Vísbending


Vísbending - 16.07.1999, Qupperneq 4

Vísbending - 16.07.1999, Qupperneq 4
aðalstign í öðrum löndum. Mér finnst hún þó sýnu skaðlegri hjá okkur, þar sem tigninni fylgja auðæfi með sægreifanafnbótinni. Um þetta atriði verður aidrei sátt við mig, þó að dr. Hannes vilji neyðaþjóðina til þess að kyngja kvótakerfinu, sem einu réttu lausninni. Þjóðin ræður Ekki fannst mér tilvitnun dr. Hannesar í einhverja Pareto-kenningu bæta málstað hans, gat í rauninni ekki séð að hún kæmi kvótamálinu hið minnsta við. Grannt skoðað finnst mér einhver Pareto-kenning um það, að hagsmunir allra séu séu jafngildir hagsmunum sumra, ofar mínum skilningi. Auðvitað tapar einhver, ef hann missir af gróða. Því miður finnst mér dr. Hannes grípa einum of oft til þess að vitna í erlend fræðimannanöfn til þess að reyna að gefa sínu máli einhverja sankti Péturs vigt. Þetta finnst mér persónulega of oft lenda í ætt við semantíska rökfærslu, skólaspeki og kjölfræði. En þetta er auðvitað smekksatriði og spurning um stílbrögð. Ég mótmæli hins vegar þeirri niðurstöðu dr. Hannesar, að veiðigjald myndi valda miklu meiri óánægju en óbreytt kerfi. Þetta er órökstudd fullyrðing dr. Hannesar, sem hann hefur engan veginn fært rök fyrir. Ég held því fram, að það sé þjóðin, sem á þetta land og fiskimiðin umhverfis það. Það er þjóðin sem er ríkið. Það er ríkisins að ráðstafa aðgangi að auðlindum þjóðar- innar í hennar nafni. Það er þjóðin, sem á að ráða fiskveiðikerfinu, ekki dr. Hannes einn. Sitji allir við sama borð, mun markaðurinn finna rétt verð á fiskkílóið. Þeir sem verða undir geta ekki farið á sjó og verða að selja báta sína og veiðarfæri úr landi og segja upp áhöfnum sínum. Það er niðurstaðan sem dr. Hannes kemst að í grein sinni um það, hvernig kvótakerfið virki í rauninni. Það á bara að vera meira hægdrepandi í kvóta- kerfinu, skilst mér af orðum dr. Hannesar, og það valdi þá ekki eins skyndilegum erfiðleikum á vinnumarkaðnum eins og uppboðsleiðin. Sátt um kvótakerfið Frumorsök vandræðanna við fiskveiðistjórnuninafyrirmérerþað, að það ríkir ekki lýðræði á Islandi vegna kjördæmakerfisins. Fulltrúar minni- hlutans sitja að völdum á Alþingi og verja sérréttindi sín með með kjafti og klóm í skjóli misvægis atkvæðanna. I þessu atriði felst sú sátt um kvótakerfið, sem dr. Hannes vill að ég j áti. Það verður hins vegar ekki. Frjáls markaður vinnur aðeins að mínu viti á einn hátt. Það er sá slyngari, sem vinnur mest. Þú getur hins vegar ekki fundið þann slyngasta á hverjum tíma, ef þú ert búinn að banna aðgang að markaðnum, útnefna erfðaprinsa og ákveða, hver skuli njóta forréttinda- úthlutunar, án þess að kanna það nánar. Nákvæmlega eins og nefndin hafði það í gamla daga uppi á Skólavörðustíg. Sá, sem hefur verið í útgerð síðan 1984, á ekkert meira tilkall til veiðiréttar árið 2000 en Valdemar eða hver annar. Það er blekkingin mikla um söguleg atvinnu- réttindi sérstæðra hópa, sem notuð er sem röksemdafærsla fyrir kvótakerfinu. Allt á að verða gott, ef þessir aðilar selja svo sjóðunum hlutabréf í útgerð sinni. Kvótakerfið þýðir hins vegar eilífa afgjaldsgreiðslu þjóðarinnar til kvótaeigendanna, eins og Jón Sigurðsson hefur sýnt fram á með gildum rökum. Allir Islendingareiga að fæðast jafnir samkvæmt stjórnarskránni og eiga að vera jafnir að lögum samkvæmt sömu skrá. Óánægj an með kvótakerfið er bæði víð og djúp, vegna þess að það samrýmist ekki þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar. Enda sættir þjóðin sig ekki við framhald þess, svo sem skoðanakannanir sýna. Sátt um aðalskerfi og forréttindi sumra verður aldrei meðan ísland er byggt afkomendum Sturlunga, Asbirninga og Haukdæla. Mín tillaga Ef menn vilja sjá mína tillögu til lausnar fiskveiðideilunni, er hún þessi: Alþingi ákvarðar einhvern kvóta. Ef til vill svipaðan og hann er um þessar mundir. Núverandi handhöfum verður leyft að hafa þennan kvóta í einhvern árafjölda með einhverri sólarlagsaðferð í sáttaskyni. Allri aukningu aflaheimilda í framtíðinni ráðstafar Alþingi. Við gætum kosið urn málið í stað þess að drepa því sífellt á dreif. ( Vísbendingin ' r n Auglýsingastofur eru í auknum mæli að verða alþjóðlegri. Aukist hefur að alþjóðleg fyrirtæki vilja versla við eina alþjóðlega auglýsingastofu frekar en margar litlar, ólíkar stofur í ólíkum löndum. Enda er það skilvirkara og oft markvissara. Auglýsingastofur geta nýtt sér vöxt viðskiptavina sinna til þess að vaxa alþjóðlega, fylgt þeim þangað sem þeir fara. Þannig geta þær skotið rótum á erlendri grundu og smám saman, með aukinni reynslu og þekkingu, geta þær svo aukið umfang sitt. \-------------------------------^ ISBENDING Aðrir sálmar ____________________________________/ / ‘ \ Tvennirtímar? Leníngrad 1985: 7. dagur. Gestur: Gott kvöld, ég vildi gjarnan fá miða á skemmtikvöldið á hótelinu í kvöld. F ulltrúi KGB: Nei, því miður er það ekki hægt, því að skemmtunin er byrjuð. En prófaðu annað kvöld. 2. dagur. G: Gott kvöld, ég vildi gjarnan fá miða á skemmtikvöldið sem byrjar núna á eftir. KGB: Nei, því miður er það ekki hægt, því að þú ert hótelgestur. Hótelgestir verða að panta fyrirfram.G: Hvenær geri ég það? KGB: Mættu hingað klukkan 2 á morgun, þá getur þú tekið frá miða. 3. dagur. G: Góðan dag, ég vildi gjaman fá miða á skemmtikvöldið á hótelinu í kvöld. KGB: Nei, það er því miður ekki hægt. Það er aldrei skemmtun á mánudagskvöldum. G: En hvað með skemmtunina annað kvöld? KGB: Hótelgestir geta bara pantað sama dag og skemmtunin er. Revkiavíkl999: 7. dagur. Notandisíma: Góðan dag, ég vildi gjarnan fá ISDN- tengingu heim til mín. Landssími Islands hf: Þú þarft að senda umsókn í Armúlann. N: Og komið þið þegar ég er búinn að senda umsóknina? LI: Nei, þú verður að mæta á skrifstofuna sjálfur til þess að borga. N: Getið þið ekki bara sent reikning? LI: Nei, reglurnar eru þannig, greiða verðurfyrirí'ram. N: Núerégbúinn að vera í viðskiptum við ykkur síðan 1945. Getið þið ekki bara flett því upp að ég er skilvís? LI: Ég sem ekki reglurnar, þær eru bara svona. 2. dagur. N: Góðan dag, ég er hérna með umsókn fyrir ISDN- tengingu heim til mín og ávísun. V2 tíma síðar. LÍ: Það kemur maður eftir viku og tengirþetta. 9. dagur. LI: Ef þú tekurinn ISDN-tengingu kostar það 30 þúsund í nýjum tækjum o.s frv. Það er miklubetra að fá sérstaka ISDN-línu fyrir tölvuna. N: Þakka þér fy rir. Vi 1 tu þá ekki bara gera það? LI: Nei þú þarft að leggja inn nýja umsókn í Armúlann. N: Ég bara skrepp á meðan þú borar fyrir leiðslunum, ég verð enga stund. LI: Nei, það þarf að leggja beiðnina fyrir verkstjórann minn, en hringdu bara aftur í mig á föstu- daginn. 14. dagur. N: Blessaður. Ertu búinn að fá beiðnina frá verkstjóranum? LI: Ég bara veit það ekki, ég er kominn í sumarfrí. 30. dagur. Enn engin lína. Einkavæðingar þörf? V___________________________________J ríRitstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri og\ ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi- Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefandæ__________________ 4

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.