Vísbending


Vísbending - 06.08.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 06.08.1999, Blaðsíða 2
V ÍSBENDING Þekkingarstj ómun Eitt það nýjasta í stjómunar- geiranum er það sem kallað er þekkingarstjómun. Hugmyndin í sinni einföldustu mynd snýst um að stjórna þekkingu í fýrirtækjum þar sem þekking er að margra áliti mikilvægasta auðlindin. Sagt er að þekking sé mikilvægasti styrkleikinn og hæfileiki fýrirtækis til að læra líklegastur til þess að gefa fyrirtæki samkeppnisforskot á keppinautana. Þekking sem eign að er að mörgu leyti fróðlegt að velta fýrir sér tilurð þekkingarstjómunar. I sjálfu sérerhugtakið ekki nýtt afnálinni; stjómunargúrúinn Peter Drucker hefúr talað um þekkingarstarfsmenn og stjórnun þeirra í hálfa öld og þá er visindastjórnun Taylors í upphafi aldar- innar að mörgu leyti svipuð, að nota skynsemina frekar en dugnaðinn. Það er þó ekki fyrr en í kjölfar tölvu- og upplýsingarbyltingarinnar og þá aðallega á þessum áratug sem þekkingar- stjómun hefur fengið vemlega athygli. Þó að þekking, sérstaklega á viðskipta- vinum og keppinautum, hafi alltaf þótt mikilvæg hefur aldrei fyrr verið litið á þekkingu sem eign og að fyrirtæki beri að nálgast hana eins og eign. Ráðgjafar hafa sérstaklega tekið þessu hugtaki fegins hendi, enda hin ágætasta búbót á þeim bænum. Þegar rýnt er í þekkingarstjórnun þá sem ráðgjafar eru tilbúnir að hjálpa fyrirtækjum að innleiða kemur i Ijós að þekkingarstjómun felur í sér mjög vítt svið af verkefnum sem leiða til aukins upplýsingaflæðis eða geyma og deila upplýsingum í fýrirtæki. Oft er talað um miðlægan gagnagrunn og samskipta- kerfi sem mikilvægustu þættina. Upplýsingar og þekking Hugmyndin á bak við þekkingar- stjómun er sú að þekking fyrirtækis glatist nema sérstaklega sé haldið utan um hana. Gerður er greinarmunur á tvenns konar þekkingu, þekkingu sem er að fínna í gagnagrunnum fyrirtækis og þekkingu sem er að finna í starfs- mönnum. Sumir vilja þó fara aðra leið til að útskýra þekkingu þar sem hug- tökunum „þekking“ og „upplýsingar" er oft mglað saman, en það hefur valdið ákveðnum misskilningi í umræðunni. Peter Dmcker gerir ágætan greinannun þama þegar hann talar um að þekking sé upplýsingar notaðar á framleiðinn hátt. Þar með er hægt að gera greinarmun á stjórnun þekkingar og stjórnun upplýsinga. Flestir virðast sammála um tvennt, annars vegar að þekkingu er fyrst og fremst að finna í fólki og hins vegar að þekking er stöðugt flæði. Sem slík verður þekking til hjá starfsmanni og i samskiptum starfsmanna. Þrenns konar þekking A ðreynaaðlýsaþekkinguogáhrifum xVþekkingar hefur reynst þrautin þyngri. Lærdómskúrfa Arrows stendur þó enn fyrir sínu og sýnir að með aukinni þekkingu lækkar kostnaður í fýrirtæki. Starfsmenn læra að gera hlutina á einfaldari og ódýrari hátt — á skilvirkari hátt. Þetta segir þó ekki nema hluta af sögunni vegna þess að þekking hefur miklu stærra hlutverki að gegna í fyrirtæki. Peter Drucker hefúr talað um þrenns konar þekkingu sem fyrirtæki þurfa: (1.) stöðugar umbætur á framboði og ferli, sem er þekkt sem hið japanska Kaizen; (2.) hagnýta núverandi þekkingu til þess að búa til nýtt framboð og ferli; og (3.) nýsköpun, þ.e. nýta breytingar sem tækifæri til að búa til annars konar framboð. Lærdómsíýrirtækið r Ameðan þekkingarstjórnun gengur út á að stjórna þeirri auðlind sem þekking er, er hægt að finna annan fræðagrunn sem tjallar um hvemig hægt er að öðlast þessa þekkingu, þ.e. lærdómsfyrirtækið. I honum má finna hugmynd hliðstæða þeirri sem felst í framsetningu Druckers á þrenns konar þekkingu, þá er talað um lykkju-lærdóm: (1.) einnar lykkju lærdóm sem er lýst sem viðleitni til að bregðast við vandamálum; (2.) tveggja lykkna lærdóm sem gengur út á að læra hvemig á að læra; og (3.) þriggja lykkna lærdóm sem er lýst sem tilraun til að endurskoða tilganginn eða homsteininn sem allt er byggt á, spyrja hvað fyrirtækið sé og hvað það eigi að vera. Hvernig sem litið er á þekkingu ræðst mikilvægi hennar af árangri; gæðin en ekki magnið er það sem skiptir sköpum. Þess vegna er það ein mikilvægasta þekking fyrirtækis að vita hvað það þarf að vita. Þekkingarstarfsmaðurinn Smám saman hefur meirihluti starfa verið að færast úr höndum starfs- manna í huga þeirra. Þekking hefurtekið við af handafli. Þekkingarstarfsmenn hafa smám saman orðið sérhæfðari sem þýðir að mörg nútímafyrirtæki eru samansafn af sérfræðingum sem fyrirtækið sameinarí nafni sameiginlegra markmiða. Stjórnunin er í eðli sínu sú sama, að gera auðlindir fyrirtækis sem skilvirkastar. Þó ekki aðeins að gera hlutina rétt heldur einnig gera réttu hlutina, svo að orð Druckers séu notuð. Þekkingarstjómunin felst í því að búa til umhverfi þar sem starfsmenn geta unnið saman og deilt þekkingu sinni. Það þýðir að skapa verður traust á milli starfs- manna um Ieið og byggt er á hvatningu. Þekkingarfyrirtækið þarf þó ekki einungis að stjóma og nýta þá þekkingu sem það hefur heldur þarf það stöðugt að ná sér í og skapa nýja þekkingu. Það hefur oft verið bent á að þekking fyrirtækja er ekki skráð í efnahags- reikningi sem þýðir væntanlega að þessi þekking er vanmetin hjá fýrirtækjunum. Sumir hafa reynt að útskýra hlutabréfa- virði í hugbúnaðarfyrirtækjum með þekkingu. Vandamálið er hins vegar að ef þekking er fyrst og fremst til í fólki þá er ekki hægt að segja að fýrirtækin eigi þessa þekkingu þar sem það á ekki starfsmennina. Nær væri því að segja að fyrirtækin leigi þessa þekkingu. Heili íýrirtækis Hugsanlegt er að lýsa þekkingarkerfi fýrirtækis sem heila fyrirtækis, sem getur lært, geymt, hugsað og kennt, er framleiðandi hugmynda, stýrir meðvit- uðum og ómeðvituðum viðbrögðum og jafnvel tilfinningum. Sem lifandi vera verður fyrirtæki að sumu leyti auð- skiljanlegra þó að það verði að mörgu leyti óskiljanlegt. Fyrirtækjaheilinn hlýtur þá að vera samansafn annars vegar af líkamlegu og andlegu umhverfi starfsmanna, af stefnumörkun og hugsýn, reglum, hefðum, fyrirtækja- sögum sem ræður viðbrögðum fyrirtækis og hins vegar af samansafni af ólíku fólki sem hugsar og fær hugmyndiríýrirhönd fyrirtækis. Heilinn sem kerfí verður að reyna að fylgjast með því sem er að gerast, öðlast skilning á fyrirtækinu svo að það geti læknað sig og ræktað sjálft og á aðstæðum svo að það geti fundið sér lífsviðurværi og dafnað. Spurningar sem það þarf stöðugt að spyrja sig eru: Hvað þarf ég að vita til þess að lifa og dafna? Hvað veit ég núna? Hvernig næ ég í þá vitneskju sem mig vantar? Það er heilans mál og kjami þekkingarstjórnunar. Helstu fræðimenn sem fjallað hafa um þekkingarstjórnun á síðustu árum eru Prusak og Davenport (Working Knowledge, 1998), Saint-Onge, Goshal og Bartlett (The Individualised Company, 1998), Edvinson, Stewart (Intellectual Capital, 1997), Nonaka og Takeuchi (The Knowledge Creating Company, 1995). 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.