Vísbending


Vísbending - 30.07.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 30.07.1999, Blaðsíða 4
ISBENDING Framsækið fyrirtæki Eftirfarandi bréf var sent ritstjórn Vísbendingar (nafnleyndar óskað): „Ég gat ekki orða bundist þegar ég las aðra sálma í Vísbendingu í dag [28. tbl.]. Dóttir mín flutti að heiman og ætlaði að gerast símnotandi. Fór í Lands- símann í Kringlunni, gerðist símnotandi og borgaði. Ætlaði svo að velja númer. L: Nei - ekki hægt að velja númer hér - þú verður að fara á Austurvöll. Þar var búið að loka svo hún fór daginn eftir. Bitur starfsmaður Lands- símans við Austurvöll fann ekki umsóknina hennar - og sagði Iíka að ef hún ætlaði að velja sér númer þá yrði hún að fara í Ármúlann - hún þangað. Beiðnin hennar fannst svo eftir dúk og disk. Ferlið tók nokkra daga. (Tölvu- samskipti??!!) En það hlægilegasta við þetta er að ég er alltaf að lenda í einhverjum Gallupkönnunum þar sem verið er að spyrja hvort mér finnst Landssíminn vera framsækið fyrirtæki. Önnur saga: Islandspóstur á Akranesi. Þegar fyrirtæki mitt fær toll- pakka frá útlöndum (sem er oft) skila ég inn tollskýrslu á pósthúsið. Toll- skýrslan min fer í tösku til Reykjavíkur með rútunni og kemur svo aftur til baka svona einum til tveimur dögum síðar - þá reyndar kemur tollskýrslan í tölvusamskiptum en ekki með Sæmundi (rútunni). Mér lá þetta svona á hjarta.“ v_________________________________, (Framhald af síðu 2.) knúið fram uppgjöf. Kjördæma- breytingin sem nú er ffam undan mun valda því að landsbyggðin missir pólitískt vægi, en þar hefúr andstaðan við auðlindagjald jafhan verið mest. Velsæld og vinsemd Ef kjörið stendur um núverandi kerfí og gjaldtöku með þeim annmörkum að ríkisvaldið hefti framþróun í sjávar- útvegi er það einfalt val. Auðlindagjald gæti aukið velsæld þjóðarinnar með því að lækka aðra skatta sem hafa óæskileg jaðaráhrif í för með sér og jafna tekjuskiptingu í landinu en hins vegar er það ekki þess virði að heilbrigði sjávarútvegs sem atvinnugreinar sé fórnað. Þá væri verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Best væri hins vegar að komast að þolanlegum vopnahlésskilmálum og sættast á einhvers konar gjald í sátt við útvegsmenn. Slíkir samningar myndu tryggja öryggi útgerðarfyrirtækja og eyða þeirri óvissu sem hefur ríkt um varanleika aflaheimilda. (Framhald af síðu 1.) sjóða hvað mest er sjóðstjóri sjálfúr og reyndar sá frægasti, hinn ungversk- ættaði George Soros. Hann heldur því fram að afleiðuviðskipti valdi óstöðugleika og geti hreinlega eyðilagt heilu samfélögin. Margirhafatekið undir þessi orð, sérstaklega þeir þjóðar- leiðtogar sem hafa séð fjármagnið hverfa úr landi eins og hendi væri veifað, t.d. dr. Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu. Einstaklingar eru með gífurlega Ijármuni á milli handanna sem er oftast annarra manna fé og þeir þess vegna tilbúnir að taka mun meiri áhættu en ella. Oft er þetta án nokkurrar vitneskju eigenda ijármagnsins, eins og dæmin sýna. Eins og hjá Leeson, Citron og Meriwether vill fjárhættuspilagleðin oft leiða til þess að menn leggja meira og meira undir til þess að geta endurheimt það sem þeir hafa tapað. Oft tekst það en oftast mistekst það með fyrrgreindum afleiðingum. Eðli afleiðuviðskipta er þó ekki að vera fjárhættuspil, eins og Merton Miller, nóbelsverðlaunahafi i hagffæði, er iðinn við að benda á. Þau eru fyrst og fremst til þess að tryggja sig gegn áhættu, til þess ætluð að halda áhættu í lágmarki en ekki til að auka hana. Sem slík „hafa [afleiðuviðskipti] gertheiminn að öruggari stað“, segir Miller. Afleiðuviðskipti eru líka þannig í eðli sínu að fjármagnið tapast ekki heldur færist það úr höndum eins í hendur annars (að frádreginni þóknun viðskiptabanka). Hagrænn skaði er því lítill sem enginn. Þó að afleiðuviðskipti séu fyrst og fremst til þess gerð að tryggja sig gegn skaða gefa þau fjárfestum góð tækifæri sem eru langt í ffá áhættulaus, eins og margir halda, og ffeistandi er að veðja á. En það er líka veðmál sem nóbels- verðlaunahafar og reiknisnillingar eins og Scholes og Merton geta tapað á og tapað miklu. Heimildir: FIASCO e. Partnoy, F; Devil Take the Hindmost e. Chancellor, E.; On Derivatives e. Miller, M. Aðrir sálmar Afleiðuviðskipti eru flókin viðskipti sem eiga einungis um 20 ára sögu. Það er því skiljanlegt að ekki allir hafi náð tökum á þeim. Þær sögur sem sagðar eru í þessu riti lýsa fyrst og fremst takmarkaðri skynsemi þeirra sem stunda þessi viðskipti. Afleiðuviðskipti eru eins og önnur viðskipti, hafa sína áhættu sem er nauðsynlegt að gera sér grein íyrir. Afleiðusamninga á ekki að nota í blindni. Aukinnar þekkingar er þörfbæði til að komast hjá stórslysum og til að kveða niður hræðsluáróðurinn. N___________________________________^ Listir og lestir Það er umhugsunarefni hvers vegna svo margir listamenn hafa á yfirstandandi öld snúist á sveif með vinstri flokkum. Ein skýring er væntanlega sú að listamenn eru líkt og blaðamenn off í því hlutverki að finna að því sem aflaga hefúr farið. Þeir eru því í einstökum málum oft andstæðingar stjórnarherra. Hjá þeim sem mála heiminn bara í svörtu og hvítu hlýtur sá sem er á móti þeim sem ráða í einu að vera á móti þeim í öllu. Alþekktir eru ráðamenn á öllum tímum sem hafa raðað í kringum sigjábræðrum og undirlægjum sem mæra þá svo að öðrum verður að athlægi, en hinn mærði lætur sér vel líka. Þeir sem dirfast að halla orði eru ekki húsum hæfir. Þannig er það ekki að öllu leyti fráleitt að stjómmálamenn og flokkar hafi stundum beinlínis hrakið listamenn til andstöðu við sig. Önnur ástæða kann að vera sú að listamenn rugli saman orsök og afleiðingu, þeir telji að slæm kjör kalli á frekari ríkis- afskipti, þegar það er í raun og veru margsannað að því minni sem afskipti ríkisins em, þeim mun blómlegra er efnahagslífið og velferð þegnanna. Munur á lífskj örum verður að vísu meiri, en i sósialísku kerfunum eru allflestir fátækir, og þar eru hinir fátæku fátækari en þar sem ríkið lætur þegnana í friði. I þriðja lagi em til þeir listamenn sem hafa brotist til fátæktar vegna þess að það hefur komið sér vel fyrir þá í þeirra „kreðsum". Meðan kommúnisminn var sem ógnvænlegastur í Sovétríkjunum og pólitískar hreinsanir fóm að hluta til fram fyrir opnum tjöldum í réttar- höldunum miklu þá skrifuðu hinir bestu islensku rithöfundar lofmllur um ósómann. Á sama tíma og þeir lofúðu StalínréðustþeirafmiklumkraftiáHitler, sem ekki var ólíkur skúrkur en hans einræðisflokkur hét ekki kommúnista- flokkur. Vinstri flokkar vom einnig snjallir að nýta sér vinsældir listamanna. Mesta villa listamanna er líklegast sú að velja sér stjórnmálaflokk til þess að tryggja sér aðdáendur. En jafhvitlaust er hjá þeim sem hafa frjálslyndar skoðanir að fordæma list vinstri manna vegna stjórnmálaskoðana. V ÁRitstjóm: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri og'' ábyrgðarmaóur, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Simi: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.