Vísbending


Vísbending - 25.06.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 25.06.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Samkeppnishæfhi sauðkindarinnar Ásgeir Jónsson hagfræðingur Það er umhugsunarefhi hvemig nú er komið fyrir íslenskri sauð- fjárrækt en vart er nema mannsaldur síðan hérlendir bændur seldu beint á heimsmarkað án styrkja og niðurgreiðslna. I þann tíma var innflutningur einnig óheftur en frá 1855 til 1931 voru öll utanríkisviðskipti landsins frjáls ef undan er skilin verslun með áfengi á bannárunum. Land- búnaður var á þessum tíma ein helsta útflutningsgrein landsins og íslenskir bændur vora miklir fríverslunarsinnar og stóðust vel erlenda samkeppni. En nú hafa veður skipast í lofti og eru margir orsakavaldar. Bændur eru á ríkisstyrkjum, framleiðslu þeirra er skýlt fyrir innflutningi og þeim hefúr gengið mjög illa að fóta sig á erlendum mörkuðum. Að vísu njóta íslenskir sauðfjárbændur minni styrkja en gengur og gerist í V-Evrópu eins og sjá má af töflu 1. Samt er erfitt að standa ný- sjálenskum bændum sem njóta engra styrkja á sporði, sem era engu að síður miklir fýrir sér á heimsmarkaði. Ekki landafræði... Það er algeng skoðun hérlendis að landbúnaður hljóti að vera óhagkvæmur vegna legu landsins og náttúruskilyrða. Satt er það að Islend- ingar munu seint geta orðið mikilhæfir útflytjendur á komi og öðram akurgróðri, en það er ekkert sem segir að kvikljárrækt geti ekki verið sam- keppnishæf. íslenska sauðféð er hrað- vaxta og tækniframfarir, s.s. rúllubinding í heyskap, hafa eytt mörgum flösku- hálsum í framleiðslu. Hafi sauðfjáiTækt einu sinni verið vænleg útflutningsgrein verður vart annað séð en það sama geti átt við nú. Hins vegar einkennir það íslensk bú hversu þau era smá. Eins og sjá má af mynd 1 fer 80% af kinda- kjötsframleiðslunni fram á búum sem hafa færri en 400 kindur. Þar skilur stórlega á milli íslenskra bænda og andfætlinga þeirra í Ástralíu og Nýja- Sjálandi. Heldur óheppileg stærð. Það er fullljóst að sauðfjárrækt er atvinnugrein sem lýtur stærðar- hagkvæmni og þess vegna skýtur það dálitið skökku við að 92% íslenskra bænda býr með bústærð sem er undir 400 kindum og getur vart gagnast sem aðalatvinna. Eins og sjá má af töflu 2 hefúr 3 50 kinda bú aðeins um 1,9 milljónir króna í brúttótekjur áður en bein- greiðslur koma til skjalanna sem era 1,4 milljónir fyrir bú af þessari stærð. Af þessu sést að ef við lítum á sauðfjárbú sem fyrirtæki að veltan er mjög lítil og búin eru mjög viðkvæm fyrir auknum kostnaði. Það er hins vegar fátt þvi til fyrirstöðu að ein fjölskylda geti séð um 500-700 kindur og það án miklu meiri kostnaðar en fylgir 350 kinda búi, ef landrými leyfir. Raunar gæti smærri rekstur einnig átt fullan rétt á sér með samvinnu við aðra bændur um nýtingu véla og tækja, en líklega aðeins sem hlutastarf. Þetta hefur reyndar þegar gerst því að árið 1998 höfðu 1.238 sauðfjárbændur færri en 100 kindur. Þess vegna hlýtur framtíð sauðfjár- ræktarinnar að felast annaðhvort litlum búum sem eru stunduð með annarri vinnu eða stórum búum sem geta gefið mannsæmandi lífsviðurværi. Vannýtt framleiðslugeta Búin voru reyndar (yfirleitt) stærri hér áður fyrr og fjárfestingar í húsurn og tækjum eru yfirleitt miðaðar við stærri bústofn en nú er á sauðfjár- býlum. Hér voru lengi við lýði mjög ríflegar útflutningsbætur og aðrir styrkir sem hvöttu mjög til framleiðslu- aukningar. Kostnaður við þetta fyrirkomulag var hins vegar mikill og því var framleiðsla hvers bónda bundin i kvóta fyrir um 15 árum síðan. Kvótinn hefur síðan verið skertur hlutfallslega hjá öllum, jafnframt því sem dágóður Mynd 1. Stærð sauðfjárbúa og franieiðsluhlutdeild þeirra árið 1998 rriðað við vetrarfóðraðar kindur Tafla 1. Ríkisstuðningur sem hlulfall af framleiðsluvirði (PSE%). Sviss 73% Noregur 70% ESB 65% ísland 55% Ástralía 3% Nvia-Siáland 0 Tafia 2. Ríkisstuðningur (upphœðir í þúsundum króna). Fjöldi œrgllda Vergar rekstrartekjur B ein- grelðslur 50 269 200 100 538 400 150 807 600 200 1076 800 250 1345 1000 300 1614 1200 350 1883 1400 400 2152 1600 450 2421 1800 500 2690 2000 550 2959 2200 600 3228 2400 l I I I ■ stærðbýlis Forsendur: Ærgildi = 20 kg, verð 215 krj kg, uli og gœrur 1000 kr./ærgildi, beingreiðsla 4000 kr./œrgildi. fjöldi af framleiðendum heltist úr lestinni þar til framleiðslan varð hæfileg til þess að metta innanlandsmarkað sem hefur nú tekist. Jafnframt sitja bændur nú uppi með of lítil bú. Líklega er ónýtt framleiðslugeta á hverju búi eitthvað um 25-30% nú, ef miðað er við flatan niðurskurð síðustu ára en heildar- framleiðslan var hátt í helmingi meiri fyrir rúmlega áratug síðan en nú. Þess vegna gætu langflestir sauðfjárbændur aukið framleiðsluna á búum sínum með litlum tilkostnaði því skv. útreikningum Hagþjónustu landbúnaðarins er fastur kostnaður um 80% af heildarkostnaði í sauðfjár- rækt, að frádregnum launalið. Ef miðað er við fyrri fjár- festingar og óbreytt afurða- verð gætu tekjur bænda verið um 20-25% hærri en þær eru nú og meðalkostnaður um 16- 20% lægri, ef þeir mættu framleiða jafnmikið og þeir gerðu fyrir allar kvóta- skerðingar. (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.