Vísbending


Vísbending - 23.07.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 23.07.1999, Blaðsíða 4
bankastjórar, aðrir háttsettir yfirmenn í seðlabanka og/eða utanaðkomandi sérfræðingar. Þannig eiga t.d. níu meðlimir sæti í peningastefnunefnd Englandsbanka, þ.e. seðlabanka- stjórinn, tveir varaseðlabankastjórar, aðalhagfræðingur, yfirmaður peninga- málaaðgerða og Qórir utanaðkomandi hagfræðingar. Flestir meðlimir peninga- stefnunefnda þessara þriggja banka eru útskrifaðir hagfræðingar. Sérfræðingar á sviði þjóðhagfræði, hagstjórnar og seðlabankastarfsemi eru fleiri en eiginlegir viðskiptabankamenn, enda eru þær ákvarðanir sem þessar nefndir takaeðlisólíkarákvörðunum í viðskipta- bönkum.‘’ Þessum nefndum er gert að halda fundi með reglulegu millibili og tilkynna í lok þeirra um ákvörðun sína. Þess utan er þeim gert að birta a.m.k. útdrátt úr fundargerðum sínum að ákveðnum tíma liðnum og gera þingi og þjóð með reglulegu millibili rækilega grein fyrir framkvæmd stefnunnar í peningamálum. Staða mála hér á landi Npkkuð skortir á að Seðlabanki íslands hafi sams konar lagalegt sjálfstæði og best gerist í þróuðum iðnríkjum. Bankinn hefur ekki eitt skýrt markmið með peningastjóm sinni heldur skal hann bæði stuðla að því að „verðlag haldist stöðugt og framleiðslugeta atvinnuveganna sé hagnýtt á sem fyllstan og hagkvæmastan hátt“. Ekki er lagalegt bann við beinum lán- veitingum til ríkis. Bankinn þarf heimild ráðherra til beitingar bindiskyldu. Komi upp ágreiningur á milli Seðlabanka og ríkisstjórnar skal bankinn að lokum fylgja stefnu ríkisstjómarinnar, jafnvel þótt það stangist á við markmið um stöðugt verðlag. Bankastjórn Seðla- banka íslands ákvarðar hins vegar stýrivexti bankans. Það er þó innan þess ramma sem sameiginleg stefnumörkun ríkisstjómar og Seðlabankans í gengis- málum setur. Staðan er reyndar betri í raun heldur en lagatextinn segir til um. Þannig hefur t.d. verið lokað fyrir beinar lánveitingar til ríkissjóðs með samkomulagi á milli Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins. Á undanfömum ámm hefur átt sér stað töluverð umræða um skipan bankastjórnar Seðlabanka Islands. Annars vegar er sú spurning rædd hvort bankastjóm skuli vera fjölskipuð (t.d. 3 bankastjórar eins og núverandi lög gera ráð fyrir) eða hvort komið verði á kerfi eins aðalbankastjóra, eins og tíðkast mjög víða í löndunum í kringum okkur. Hins vegar er sú spuming rædd hvemig skuli standa að vali á fólki í bankastjórn. Varðandi bæði atriðin verður að hafa ríkt í huga að mikilvægasta hlutverk bankastjórnar er að ákvarða stýrivexti Seðlabankans sem síðan hafa áhrif á allt ISBENDING vaxtastigið í landinu. Þótt höfundur þessarar greinar hafi verið og sé að sumu leyti enn fylgjandi kerfi eins aðalbankastjóra telur hann ekki eðlilegt og efast um að sátt verði um það við nánari skoðun að það vald verði falið einum manni, þótt það þekkist í sumum löndum. Það verður að hafa ríkt í huga að þótt heitið seðlabanki endi á „banki“ þá er margt í starfi hans sem á ekkert skylt við starfsemi ýmissa annarra fyrirtækja og stofnana sem enda á sama orði. Hins vegar getur kerfi eins aðalseðlabankastjóra vel gengið upp ef sett er á fót með formlegum hætti einhvers konar peningastefnunefnd sem tekur ákvarðanir um stýrivexti Seðlabankans. Aðalbankastjóri yrði þá um leið formaður þeirrar nefndar. Eg tel að þetta sé kostur sem vert sé að skoða með öðram þeim möguleikum sem nefndir hafa verið. Tilvísanir: Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson (1998): „Peningastefnan á Norðurlöndum: Rammi, vísbendingar og stjórntæki“, Fjármálatíðindi 2. Blinder, Alan S. (1998): Central Banking in Theory and Practice, MIT Press. Buiter, Willem H. (1999): „Alice in Euroland", væntanlegt í Joumal of Common Market Studies 37, einnig http://www.econ.cam.ac.uk/faculty/ buiter/ Cukierman, Alex (1992): Central Bank Strategy, Credibility, and Independence: Theory and Evidence, MIT Press. International Monetary Fund: Monetary and Exchange Affairs Department (1999): „Code of Good Practices on Transparency in Monetary and Financial Policies: Declaration of Principles“, Consultative Draft, http:// www.imf.org/external/np/mae/mft/code/- ind-ex.htm. Stanley, Fischer (1994): „Modern central banking“, í Capie, F., C. Goodhart, S. Fischer og N. Schnadt (ritstj.): The Future of Centrai Banking, Cambridge University Press. Vísbendingin N ugmyndin að draga þjóðir í dilka eftir menningu hefur oft verið gagnrýnd í ljósi þess að einstaklingar af einni þjóð eru mjög ólíkir. Holdgervingur þeirrar menningar sem einkennir þjóð er ekki til. Engu að síður er ljóst að þjóðir eru ólíkar og að menning getur útskýrt þennan mun og aukið skilning á hegðun og hugsun ólíkra þjóða og einstaklinga sem tilheyra þeim. Hægt er að fá vísbendingar sem geta skipt sköpum í árangursríku samstarfi milli þjóða og ákvörðunum í alþjóðavæðingu. Aðrir sálmar . x Gnægtabnmnurinn að er ánægjulegt og óvenjulegt að heyra hvemig nýr framkvæmdastjóri Básafells hafnar afskiptum stjómmála- manna af rekstri fyrirtækja. Allt of lengi hafa Vestfirðingar valið þá leið að leggjast á axlir stjórnmálamanna með tárvota vanga og biðjast ásjár. Og allt of lengi hafa stjórnmálamenn verið svo einfaldir að telja að það væri hjálp að því að leiða Vestfirðinga að ríkisjötunni þar til þeir vora orðnir svo ósjálfbjarga að þeir komust ekki að jötunni hjálparlaust og færa varð jötuna til þeirra með sérstakri 300 milljóna króna aðstoð fyrir nokkram áram. Stjómmálamenn hafa viljað kaupa sér vinsældir á kostnað almennings. Þingmenn Vestfirðinga halda neyðarfund þegar fréttir herma að 70 Pólverjar séu atvinnulausir á Þingeyri. I fullri alvöru tala sumir stjóm- málamenn um að sértækra aðgerða sé þörf. Þeim er örugglega ekki vel við hinn nýja vindhana í Básafelli sem segir að fýrirtækin eigi að ráða við sín vandamál sjálf. Til hvers eru þingmenn þá ef þeir geta ekki ausið almannafé í fyrirtæki skjólstæðinga sinna. Og hvers konar skjólstæðingur er það sem afþakkar ölmusu og andlega leiðsögn stjórnmála- manna? íslendingar voru alltaf sannfærðir um það og það með réttu að þeir væru veitendur en ekki þiggjendur frá Dönum. Þess vegna var enginn bilbugur á þjóðinni að lýsa yfir sjálfstæði árið 1944. Púertó Ríkó hefur lengi verið undir stjórn Bandaríkjamanna. Þar er meira en helmingur íbúanna á ríkisstyrk af einhverju tagi. Þótt alltaf séu háværar raddir um sjálfstæði eyjarinnar þá er enginn vafi að því að hinn þiggjandi meirihluti treystir sér ekki til þess að slá á hina gefandi hönd Bandaríkjanna. Landið er fast í fátæktargildrunni þangað til Bandaríkjamenn ákveða að byrgja gnægtabrunninn. Það er vissulega lofsvert að íslendingar ætla að hafa frumkvæði um að styrkjum til sjávarútvegs verði hætt. Eðlileg byrjun á þeirri baráttu er að fella niður sjómannaafsláttinn eins og fjármálaráðherra lýsti yfir að væri stefna sín síðastliðið vor. V__________________________________) ÁRitstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri ogA ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.