Vísbending


Vísbending - 13.08.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 13.08.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING I Ir mviðir i íyrirtæk É Magnús í. Guðfinnsson viðskiptafræðingur Ymsar aðferðir hafa verið notaðar við að meta samkeppnisstöðu fyrirtækja í gegnum tíðina og hefur ákveðið líkan, svonefnt „SVOT“, sem stendurfyrir „styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri", verið talsvert notað við slíka greiningu. Uppruni Harvard-prófessorinn Chamberlin var með þeim fyrstu sem fjallaði um styrkleika og veikleika fyrirtækja og hvemig þau beita einstökum auðlindum sínum til að öðlast aukna samkeppnis- hæfni í riti árið 1933. Umræðan um auðlindamyndun og nýtingu auðlinda í samkeppni hefúr verið kölluð „verð- mætasýn“ (e. resource-based view) og er þá verið að vísa í verðmætasköpunina í einstökum fyrirtækjum. Sérstök áhersla er lögð á hvernig fyrirtæki nýta einstakar auðlindir sem þau búa yfir á markvissan hátt í samkeppni. Rökin að baki hugtakinu SVOT em þau að fyrirtæki sem beita innri styrkleika við að nýta tækifæri sem gefast í umhverfinu en vinna jafnframt að því að verjast ógnunum úr umhverfinu og forðast um leið innri veikleika séu líklegri til að ná samkeppnisforskoti en önnur fyrirtæki (Bamey 1995). Rannsóknir á samkeppnishæfni em iðulega byggðar á hugmyndum um tækifæri fyrirtækja, í anda hugtaksins SVÓT, en slíkar rannsóknir segi þó einungis hálfa söguna. Rannsóknir á innri styrkleikum og veikleikum verða líka að koma til ef úttekt á samkeppnis- hæfni á að teljast fullnægjandi. Þegar samkeppnisforskot er rann- sakað með því að skoða verðmæta- myndun í fyrirtækjum er athyglinni beint frá viðkomandi atvinnugrein í heild að einstökunr fyrirtækjum. Þegar verð- mætasýn er höfð að markmiði er fyrir- tækið skoðað sem samansafn áþreif- anlegra og óáþreifanlegra auðlinda og meginástæður fyrir velgengni hvers fyrirtækis eru skoðaðar út frá megin- hæfni, venjum og þekkingu. Verðmætasýn Auðlindir geta verið samofnar fyrirtæki. Einnig er mögulegt að komast yfir auðlindir með yfirtöku eða samrunavið annað fyrirtæki. Auðlindir sem nýttar eru innan fyrirtækis og ganga ekki kaupum og sölum eru líklegastar til að leiða af sér samkeppnisforskot á markaði. Dulin þekking (e. tacit knowledge) er dæmi um auðlind sem mjög erfitt er fýrir keppinauta að láta aðrar auðlindir leysa afhólmi. Gott dæmi um duldaþekkingu hérlendis sem næsta ómögulegt er að leysa afhólmi er þekking aflaskipstjóra. Kunnátta þeirra berst frá manni til manns, hún tengist reynslu þeirra og það tekur yfirleitt langan tima að byggja hana upp. Samkvæmt verðmætasýninni verður varanlegt samkeppnisforskot að byggja á forsendununr sem sýndar eru á mynd 1. Vöxtur fyrirtækja Ivíðara samhengi er eðlilegt að spyrja hvort SVÓT-greiningin veiti svör við spumingum eins og hvaða eiginleikar eða rekstrarþættir það séu sem eru lykillinn að rekstri framúrskarandi fýrirtækja og, í framhaldi af því, hvað orsakar það að ákveðin fýrirtæki vaxa meira en önnur í sömu grein. Nýleg Mynd 1. Forsendur verðmœtasýnar Já Viðeigandi? j Já Hreyfanleg? Ekki mögulegt að herma eftir eða skipta um? Verðmæt? Heimild: Bamey (1991; Haanes (1998) Til að tiltekin auðlind leiði til yfirburða á markaði þegar til lengri tíma er litið þarf hún að standast fimm eftirfarandi forsendur: verðmæti (e. value) (Er auðlindin verðmæt, þ.e. er viðskiptavinurinn reiðubúinn að greiða fyrir hana?); hversu sjaldgæf (e. rare) er auðlindin (í samanburði við aðrar auðlindir); er ómögulegt að leysa hana af hólmi (e. not imitable); er hægt að virkja (e. mobilize) auðlindina; hentar hún vel (e. appropriate) stefnu fyrirtækis og samkeppnisumhverfinu sem það keppir í? rannsókn bendir til þess að hvorki hagfræðingar, stjómunarsérfræðingar né sérfræðingar við viðskiptaháskóla hafi komist að fullnægjandi niðurstöðum um ástæður fýrir vexti fýrirtækja. Varanleghæfni Þó að erfitt sé að sýna fram á nákvæmlega hvaða þættir eru ráðandi hvað vöxt fýrirtækja áhrærir á mikil breyting sér stað urn þessar rnundir í skrifum um stjómun. Menn hafa fallið frá því að skoða fyrirtæki sem „framleiðsluvélar", þeir litu á þau um tíma sem stofnanir og nú loks sem einingar sem leitast við að auka kunnáttu og hæfni sína. Samkvæmt hugtakinu um meginhæfni íýrirtækis vaxa sum fýrirtæki hraðar en önnur þegar til lengri tíma er litið vegna þess að þau búa yfir varanlegri hæfni sem erfitt er fyrir að aðra að ná. Mynd 1 sýnir aðferð við að komast að og sigta út auðlindir sem skiptahöfuðmáli fýrir samkeppnishæfni fýrirtækis til lengri tíma. Erfitt er að útskýra hvemig fyrirtæki vaxa vegna þess að margt bendir til þess að vöxtur fyrirtækja sé ekki stöðugur heldur rysjóttur og tilviljanakenndur. Sigurvegarinn Höfúndar sem skrifað hafa um auðlindir fyrirtækja segja vinnu sína miða að því að komast að hvað það er í rekstri fýrirtækja sem orsakar að þau skari fram úr keppinautunum. Bamey segir nrikilvægt að innviðir fýrirtækja, jafnt sem tækifæri í ytra umhverfi, verði athugaðir í fyrirtækjum eins og verslunarkeðjunni WalMart, sem selt heíúr tvöfalt á við keppinautana sl. 20 ár og flugfélaginu Southwest Airlines, sem hefúr aukið hagnað sinn frá ári til árs þrátt fyrir stórfellt tap annarra flugfélaga í Bandaríkjunum á árunum 1990-1993. Samkeppnisumhverfið er ekki orsök velgengni þessara fýrirtækja sem keppa við erfiðar aðstæður, þar sem rnikil ógnun vofir yfir og lítil vaxtartækifæri eru til staðar, segir Barney. Nærtæk dæmi er að finna á Islandi, þ.e. fýrirtæki sem skarað hafa ffam úr til lengri tírna þrátt fýrir lægðir í efnahagslífinu eða í greininni sem keppt er í. Rannsóknir á fyrirtækjum t.d. í sjávarútvegi, flutningastarfsemi og tölvugeiranum gætu leitt athyglisverðar staðreyndir í ljós varðandi styrkleika og veikleika þeirra í samanburði við önnur fýrirtæki. Heimildir: Barney, J.B. (1986). „Types of Competition and the Theory of Strategy: Towards an Integrative Framework.“ Academy of Management Review. Barney, J.B. (1995). „Looking Inside for Competitive Advantage.“ Academy of Management Executive. Chamberlin, E.H. (1933). „The Theory of Monopolistic Competition.“ Cambridge, Mass., Harvard University Press. Economist, 17. júlí 1999 (bls. 90). Haanes, K. (1998). ^pplied Strategy Research." Winter 1998, Norwegian School of Management (Bl). 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.