Vísbending


Vísbending - 06.08.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 06.08.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 6. ágúst 1999 31.tölublað 17.árgangur Um laun og græðgi M ikil umræða hefur verið um laun í þjóðfélaginu síðustu tvær .vikur á meðan blöð og tímarit rýna í launatekjur nokkurra valinkunnra andlita. Slík hnýsni getur þó verið hinn ágætasti umræðugrundvöllur um laun forstjóra stórfyrirtækja almennt. Forstjóralaun Forstjóri Eimskips hefur mestallan þennan áratug verið launhæstur íslenskra forstjóra. Nafnlaunahækkun hans, m.v. kannanir tímaritsins Frjálsrar verslunar, á milli áranna 1989 og 1998 er 186%. Á síðasta ári voru laun hans 2,3 milljónirkrónaámánuðieða27,7milljónir á ársgrundvelli. Þessar launatekjur eru þó allar launatekjur einstaklings en ekki fyrir einstakt forstjórastarf, þó að í eftirfarandi útreikningum sé gert ráð fyrir að aðrar launatekjur tengist viðeigandi forstjórastarfi. I sjálfu sér er nokkuð erfítt að meta raunlaun forstjóra þar sem þau eru í raun þríþætt, þ.e. laun, hlunnindi og afkastahvetjandi laun sem þurfa ekki að koma fram nema á nokkurra ára fresti. Á meðfylgjandi mynd (mynd 1), sem sýnir launatekjur fjögurra forstjóra, má sjá að laun þessara forstjóra fylgjast nokkuð að, jafnstígandi. Einnig má sjá að laun forstjóra Eimskips og Skeljungs, Tafla 1. Árstekjur 20 forstjóra (í þúsundum króna) Nafn og tyrírtæki 1998 Höröur Sigurgestsson, forslj. Eimskips 27.648 Kristinn Björnsson, forstj. Skeljungs 19.768 Geir Magnússon, forstj. ESSO 18.748 Axel Gíslason, forstj, Vi'S 16.721 Bogi Pálsson, forstj. P. Samúeis. (Toyota) 16.476 Haraldur Gfslason, frkvstj. í Vestmannaeyjum 16.008 Sindri Sindrason, frkvstj. Pharmaco 15.777 Sigurður Helgason, forstj. Fiugleiða 13.968 Magnús Gauti Gautason, frkvstf. Snæfells 13.682 Ólafur Ólafsson, forstj. Samskipa 13.312 Óskar Magnússon, stjform. Baugs 13.272 Brynjólfur Bjarnason, frkvstj. Granda 13.204 Þórólíur Árnason, forstj. Tals 13.175 Gunnar Örn Kristjánsson, forstj. SÍF 13.025 Kristján Richter, forstj. K. Rlchter 12.996 Slgfús Sigfússon, forstj. Heklu 12.950 Lilja Hrönn Hauksdóttir, efgandi Cosmo 12.895 Sverrir Sigfússon, frkvstj. hjá Heklu 12.525 Vilhjáimur Fenger, forstj. Nathan & Olsen 12.444 Einar Benediklsson, lorstj. OLlS 12.357 Meöaltekjur 20 tekjuhæstu forstjúra 15.047 f Mynd 1. Laun forstjóra fjögurra íslenskra stórfyrirtœkja á verðlagi hvers árs (í þúsundum króna) L ..... Eimskip —m—— Skeljungur SH — — — Flugleiðir $> N# $> ^>* ^> ^ $> ^ ^> $> sem hefur yfírleitt verið næsthæstur eða með hæstu mönnum, hafa farið mjög hratt stígandi á síðustu þremur árum. Tvær óvenjulegar sveiflur má sjá í línuritinu, annars vegar tekjustökk forstjóra Eimskips á milli áranna 1995 og 1996 og hins vegar dýfu sem forstjórí Skeljungs tekjur á milli áranna 1989 og 1990 sem er hægt að útskýra með að forstjóraskipti urðu í Skeljungi á þessum tíma, Kristinn Björnsson tók við af Indriða Pálssyni. Annars fylgir meðaltal þessara fjögurra forstjóra launum forstjóra Skeljungs. Þegar meðaltal þessara fjögurra forstjóra er borið saman við launa- vísitölu kemur í ljós að nafnlauna- hækkanirþeirraeruífullkomnusamræmi við launavísitölu (sjá mynd 2). Láglaunaforstj órar Þegar erlendir forstjórar eru bornir saman við íslenska forstjóra kemur í ljós að kalla mætti íslenska forstjóra láglaunaforstjóra. Meðaltekjur tuttugu launahæstu forstjóra íslenskra fyrirtækja (forstjórar fjármálafyrirtækja eru ekki á þessum lista) fyrir árið 1998 eru rétt rúmar 15 milljónir króna (sjá töflu 1). 1 könnun á launum forstjóra hjá fyrirtækjum í Evrópu má sjá að meðaltalið á Spáni, sem er lægst af uppgefnum löndum, er vel yfir tuttugu milljónir króna. Ástæðan er að vissu leyti að íslensk fyrirtæki eru yfirleitt minni en þau sem eru í könnuninni en það eru fyrirtæki með veltu sem erábilinu 16,5 til 34,5 milljarða króna. Eimskip var með 16,5 milljarða veltu á síðasta ári sem gerir forstjóra Eimskips samanburðarhæfan. Árstekjur hans myndu setja hann einhvers staðar á milli meðaltalsins í Þýskalandi og Svíþjóð en langt undir meðaltalinu í Hollandi, Sviss, Belgíu, ítalíu, Frakklandi og Bretlandi. I Bretlandi, þar sem meðaltalið er hæst í Evrópu, er það vel yfír 45 milljónum á ársgrundvelli, nálægt því að vera tvöfalt hærra en forstjóri Eimskips getur státað af. Bandarískir forstjórar Það er merkilegt að jafnvel þó að í Bretlandi séu greidd hæstu forstjóralaun í Evrópu eru þau langt undir því sem gerist í Bandaríkjunum, allt að helmingi lægri. Bandarískum forstjórum eru meira að segja greidd 30% hærri laun í Bretlandi en breskum forstjórum. Allir tuttugu hæst launuðu forstjórar í heimi starfa fyrir bandarísk fyrirtæki. Á síðasta ári var Michael Eisner, forstjóri Walt Disney, efstur á lista með tekjur upp á rúmlega 400 milljónir eða tekjur sem myndu nægja til þess að gera 15 Eimskipsforstjóra tiltölulega ánægða. Þetta er þó bara lítill hluti launa hans því að það sem gerir hann að launahæsta forstjóra heims er (Framhald á siðu 3.) 1 Stjórnendur íslenskra fyrirtækja eru ekki á háum launum ef miðað er við forstjóra erlendis. 2 Þekkingarstjómun er nýtt hugtak í viðskipta- fræðunum sem náð hefur verulegum vinsældum. 3 Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor svarargrein Halldórs Jóns- sonar sem var gagnrýni á 4 grein Hannesar sem birtist í 26. tbl. Vísbendingar og fjallaði um sátt um fyrir- komulag fiskveiða.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.