Vísbending


Vísbending - 23.07.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 23.07.1999, Blaðsíða 2
ISBENDING Hlutverk og skipulag nútímaseðlabanka Már Guðmundsson1 aðalhagfræðingur t 4 Seðlabanka Islands Aallra síðustu áratugum hafa átt sér stað nánast byltingar- kenndar breytingar á hagfræði- kenningum um markmið, verklag og skipulag seðlabanka. Vaxandi hluti seðlabankamanna deilir þessum kenningum og þær hafa einnig haft umtalsverð áhrif á starfsemi og skipulag seðlabanka víða um heim. Vísindalegur grundvöllur starfsemi seðlabanka er því mun traustari en áður. Þetta á einkum við peningastjómun en sams konar bylting er nú hafin varðandi það hlutverk seðlabanka að varðveita stöðugleika fjármálakerfisins. í þessari grein verður sjónum einkum beint að mótun og framkvæmd peningastefnu. Þetta er við venjulegar aðstæður flóknasta hlutverk seðlabanka og krefst þess að reglulega séu teknar vel grundaðar ákvarðanir. Af þessum sökum tekur skipulag seðlabanka yfirleitt mest mið af þessu hlutverki.2 í stuttri grein sem þessari er hins vegar ekki hægt að gera þessu margþætta viðfangsefni nema yfírborðsleg skil. Því er tæpt á helstu atriðum en um leið er vísað á frekari efni í útgefnum bókum og tímaritum eða á veraldarvefnum. Stj óm peningamála Stjóm peningamála felur í sér aðgerðir seðlabanka til að hafa áhrif á peningamagn í umferð og/eða vexti á peningamarkaði með tiltekin þjóð- hagsleg markmið að leiðarljósi, svo sem stöðugt verðlag, stöðugt gengi, viðunandi atvinnustig eða hagvöxt. Þetta getur seðlabanki vegna einokunar sinnar á útgáfú lögeyris, sakir þess að viðskiptabankar eru þvingaðir til að eiga við hann innláns- og útlánsviðskipti og vegna þess að hann hefur yfír að ráða eigin sjóðum sem hann getur notað til að hafa áhrif á jafnvægi framboðs og eftirspumar á peninga- eða gjaldeyris- mörkuðum.3 Flestir seðlabankar í iðn- ríkjum nota þetta afl til að stýra vöxtum á peningamarkaði, þ.e. skammtíma- nafnvöxtum. I flestum tilfellum gerist það með því að seðlabankar taka ákvarðanir um eigin vexti í viðskiptum sínum við banka og aðrar lánastofnanir. Þegar fjármagnshreyfingar eru frjálsar á milli landa, eins og raunin er hér á landi, verður náið samband á milli innlendra vaxta og gengis. Við þessar aðstæður má líta svo að seðlabanki hafí aðeins eitt tæki til að reyna að ná þeim þjóðhagslegu markmiðum sem honum hafa verið sett (eða hann hefur sett sér).4 Almennt gildir sú regla að með einu tæki er aðeins hægt að ná einu markmiði. Þar sem fjármagnsmarkaðir eru þróaðir og opnir felst því stjóm peningamála fyrst og fremst í því að taka ákvarðanir um stýrivexti seðlabanka með eitt megin- markmið í huga. I æ fleiri tilfellum erþað markmið stöðugt verðlag.5 Nútímakenningar Hér verða dregin saman nokkur meginatriði nútímapeninga- stjórnunarkenninga, eins og höfundur þessarar greinar sér þau. Þeir sem vilja kynna sér þessi mál þetur hafa völ á ótal bókum og greinum en ég mæli sérstaklega með lítilli bók eftir Alan S. stöðugt verðlag. Það þarf þó ekki að vera í ósamræmi við að seðlabankar leitist við að vinna gegn skammtíma- sveiflum í framleiðslu og atvinnustigi. • Ákvarðanir í peningamálum hafa áhrif með töluverðum tímatöfum (oft er talað um að hámarksáhrif komi fram á 6-12 mánuðum og heildaráhrif ekki fyrr en eftir allt að 2 ár). Þær eru einnig ávallt teknar við skilyrði óvissu. Þar er um að ræða óvissu varðandi efnahagsástand, horfumar og virkni aðgerða. Þess vegna þurfa seðlabankar að vaka yfír öllum efnahagslegum vísbendingum og byggja á haglíkönum og spám við ákvarðanatöku sína. Ovissan gerir það að verkum að stjóm peningamála verður alltaf einhver blanda af vísindum og list. • Það eykur árangur við stjóm peningamála ef seðlaþankar hafa fullt Mynd 1. Hugtakarammi peningastefnu Mat á árangri Stjórntœki: Seðlabankavextir eða framboð lausa- fjár. Inngrip á gja Id eyris m arkað i. Aðgerðamarkmið: Yfirleitt skammtíma- vextir eða vöxtur grunnfjár. Millimarkmið: T.d. stöðugt gengi eða tiltekinn vöxtur peningamagns. Endanlegt markmið: Yfirleitt stöðugt verðlag. Mat á stöðu Vísbendingar: Teningamagn, útlánaþróun, eignaverð, langtímavextir, vaxtaróf /iráefna- og framleiðsluverð, nýting framleiðslugetu, atvinnuleysi, framleiðsluþróun o.fl. Blinder sem er prófessor í hagfræði við háskólann í Princeton í Bandaríkjunum og var þar til nýlega varaformaður bankastjórnar bandaríska seðlabank- ans, svo og ritgerð eftir Stanley Fischer, fyrrverandi prófessor við MIT og núverandi aðstoðarforstjóra Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (sjá lista yfír tilvís- anir): • Seðlabankar hafa þegar öllu er á botninn hvolft aðeins eitt tæki og geta því aðeins náð einu þjóðhagslegu markmiði þegar til lengri tíma er litið. • Breytingar á stýrivöxtum seðlabanka (eða gmnnfé) hafa fyrst og fremst áhrif á verðlagtil langs tíma litið en til skemmri tíma litið hafa þær einnig áhrif á framleiðslu og atvinnustig. • Verðbólga hefur kostnað í för með sér og dregur úr hagvexti ef hún fer yfír ákveðið mark. • I ljósi ofangreinds er eðlilegast að seðlabankar hafi aðeins eitt megin- markmið með peningastjórn sinni, þ.e. sjálfstæði til þess að beita stjórntækjum sínum til að ná markmiði um verðstöðug- leika. Það eiga hins vegar að vera stjórnvöld sem skilgreina markmið seðlabanka en ekki þeir sjálfir. ' Hin hliðin á sjálfstæði seðlabanka er að þeir standi reikningsskil gerða sinna í tvíþættri merkingu, þ.e. að þeir séu gerðir ábyrgir fyrir að ná þeim markmiðum sem þeim hafa verið sett og að þeir útskýri stefnuna í peningamálum fyrir stjómvöldum og almenningi. • Til að auðvelda reikningskil peninga- stefnunnar og til að stuðla að auknum trúverðugleika hennar þarf hún að vera eins gagnsæ og mögulegt er.6 Þannig þarf seðlabanki að útskýra opinberlega hvemig hann sér fyrir sér áhrif hennar á efnahagslífíð og lýsa því opinberlega yfír ef hann vinnur með einhvers konar millimarkmið að hinu endanlega markmiði. Dæmi um slíktert.d. yfírlýsing hér á landi um að gengið skuli haldast innan vikmarka sem er ±6% frá 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.