Vísbending


Vísbending - 23.07.1999, Síða 1

Vísbending - 23.07.1999, Síða 1
ISBENDING 23.júlí 1999 29. tölublað V i k u rit um viðskipti og efnahagsmál 17. árgangur A milli ríkra og fátækra r kjölfar útkomu ársskýrslu Þróunar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna um heilsuþróun í heiminum („Human Development Report“) hafa vandamál þróunarríkjanna fengið aukna athygli. Bilið á milli ríkra og fátækra þjóða hefúr aukist og í sumum löndum hefúr þróun lífskjara orðið til hins verra fremur en hitt. Á meðan virðast iðnvædd ríki heimsins svífa vængjum þöndum í meðbyr frjálsræðis, hnattvæðingar, tækni og upplýsinga. Á þriðja áratug 19. aldar voru lífskjör þrisvar sinnum betri í ríkum löndum en fátækum, í lok tíunda áratugar 20. aldar voru þau orðin 71 sinni betri (m. v. kaupmáttarj afnvægi). Fátæk... og skuldug Fáir gera sér grein fyrir hversu mikill fjöldi fólks er fátækur í heiminum. Áætlað er að 1.300 milljónir manna hafi lægri tekjur en sem nemur einum Bandaríkjadal á dag eða sem samsvarar 2.250 krónum í tekjur á mánuði. Það sem meira er, 80% þjóða hafa lægri þjóðar- tekjur á mann en þær höfðu fyrir áratug. í byrjun áratugarins skulduðu þróunarlöndin iðnvæddu löndunum rúmlega 71 milljarð Bandaríkjadala (að núvirði). Þrír fjórðu af íbúum skuldugra þjóða, um 700 milljónir manna, búa í Afríku. Þar er vandinn lika mestur, fátæktin og vonleysið er svo mikið að myndir af vannærðum bömum ná ekki að lýsa nema broti af vandamálinu. Afskrift skulda arvardprófessorinn Jeffrey D. Sachs lagði nýlega til í grein er birtist í Morgunblaðinu að það „ætti að afskrifa algjörlega skuldir þeirra landa sem búa við mjög mikla fátækt og háa sjúkdóms- tíðni. Um 25 af þeim 42 löndum, sem eru hluti af hópi fátækustu ríkjanna, þurfa að öllum líkindum fúlla afskrift skulda.“ Skuldaóreiða þessara landa er svo mikil að þau verða aldrei í stakk búin til að standa við skuldbindingamar. Að mörgu leyti gæti hreint borð hjálpað þessum þjóðum á fætur í lífsbaráttunni en það eitt dugir þó ekki til. Sjúkdómar Jeffrey D. Sachs hefur lagt mikla áherslu á að vandamál þessara þjóða liggi að miklu leyti í hárri sjúkdómstíðni sem hefur veruleg áhrif á efnahags- þróun. Nóbelsverðlaunahafinn Robert Fogol heldur því fram að aukin heilsugæsla og útrýming alvarlegra sjúkdóma hafi haft veruleg áhrif á upphaf iðnvæðingarinnar í Bretlandi og þróunina í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu. Sachs og David Bloom hafa sýnt fram á það með sterkum rökum að efnahagserfiðleika Afríkuþjóða megi að miklu leyti rekja til sjúkdóma eins og malaríu, sem og óhagstæðra veður- skilyrða og slæmra samgangna. Sachs hefur þess vegna lagt mikla áherslu á að félagslegar umbætur og fyrst og fremst umbætur í heilsugæslu séu mikilvægasta skrefið sem fátækar Afríkuþjóðir þurfi að stíga. Hugmyndir Sachs eru þó varla nema hluti af lausninni, eins og Paul Collier hjá Heimsbankanum hefur bent á. Sjúkdómar eru ekki versta plágan, heldur skipulags- og stjórnaróreiða, harðstjórar og sjálfsþurftabúskapur. Það er til lítils að lána fé og veita aðstoð sem fer beint inn á erlenda banka- reikninga þeirra sem halda þjóðfélaginu í heljargreipum (um 22% allra lána til fátækra ríkja hafa verið lánuð til einræðisherra skv. Jubilee 2000, samtökum sem beita sér fyrir lækkun skulda fátækra þjóða). Það er heldur ekki til neins að dæla peningum inn á svæði þar sem allt logar í skærum og styrjöldum, enda peningamir notaðir til vopnakaupa frekar en nokkurs annars. Friður og lýðræði eru forsenda uppbyggingar. Það verður að reyna að hjálpa þessum þjóðum að byggja upp almennilegt stjómkerfi reist á lýðræði. Byggja upp opinbera geirann með því að Ijármagna ráðningu dómara, lögreglu, lækna og kennara. Rækta verður samfélagið, umfram allt traust og skilning á samvinnu til framþróunar. Byggja verður upp nauðsynlegan lagaramma sem heldur utan um eignarréttinn, samninga, skuldbind- ingar, gjaldþrot o.fl. Jafnframt verður að framfýlgja honum á skilvirkan hátt. Þá má ekki gleyma mikilvægi menntunar í framþróun og uppbyggingu. Efnahagsumbætur rátt fyrir að nýjar áherslur hafi komið fram eru efnahagsumbætur sem framkvæmdar eru á skynsamlegan hátt enn hvað mikilvægastar. Þær eru þó til lítils ef stjómskipulagsvandinn er ekki leystur. Fyrst og fremst þarf að tryggja stöðugleika, síðan má opna fyrir milliríkjaverslun, erlendar fjárfestingar og samkeppni. Stöðugleikann verður að reyna að tryggja með lágri verðbólgu og skynsamlegum lántökum hins opinbera. Opna verður hagkerfi til þess að fátækar þjóðir geti ræktað hlutfallslega yfirburði sína; akkurinn í alþjóðlegum viðskiptum er raun- verulegur. Rökin eru fyrst og fremst að alþjóðleg viðskipti draga úr óhag- kvæmni í framleiðslu þessara þjóða sem stafar af vemdarstefnu og miðstýringu. Markmiðið er að vekja frumkvöðlana í þessum löndum, þeir rakna að minnsta kosti ekki úr rotinu þegar öllu skal stýrt af hinu opinbera. Erfiðurheimur rátt fyrir að mikið hafi verið rætt um vanda fátækra þjóða og lausna leitað er árangurinn í sjálfu sér ekki upp á marga fiska. Tíminn hefur ekki leyst vandamál þessara þjóða, eins og margir vonuðust til. Staðlaðar lausnir, eins og þær sem nefndar hafa verið hér, em aðeins bláeygðar lausnir. Engu að síður era þær gmndvallaratriði. Framkvæmdin er hins vegar miklu erfiðari. Ekki er tekið mið af menningarlegum mun og aðstæðum á hverjum stað. Og stundum er óreiðan svo mikij að ekki er ljóst hvar byrja skal til þess að reyna að greiða úr flækjunni, sérstaklega þegar flækjan er orðin hluti af kerfinu. En á meðan ekki er reynt að snúa ferlinu við sigla þessar þjóðir inn í enn meira vonleysi þegar hvað brýnast er einmitt að vekja vonina. Nýlega lækkuðu G7-ríkin a Már Guðmundsson aðal- ^ banka. í greininni er m.a. j stjómunar peningamála, I skuldir fátækra þjóða um 1 hagfræðingur Seðlabanka 2 rætt um hvað felst í pen- /\ nýlegar breytingar á stöðu 1 27 milljarða Bandaríkja- ^ íslands fjallar um hlutverk ingamálastjóm, megin- og skipulagi seðlabanka dala. og skipulag nútímaseðla- atriði kenninga nútíma- og stöðuna hér á landi.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.