Vísbending


Vísbending - 30.07.1999, Qupperneq 1

Vísbending - 30.07.1999, Qupperneq 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 30. júlí 1999 30. tölublað 17.árgangur Veðmál áratugarins essi síðasti áratugur aldarinnar hefur verið einkar fjörlegur í fjármálaheiminum. Sérstaklega hefur fjörið aukist með auknum áhrifum afleiðuviðskipta og baktryggingasj óða (e. „hedge funds“). í byrjun áratugarins voru slíkir sjóðir um 200 talsins en í lok árs 1997 voru þeir taldir vera um 4.500. Eignir slíkra sjóða jukust á sama tímabili úr 20 milljörðum Bandaríkjadala í 300 millj arða og hafa því fimmtánfaldast. Öll þessi fjörlegheit hafa þó stundum farið illa í suma þátttakendur. Baringsbanki Nýlega var Nick Leeson sleppt úr tugthúsi í Singapúr, þremur og hálfu ári áður en hann hafði tekið út fulla refsingu. Leeson á ffægð sína að þakka Baringsbanka, 233 ára banka sem var einn elsti og virtasti banki Bretlands, en Leeson tókst á eigin spýtur að setja hann á hausinn. Leeson seldi framvirka samninga í útibúi bankans í Singapúr. Hann var einungis 28 ára og þótti nokkuð snjall í sinu fagi og mjög varkár í samningum, ólíkt öðrum sem stunduðu sömu viðskipti á þessum tíma. I byrjun árs 1995 féll hann frá varkáminni og hóf að veðja fyrir alvöru. Hann veðjaði að japanski hlutabréfamarkaðurinn myndi stíga, en í staðinn seig hann. Þá lagði hann bara meira undir til þess að ná upp tapinu en markaðurinn seig áfram. Aður en yfir lauk hafði hann veðjað um 7 milljörðum Bandaríkjadala á að virði markaðarins myndi hækka. Þetta var þó ekki eina veðmál Leesons því á sama tíma veðjaði hann á að japanskir vextir myndu hækka (eða skuldabréf lækka). Rétt eftir að hann hafði lagt undir byrjaði hann að tapa, hann lagði þá aftur meira undir þangað til hann hafði veðjað 22 milljörðum Bandaríkjadala á að vextir myndu hækka, — sem þeir gerðu ekki. Það eina sem stöðvaði veðmálið var að hann hafði veðjað öllu fjármagni Baringsbanka og hafði því ekki meira til að leggja undir. Þrátt fýrir að hann hafi lagt undir um 3 0 millj arða Bandaríkj adala tapaði hann „ekki nema“ einum milljarði. Tapið hefði getað verið miklu meira. Tapið var hins vegar mun meira en hreint virði Baringsbankans, tilraunir Englandsbanka til að bjarga honum reyndust árangurslausar og bankinn varð því gjaldþrota. Orangesýsla ann 6. desember árið 1994 var heil sýsla gerð gjaldþrota, Orangesýsla í Kalifomíu i Bandaríkjunum. Þetta var ekki einungis mikið áfall, fyrir sýsluna heldur einnig alla bandarísku þjóðina. Á tímabilinu frá 1991 til 1994 hafði sjóðstjóri sýslunnar, Robert L. Citron, rakað inn 750 milljónum Bandaríkjadala í hagnað og þótti mikil hetja í fjármálaviðskiptum. Citron veðjaði á stöðuga eða fallandi vexti sem var gott veðmál þangað til 1994 þegar vextirtóku að hækka. Veðmálið var gert með nokkmm afleiðusamningum. Seinni tíma rannsóknir á þessum atburði hafa leitt í ljós að Citron hafði ekki hugmynd um hvað hann var að kaupa, hvaða áhættu hann var að taka, þegar hann gerði þessa afleiðu- samninga. Sumir segja að hann hafi haft reiknikunnáttu á við barn þegar þörf er fyrir mikla stærðffæðikunnáttu til þess að getareiknað slíka samninga út. „Hann veit þrjátíu prósent af því sem hann heldur að hann viti,“ sagði einn sölumaðurinn um hann. Þegar leikurinn stóð sem hæst hafði Citron lagt allan sjóð Orangesýslunnar undir, 7,4 milljarða Bandaríkjadala, og þar að auki tekið 13 milljarða að láni. Að leikslokum var tap sýslunnar af viðskiptum Citrons um 1,7 milljarðar Bandaríkjadala. Rolls Royce-sjóðurinn Hægt er að segja að Robert L. Citron hafi verið of einfaldur maður til þess að vera þátttakandi í þessu veðmáli og að Nick Leeson hafi einfaldlega orðið spilafíkn að bráð. Það útskýrir hins vegar ekki tap baktryggingasjóðsins Long-Term Capital Management (LTCM). Stofnandi sjóðsins, John Meriwether, var fyrrverandi yfirmaður (,,vice-chairman“) hjá Salomon Brothers. Viðskiptafélagar hans og hugmyndafræðingar sjóðsins voru engir aðrir en prófessoramir Myron Scholes og Robert Merton sem fengu nóbelsverðlauninárið 1997 fyrirffamlag sitt til þróunar afleiðuviðskipta. Einnig var David Mullins, fyrrverandi vara- formaður bankaráðs bandaríska seðla- bankans, meðeigandi. Fjárfestar í sjóðnum vom topplaxar Wall Street, þ.á m. David Komansky hjá Merril Lynch, Donald Marron hjá PaineWebber og nokkrir af eigendum ráðgjafa- fyrirtækisins McKinsey & Co. Slíkt var einvalaliðið að sjóðurinn var oft nefndur Rolls Royce ljárfestingarsjóðanna. Árangur sjóðsins ffaman afvarmjög góður, 59% ávöxtun árið 1995 og 44% árið 1996. í lok árs skilaði sjóðurinn meira að segja 2,7 milljörðum til stofnfjárfesta sinna og þá stóð sjóðurinn i um 5 milljörðum. I byrjun september 1998 var tilkynnt að sjóðurinn hefði tapað um 2 milljörðum í undangengnum mánuði. Þegar betur var skoðað í pyngjuna kom í ljós að einungis einn milljarður af fimm var eftir og skuldir sjóðsins voru 200 milljarðar Bandaríkjadala. Seðlabankinn í New Y ork, ásamt hópi af fjárfestingarbönkum, bjargaði LTCM áður en sjóðurinn varð gjaldþrota: 3,4 milljörðum var dælt í sjóðinn í skiptum fyrir 90% eignarhlutdeild. Sumir segja að þetta hafi verið gert til þess að vemda topplaxa Wall Street (að minnsta kosti 10% af upphaflegri fjárfestingu þeirra) en íhlutun bankanna þjónaði þó mikilvægari tilgangi. LTCM hafði náð ótrúlegri stöðu á markaðinum og uppgjör sjóðsins hefði getað valdið tapi sem nemur 14.000 milljörðum Banda- ríkjadala. Slík umskipti hefðu getað leitt til verulegs. skjálfta á Qármála- markaðinum og hugsanlega hruni. Afleiðuviðskipti Mjög skiptar skoðanir em um ágæti afleiðusamninga og bak- tryggingasjóða. Sá sem gagnrýnt hefur skort á reglum um starfsemi þessara (Framhald á síðu 4.) -g Mikið er lagt undir í ^ Ásgeir Jónsson hag- ^ Snjólfur Ólafsson, próf- i greinar Þórarins V. I afleiðuviðskiptum en því 1 ffæðingur fjallar um 7 essor við Háskóla Islands, /| Þórarinssonar um sarna X miðurgetaekkiallirunnið deiluna á milli kvótavcrja ijallarummarkaðslögmálin efnií24. tbl. Vísbendingar. í þess konar viðskiptum. og gjaldtökunga. í heilsugæslu í tilefhi

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.