Vísbending


Vísbending - 02.07.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 02.07.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 2. júlí 1999 26. tölublað 17.árgangur Erfðaefhisbætt matvæli Umræður um tækni og vísindi bæði hér á landi og erlendis hafa verið ofarlega á baugi undanfarið. Hér á landi var það gagnagrunnurinn og erfðafræðin. Erlendis var og er það líftækni og breytingar á erfðaefni í ýmsum fæðuflokkum. Umræðan um líftækni hefur einungis að litlu leyti borist hingað til lands þótt það hafí reyndar vakið athygli þegar einn af æðstu mönnum þjóðarinnar talaði um líftækni eins og hún væri hið mesta fúsk. Kubbslegir tómatar Ungverskur verkfræðingur að nafni Karl Ereky bj ó til hugtakið „líftækni" árið 1919 um vísindi og aðferðir sem gerðu það kleift að framleiða vörur með hjálp lífvera. Það var þó ekki fyrr árið 1943 að fyrstu sannanir um að DNA væri erfðaefni birtust. Nútimalíftækni er þó ekki eldri en svo að upphafið má rekjaafturtill953. Þekking á erfðafræði hefur gert vísindamönnum kleift að sundurgreina gen og hlutverk þeirra í ólíkum lífverum. Tæknin við erfðaefnisbreytingar byggir á að taka einstök gen úr einni lífveru og bæta inn í erfðaefnishlekki annarrar. I rauninni hljómar þetta ævintýralega, að einlífverasamþykkierfðaefniúrannarri. Byggingarefnið er hins vegar það sama i næstum öllum lífverum og er einungis samsett úr fjórum einingum, munurinn felst í því hvernig þessum einingum er raðað saman. Með því að taka erfðaefni úr einni lífveru og setja í aðra er hægt að hafa áhrif á lögun og eðli lífverunnar. Þannig er t.d. hægt að breyta hnöttóttum tómötum í kubbslaga tómata sem væru mun auðveldari í flutningum en þeir venjulegu án þess að það hefði nokkur áhrif á gæði, bragð eða næringargildi tómatanna. Ólíklíftækni Líftækni er viða notuð, m.a. hefur hún veigamikið hlutverk í lyfja- framleiðslu, eldsneytisframleiðslu, landbúnaði og matvælaframleiðslu, lækningum og umhverfinu. Bæði landbúnaður og heilsugæsla hafa tekið miklum framförum vegna líftækninnar. Aukin framleiðni, gæði og aukið úrval er afleiðing afþeim. Ný lyfog nýjar Ieiðir til lækninga hafa gert kraftaverk. Um leið er minni ágreiningur um notkun líftækni í lækningum sökum þess að oft liggur mikið við að geta nýtt nýja tækni sem getur skipt sköpum um líf og heilsu fólks. í landbúnaði hefur líftækni ekki alltaf mætt sama skilningi. Engu að síður er tilgangur hennar í landbúnaði oftast háleitur: að gera eiturúðun óþarfa, auka gæðin og flutningsgetu, auka framleiðni til að lækka verð, bæta bragð og næringargildi. Mótmæli fjöldans Isjálfu sér er það nokkuð athygiivert hversu mikil andstaða er við erfða- efnisbætta framleiðslu í matvælaiðnaði. Rökin gegn henni standa á brauðfótum og þegar öll kurl eru komin til grafar þá er það visindahræðslan sem er orsökin frekar en nokkuð annað. Að vissu leyti er þessi hræðsla skiljanleg. Fólk borðar mat daglega og er hrætt um að langtímaáhrifin af erfðaefnisbreyttu fæði geti haft áhrif á heilsu. Þetta er þó eins og lélegur brandari þegar „heilsufæðið" sem þorri almennings lætur ofan í sig er skoðað, hvað þá ef haft er í huga að allri framleiðslu hefur meira og minna verið stjórnað frá erfðafræðilegu sjónarmiði til þess að fá sem mesta og besta uppskeru frá upphafi vega. Munurinn er að núna fer það fram á rannsóknarstofum. Málið er líka að þessi aðferð er mun heilsusamlegri en margar af þeim aðferðum sem notaðar eru til þess að rækta og vinna matvæli. T.d. er eitur- úðun er viðhöfð og alls konar auka- efnum er bætt í fæðuna til þess að hún bragðist betur eða líti betur út en ella. Vaxandiumfang r Aeinungis fáeinum árum hefur erfðaefnisbætt framleiðsla aukist verulega. Um 35% af maísuppskeru árið 1999 verður erfðaefnisbætt í Banda- ríkjunum, um 55% af sojabaunum og helmingur af bómullarframleiðslunni. Samkvæmt könnunum fyrirtækisins Ernst & Young störfuðu 39.000 manns í líftækniiðnaði i Evrópu árið 1997 og i honum var veltan 3,1 milljarður Bandaríkjadala og fjárfestingar í rannsóknum og þróun námu 2,2 milljörðum Bandaríkjadala. Árið 1998 störfuðu 153.000 manns í Banda- rikjunum í sömu grein og þar nam veltan í henni 18,6 milljörðum dala og fjárfest- ingar í rannsóknum og þróunarstarfi tæplega 10 milljörðum dala. Fátt getur stöðvað þessa þróun nema að lönd og þjóðir hreinlega banni slíkar vörur (sem reyndar hefur verið gert bæði í Austurríki og Lúxemborg). Hræðslan á Evrópumarkaði kann ekki einungis að Ieiða til viðskiptastríðs sem yrði vatn á myllu verndarstefnusinna heldur einnig mundi slík framleiðsla ef hún yrði leyfð í Bandaríkjunum gefa Bandaríkja- mönnum mikið forskot á Evrópubúa í slíkri framleiðslu og rannsóknum á líftækni, sem er enn eitt dæmið um hvernig þröngsýni gæti hamlað framþróun í Evrópu. Þó að Evrópubúar sporni við líftækni nú þá mun það ekki stöðva þróun líftækninnar og svo mun viðhorfið breytast þegar kröfurnar um aukin gæði og lágt verð aukast. Hreint land - fagurt land Island er land hreinleikans, a.m.k. í huga þeirra sem búa á Fróni. ímyndin fyrir matvörur frá landinu og ímynd landsins gagnvart erlendum ferða- mönnum verður að vera hrein og tær. Til að viðhalda henni getur þjóðin hvorki framleitt né látið neitt ofan í sig sem hefur verið krukkað í á erlendum rannsóknarstofum. Auðvitað er margt sem þarf að athuga þegar nýjungar líta dagsins ljós en óupplýstar fullyrðingar þjóna þó engum tilgangi nema sem hræðsluáróður. Það þarf meira en sjálfbæra þróun þegar rækta á hreina og tæra, upplýsta liugsun hjá þjóðinni. Heimildir: OECD (Observer, mars 1999 og Policy Brief, júní 1999) 1 Mikill ágreiningur stendur um líftækni hvað varðar erföabreytta land- búnaðarframleiðslu. 2 Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í félagsyísindum við Há- skóla íslands fjallar um 3 ágreininginn um kvóta- kerfið og veltir fyrir sér hvers konar kerfi það væri sem sátt gæti ríkt um. 4 Auglýsingar eru eitt helsta vopn framleiðenda til þess að búa til þekkt vörumerki og einstakt sölutilboð.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.