Vísbending


Vísbending - 30.07.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 30.07.1999, Blaðsíða 2
ISBENDING Af skotgrafahemaði og auðlindagjaldi Ásgeir Jónsson hagfræðingur að er fremur tíðindalaust af þeim skotgrafahernaði sem umræðan um auðlindaskatt er orðin hér- lendis. Andstæðar fylkingar hafa grafið sig niður beggja vegna eldlínunnar og gera síðan reglulegar árásir hvor á annars garð. Stundum erujafnvel lærðir útlend- ingar fengnir til þess að leiða áhlaupin en niðurstaðan erþó ávallt sú að víglínan er kyrr. Báðar fylkingar bregða fyrir sig hagkvæmnisrökum en þegar grannt er skoðað snýst baráttan mun frekar um hagsmunahópa og skiptingu tekna, með öðrum orðum pólitík. Hagkvæmni Núverandi kvótakerfi er hagkvæmt vegna þess að kvótinn tryggir eignarrétt einstakra útgerða og frjálst framsal leiðir til þess að veiðiheimildir lenda í höndum þeirra sem geta skapað mestu verðmætin af fiskimiðunum. Einnig er ljóst að það fyrirkomulag sem nú tíðkast hefur verið helsti drifkrafturinn á bak við efnahagslega endurreisn íslands á þessum áratug eftir óreiðu og ofijárfestingar íyrri ára. Hins vegar er heldur ekkert sem gefur til kynna fyrirfram að auðlindaskattur leiði til óhagkvæmni. Hægur vandi er að leggja gjald á aflaheimildir þar sem þær eru og aðhafast ekkert frekar. Við það myndi kvótaverð lækka lítið eitt vegna þess að framtíðarrenta yrði minni og einhver fyrirtæki gætu ekki reitt fram gjaldið og yrðu að hætta rekstri. Annar möguleiki væri sá að ríkið tæki 5% af aflaheimildum á hverju ári og seldi á almennum markaði sem 20 ára nýtingar- bréf en þau myndu síðar ganga aftur til sölu hjá ríkinu að þeim tíma liðnum. Nefnd nýtingarbréf gætu síðan gengið kaupum og sölum á milli einkaaðila eins og hver önnur verðbréf og myndu tryggja nægjanlegt frelsi og öryggi til bestu nýtingar áfiskimiðunum. Lykillinn að hagkvæmum auðlindaskatti er að ná einhverjum hluta af arði auðlindarinnar án þess að trufla rekstur og viðgang útvegsins. Það er vel mögulegt. Sundurlyndi helsta meinið að sem mest er til baga fyrir fylgismenn auðlindagjalds, eóa gjaldtökunga, er hversu þeir eru sundurleitir. Hið eina sem þeir geta sammælst um er að steypa núverandi kerfi en síðan slær út í fýrir mörgum stríðskappanum þegar rætt er um hvað skuli taka við. Svo langt gengur að menn komast á þing með fýrirheitum um að stjóma útveginum „með handafli“, nái þeir taki á stjómartaumunum. Reyndar hefur umræðu um sjávarútveg lengi fylgt lýðskmm og heitingar sem hafa kastað rýrð á þá sem hafa reynt að færa málefnaleg rök fýrir auðlindagjaldi. Við þetta bætist að alls kyns hagmuna- samtök og þrýstihópar, sem hafa sérhagsmuni að leiðarljósi, reyna að knýja fram breytingar á núverandi kerfi. Af poturum Af þeim hagsmunahópum sem vilja breytingar em sjómenn öflugastir. Þeim hefur lengi tekist að sannfæra þjóðina um að þeir eigi skattaafslátt skilinn fýrir að stíga ölduna á vinnustað sínum og vera fjarverandi frá eigin- konunum. Þeir vilja halda hluta af auðlindararðinum og vama því að kostnaður við kvótakaup eða -leigu komi inn í hlutaskiptin með sama hætti og önnur aðföng, s.s. olía. Fast á hæla þeirra koma útgerðarmenn smábáta sem vilja helst stunda frjálsar veiðar og hafa með offorsi náð að sölsa undir sig stóran hluta af veiddum afla á Islandsmiðum. Þeirnjótaþess fýrir alþýðu að vera Davíð sem berst við Golíat. Loks eru það hagsmunir einstakra byggðarlaga sem hafa sum tapað miklu á kvótatilfærslum. Skaði þeirra er oft tilfmnanlegur og sárt að sjá fólk sitja uppi með verðlausar eignir, ævistarf unnið fyrir gýg. Hins vegar hefur verið stungið upp á mörgum mótaðgerðum sem ekki eru til mikilla nytja fyrir landið í heild. Tillögur Vestfirðinga um sóknarmark eru vel þekktar; þær yrðu til gagns fýrir þá sjálfa og aðra sem styst eiga á miðin en myndu jafnframt draga úr verðmætasköpun i sjávarútvegi. Þá hefur einnig verið stungið upp á að hefta kvótaframsal, sem er axarhögg að rótum þess rekstrarárangurs sem náðst hefur í sjávarútvegi. Þeir sem standa til vamar eir sem standa til varnar fýrir núverandi kerfi er fámennur flokkur en samheldinn. Þar eru vígdjarfastir íslenskir útvegsmenn, enda hafa þeir miklu að tapa við breytingar. Þeim hefur síðan bæst liðsauki frá erindrekum smárra byggðarlaga sem óttast að auðlindaskattur muni ríða heima- fyrirtækjum þeirra að fullu. Einbeitni þessara kvótaverja hefur ekki aðeins aftrað gjaldtökungum, hún hefur einnig haldið ofangreindum hagsmunahópum í skeijum til guðsþakkar fýrir land og þjóð en á bak við víglínuna hefur útgerðin blómgast til hagsbóta fýrir alla landsmenn. Ekki skal dregin fjöður yfir það að útgerðarmenn með eignarhald á kvótanum hafa grætt mest. Þeir hafa séð kvótaeign sína margfaldast í verði og sumir hafa þegar leyst til sín þennan hagnað með kvótasölu. Það er þessi renta er felst í virði kvótans sem gjald- tökungar vilja dreifa víðar. En helsta hættan við að brjóta kvótaverja á bak afitur er sú að inn ryðjist áhlaupssveit skammsýnna stjórnmálamanna og sérhagsmuna-berserkja sem ffemji mikil hervirki. Þeirra sigur gæti brennt til grunna þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað í kringum kvótakerfið á tæpum 20 árum. Hagkvæmni eðaréttlæti? Astæðan fýrir því að gjaldtökungum verður ekki betur ágengt er sú að hagsmunir venjulegs fólks af auðlinda- gjaldi eru óljósir og stórar fjárhæðir eru ofar verðmætaskyni almennings. Það sást t.d. skýrt af málum Landsbankans, að maðurinn á götunni yppti öxlum þótt milljarðar töpuðust í pólitískum lán- veitingum en fýlltist ákaffi reiði við það að nokkrum milljónum væri eytt í laxveiðiferðir. Þá eru skoðanir fólks á réttlæti mótsagnakenndar. Sumum finnst t.d. ósiðlegt að gefnar séu út veiðiheimildir á óveiddum þorski en telja ekkert athugavert við að selja veiði- heimildir á óveiddum laxi til ríkra stangveiðimanna. Að svo komnu máli virðist eina leiðin fyrir gjaldtökungavera sú að mynda bandalag við þá sérhagsmunahópa sem hér hafa verið nefndir til að brjótast í gegnum víglínu kvótaverja. Eða rugla reytúm við vinsælda-pólitíkusa sem gætu fýllt fólk af „heilagri“ reiði gegn útgerðarmönnum. Vopnahléssamningar Enn sem komið er hefur ekkert slíkt bandalag náð neinum styrk. Kvótaverjar virðast álíta að vígstaða sín sé varanleg og eru ófúsir til friðarviðræðna. Með því er verið að taka óþarfa áhættu. Sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að fullmyndugt árásar- bandalag geti myndast eða að fiskveiðistefnan geti orðið hitamál sem skipti sköpum fýrir pólitíska ffamvindu. Auðvitað er svo ekki loku fýrir það skotið að auðlindagjaldsmönnum vaxi styrkur og þeir geti af eigin rammleik (Framhald á síðu 4.) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.