Vísbending


Vísbending - 16.07.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 16.07.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 16.JÚ1Í1999 28. tölublað 17.árgangur Skapandi eyðilegging Nýlega gáfu Samtök iðnaðarins út skýrslu um starfsskilyrði frumkvöðla á íslandi. Skýrslan er áskorun til stjórnvalda um að beita sér fyrir því að gera íslenskt viðskipta- umhverfi betur til þess fallið að ala af sér frumkvöðla. I skýrslunni er t.d. bent á að framleiðni sé lítil hér á landi, að hátækniframleiðsla sé hlutfallslega lítil, að útgjöld til rannsókna og þróunar séu lítil (0,6% af landsframleiðslu) og að fjárfestingar fyrirtækja séu litlar í samanburði við þau lönd sem standa sig hvað best í að styðja frumkvöðla. Frumkvöðlafræðin Hagfræðingurinn David L. Birch birti í lok áttunda áratugarins niður- stöður rannsóknar á áhrifum fyrirtækja- stærðar á atvinnusköpun. Niðurstaða hans var að smáfyrirtæki sköpuðu mikinnmeirihlutastarfaíBandaríkjunum (seinna kom í ljós að það voru einungis framsækin fyrirtæki). Áður hafði verið haldið að atvinnusköpunin ætti sér aðallega stað í stórum fyrirtækjum. í kjölfarið á rannsóknum Birchs varð áherslan á frumkvöðla mjög víðtæk, stjórnvöld fóru að styrkja rannsóknir og háskólar fóru að bjóða upp á áfanga gagngert fyrir þá sem vilja stofna fyrirtæki. Þó að rekja megi fyrstu skilgreining- una á frumkvöðlinum til franska hagfræðingsins J.B. Say hefur „frum- kvöðlafræðin" þó eiginlega orðið til á síðustu tuttugu árum. Umfjöllunarefnin eru m.a. hver getur orðið frumkvöðull, hvar, hvernig, af hverju og hvaða hindranir og hvatar ráða úrslitum. Meðal vandamála við umfjöllun um frumkvöðla er óljós skilgreining á frumkvöðlinum. Hin hefðbundna skil- greining er að sá er frumkvöðull sem stofnar og rekur fyrirtæki og tekur sjálfur alla áhættu er því fylgir. Þetta er þó villandi skilgreining frekar en lýsandi, sérstaklega í ljósi þess að þeir eru einnig kallaðir frumkvöðlar sem standa fyrir nýjungum í fyrirtækjum sem þeir eiga ekkert í og þeir sem standa að nýjungum yfirleitt í samfélaginu. Hinn hagsýni fnimkvÖðull fyrir athafnamanninn. Það er ekki aðeins frumkvæðið sem gerir menn að frumkvöðlum heldur ekki síður nýsköpunarþátturinn. I bókinni „Frumkvæði til framfara" eftir Eyþór Jónsson er lagt til að „hinn hagsýni frumkvöðull" byggi fyrirtæki sitt á báðum þessum þáttum um leið og hann stefnir að yfirráðum á sínum markaði. Hinn hagsýni frumkvöðull á margt sammerkt með „ofurfrumkvöðli" Josephs Schumpeters (1883-1950) en Schurnpeterfjallaðiumhvernignýjungar og nýsköpun frumkvöðulsins gætu leitt til skapandi eyðileggingar („creative destruction"). Skapandi eyðilegging verður þegar að nýjar hugmyndir leysa af hólmi gamlar, ný tækni gerir gamla tækni úrelta, ný fyrirtæki ýta stöðnuðum fyrirtækjum af markaðinum og nýjar atvinnugreinar gera aðrar atvinnu- greinar úreltar. Breytingin er framþróun — framþróun sem einungis er möguleg með frumkvæði og nýsköpun frum- kvöðulsins. Gagnrýnin á ofurfrumkvöðulinn á sínum tíma var aðallega vegna þess að hann þótti standa fyrir gagngerar breyt- ingar, nýjar atvinnugreinar, nýjungar eða draumahugmyndir sem áttu að breyta heimsmyndinni, slfkir frum- kvöðlar eru hins vegar mjög sjaldgæfir. Skapandi eyðilegging þarf þó ekki að gerast í einu vetfangi, með einni hugmynd sem risaskref til framfara. Það er miklu líklegra að skapandi eyðilegging eigi sér stað í smáum skrefum út frá vinnu margra ólfkra frumkvöðla sem vinnaeftirhugmyndafræði „kaizen" (sjá 16. tbl. 1999), þ.e. gera sífelldar endurbætur. Þannig vinnur samkeppnin best, sem hvati til breytinga, sem krafa um eilífar nýjungar og nýsköpun. Til þess að gera nýsköpun eða eitthvað nýstárlegt í viðskipta- hugmyndinni að veruleika þarf frumkvöðullinn fyrirtæki eða skipulags- heild sem hefur aðeins eitt markmið: að gera nýsköpunina að veruleika. Tilgangur fyrirtækis er viðskipta- hugmyndin, en ekki að vera tekjulind Breytingar Breytingar er kjörorð frumkvöðuls- ins og hlutverk fyrirtækis hans er að eyðileggja stöðugleikann með því að skapa eitthvað nýtt. Hvatinn getur verið peningar en er þó oftast eitthvað miklu meira. Um leið og eðli frumkvöðla- fyrirtækja er að breyta standa menning- arlegar stofnanir í vegi fyrir breytingum. Samfélagsleggildiviljastöðugleika. Það er að hluta til þess vegna sem sterk einstaklingshyggja er oftast fylgjandi sterkri nýsköpunarmenningu, sbr. t.d. við Hofstede-rannsóknir. Menningin hefur skapast af þeim aðstæðum og því umhverfi sem hún verður til í og menningin skapar að miklu leyti umhverfið og aðstæðurnar. I íslenskri menningu má finna togstreitu á milli einstaklings- hyggjunnar og sameignarhyggjunnar sem jafnframt einkennir íslenska menningu. Þessa togstreitu má sjá í umræðu um starfsskilyrði frumkvöðla. Um leið og Islendingar eru að mörgu leyti góðir frumkvöðlar, úrræðagóðir, frumlegir og áhættusæknir (þótt það sé ekki alltaf kostur) lýsa aðstæður samfélagslegum gildum sem kjósa stöðugleika frekar en breytingar, kjósa öryggi frekar en áhættu. Skapandi eyðilegging einskorðast ekki við einkageirann heldur þarf hún einnig að gerast í opinbera geiranum. Hvatinn til breytinga er hins vegar ekki til staðar þó að í stofnunum samfélagsins sé þörfin fyrir breytingar kannski mest. Til þess að þær geti orðið að veruleika þarf brautryðjendur (frumkvöðla) í stjórnkerfið, einhverja sem eru tilbúnir til þess að gera nýja hluti, gera það sem gera þarf, í menntakerfinu, í Jöggæslunni, í heilsugæslunni og flestum sviðum í rekstri rfkis og sveitarfélaga. Fátt hefur breyst og fátt mun breytast ef ekki fæst skilningur fyrir því að breytinga er þörf. Krafturinn sem til þarf er frumkvæði einstaklingsins, og hann fæst oftast ekki nema í samkeppnisumhverfi. 1 Kraftur frumkvöðuls sem veldur breytingum til framþróunar er mikil- vægur fyrir land og þjóð. 2 Hugmyndafræði auglýs- ingaiðnaðarins hefur lengi vel verið togstreita á milli frumleika og vísinda. 3 Halldór Jónsson verk- fræðingur fjallar um grein Hannesar Hólmsteins um ™T ósáttur við þá sátt um fyrirkomulag Hannes boðar. 4fiskveiða. Halldór er ekki sammála Hannesi og er sem

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.