11.06.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 11.06.1999, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál ll.júní 1999 23. tölublað 17.árgangur Kaup Baugs á Vöruveltunni hf., verslunarkeðjunni 10-11, hafa verið tekin fyrir af Samkeppnis- stofnun. Málið snýst um hvort kaupin leiði til markaðsyfirráða sem hafa skaðvænleg áhrif á samkeppni í matvöruverslun. Miðað við markaðs- hlutdeild matvöruverslana á árinu 1998 (m.v. hálft árið) þá ætti Baugur að hafa 62,8% markaðshlutdeild eftir kaupin á 10-11 verslununum. Um einokun r Ihefðbundum kenningum um samkeppni þá minnkar hún nokkum veginn jafnt og þétt eftir því sem fyrirtækjum á markaði fækkar og þau fá stærri markaðshlutdeild. I fúllkominni samkeppni eru jaðartekjur jafnar jaðar- kostnaði en aukin markaðsyfirráð þýða að fyrirtæki getur sett verð yfir jaðarkostnaði eða samkeppnisverði. Með öðrum orðum þá getur fyrirtæki hámarkað hagnað með því að hækka verð. Matvöruverslunarmarkaðurinn verður ekki einokunarmarkaður við kaupBaugsá 10-11 þarsemfleirifýrirtæki eru á markaðnum en hann er orðinn fákeppnismarkaður. Að mörgu leyti líkist hann þó meira markaði þar sem eitt fyrirtæki er markaðsráðandi og önnur fylgjendur (velja verð í samræmi við ráðandi fyrirtæki) frekar en keppendur. I hagfræðilíkani fyrir ráðandi fyrirtæki setur ráðandi fyrirtæki verð jafnt lágmarksmeðalkostnaði annara fyrirtækja. Það getur ekki sett verðið hærra vegna þess að þá koma ný fyrirtæki inn í greinina og það þjónar Samþjöppun ekki hagsmunum þess að setja verðið lægra til þess að hrekja önnur fyrirtæki út af markaðnum. Það getur skilað hagnaði vegna þess að kostnaður þess er lægri en samkeppnisfyrirtækjanna. Ráðandi staða Baugs þýðir hærra vöruverð fyrir neytendur en það kann þó að vera einungis skammtíma- fyrirbrigði þar sem markaðsyfirráðin fara algerlega eftir fj ölda nýrra fyrirtækj a sem koma inn í greinina, hversu hratt þau geta komist inn í greinina og hvemig kostnaður þeirra er í samanburði við ráðandi fyrirtæki. Umeinkeypi Umræðan um Baug fjallar ekki síður um einkeypisáhrif en einokunar- áhrif. Einkeypi er það kallað þegar einungis eitt fyrirtæki er kaupandi að ákveðinni vöru eða þjónustu. I viðskiptablaði Morgunblaðsins þann 27. maí 1999 bendir Víkverji á að „verzlanakeðjumar notfæri sér aðstöðu sína til þess að þvinga niður verð á þann veg, að seljandinn hafi nánast ekkert fyrir sinn snúð“ og að „verzlanakeðjurnar hóti því óspart að hætta alveg viðskiptum við viðkomandi aðila fallist hann ekki á kröfur um verðlækkurn“. Þessi orð Víkverja virðast ekki úr lausu lofti dregnar því Haukur Þór Hauksson formaður Samtaka verslunarinnar segir Baug „. . .nú þegar [nýta] ofurafl sitt gagnvart birgjum“. Einkeypisstaða Baugs styrkist enn frekar við kaupin á verslunarkeðjunni 10-11. Það styrkir þá hugmynd að Baugur sé ráðandi fyrirtæki þar sem það c Mynd 1. MarkadsMutdcUd matvöruverslana á Itöfuðborgarsvteðinu 1995 - 1998 (m.v. hálft ár 1998). M arkaðs hlutde ild-höfuðborgars væði 1995 1996 1997 1/2 '98 Baugur 53,6% 51,5% 50,2% 50,6% 10-11 6,7% 7,6% 10,3% 12,2% Kaupás 17,1% 19,3% 20,1% 21,0% Fjarðarkaup 6,0% 5,6% 5,3% 5,2% Þín verslun 6,8% 6,5% 6,0% 5,9% Aðrar verslanir 9,8% 9,5% 8,1% 5,1% getur í krafti stærðar sinnar og markaðsyfírráða þröngvað innflytjend- um til þess að selja sér við lægsta verði og lægra verði en aðrar verslanir geta fengið. Önnur viðhorf Upphaflega hugmyndin fyrir mælingum á samþjöppun má rekja til þess að samþjöppun á markaði leiði til minni samkeppni, hækkunar á verði og að auðlindir komist á fárra manna hendur. Þessu eru hins vegar ekki allir sammála. Þeir sem gagnrýna ríkisafskipti á markaði hafa bent á að samþjöppun og stækkandi markaðshlutdeild hafi meira með hagræna skilvirkni að gera en einokunaraðstöðu. Þeir segja einnig að samkeppni sé markaðsferli af uppgötvunum og aðlögun undir skilyrðum óvissu sem markast bæði af einvígi og samstarfi fyrirtækja. Undir slíkum kringumstæðum er engin þörf fyrir ríkisafskipti að öðru leyti en til þess að ganga úr skugga um að markaðir séu lagalega opnir. Samkvæmt þessum hugmyndum á ósýnlega höndin að ráða markaðnum en sýnilega hönd ríkisins einungis að hafa áhrif á lagahindranir sem standa í vegi fyrir samstarfi og samkeppni fyrirtækja. Hefðbundnar akademískar hug- myndir um samkeppni segja að samkeppni sé aðeins til þar sem markaðshlutdeild er lítil á hvem aðila, auðvelt sé að komast inn á markaðinn og hagnaður innan greinarinnar sé í kringum eðastefni ánúllið. Undirþessari skilgreiningu á samkeppni er nauðsynlegt að vernda samkeppnina með því að hafa áhrif á markaðsskipulagið og hegðun fyrirtækja á markaði. Um leiðerskylda stjórnvalda að koma i veg fyrir samstarf og samruna fyrirtækja og um leið standa í vegi fyrir markaðsöflunum sem rniða að aukinni skilvirkni og hagkvæmni. (Framhald á síðu 4) 1 Mikið hefur verið rætt um samþjöppun í matvöru- verslun eftir að Baugur keypti 10-11 búðirnar. 2 Aukinn skilningur á menningu ólíkra þjóða verður mikilvægari með aukinni alþjóðavæðingu. 3 Mat á hvemig fyrirtæki gengur að uppfylla hugsjón sina krefst samhæfðs mælingakerfis. 4 Samþjöppun fyrirtækja á ákveðnum markaði í Bandaríkjunum er mæld með HHI mælikvarðanum. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.