Vísbending


Vísbending - 20.08.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 20.08.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 20. ágúst 1999 33.tölublað 17.árgangur r A bak við grímuna Allt frá því að japanski verðbréfa- markaðurinn varð fyrir alvarlegum skelli í október 1987 hefur japanska efnahagskerfið átt erfitt uppdráttar. Japanska bankakerfið hefur orðið fyrir miklum áföllum þar sem nokkrar af stærstu fjármálastofnunum Japans hafa orðið gjaldþrota á þeim tíma sem er liðinn síðan þá. Það erþó ekki öll sagan vegna þess að það virðist vera að þær hafi allan þennan áratug brugðið hulu yfir raunverulega afkomu sína. Japanar eru öðruvísi Stundum er reynt að halda því fram að Japanar séu á margan hátt öðruvísi en Vesturlandabúar, með misgóðum rökstuðningi. Frægt er þegar japönsk stjórnvöld héldu því fram sem hluta af verndarstefnu sinni að japönsk meltingarfæri væru svo ólík vestrænum meltingarfærum að Japanar gætu einfaldlega ekki þolað erlent kjöt og hrísgrjón. Álika góður var rök- stuðningurinn sem átti að koma í veg fyrir innflutning á amerískum skíðum, kristallauppbygging í snjónum sem fellur á Japan átti að vera allt önnur en í snjónum sem fellur á Vesturlönd. Hugmyndafræði Japana er þó á margan hátt ólík vestrænni hugmynda- fræði sem hefur um árabil verið tilefni bóka um viðskipti og efnahagsmál þar sem japanska undrinu er hampað ákafiega. Þetta hefur reyndar snúist við núna á síðustu árum þegar Bandaríkin eru allt í einu efnahagsundrið en ekki Japan. Sömu menningarþættimir og þóttu vera grundvöllur efnahags- uppgangs Japans frá stríðslokum eru nú höfuðvandinn sem japönsk stjórnvöld þurfa að glíma við til að endurreisa viðskiptaveldið. Vinnu- menning, þar sem starfsmenn eru ráðnir ævilangt, og verndarstefna af hálfu stjórnvalda höfðu mikilvægt hlutverk í uppbyggingunni en eru nú þrándur í götu framfara. Margt annað stendur einnig í vegi fyrir upprisunni og þar á meðal er ákveðið hugarfar sem virðist hafa náð að festa rætur í japanska bankakerfinu. Að halda andlitinu Það er margt sem á sér langa hefð og er hluti af japönskum kúltúr sem hefur ekki verið til farsældar á þessum síðasta áratug aldarinnar. Eitt af því sem er einkennandi fyrir austurlenska menningu er mikilvægi þess að halda andlitinu („save face"). Verst af öllu illu þykir ef skuggi fellur á persónu eða hún verður fyrir opinberri niðurlægingu. Þess vegna er stundum sagt að Japanar iðrist ekki aðgerða sinna nema ef þær verða opinberar, þ.e. ef öðrum verða mistök þeirra ljós. Hugsanlegt er að þessi hræðsla við opinbera niðurlægingu og siðferðis- skortur hafi mikilvægu hlutverki að gegna í þeim fjármálahneykslum sem hefiir rignt yfir japanska bankakerfið. Spilaborgin Síðustu ár hafa margar af stærstu fjármálastofnunum Japans orðið gjaldþrota. Yamaichi, fjórði stærsti verðbréfamiðlari landsins, fóráhausinn, ásamt Hakkaido Takushoku Bank Ltd. og Sanyo Securities, árið 1997. Þátapaði einn stærsti banki Japans, Sumitomo Corp., rúmlega 2,6 milljörðum Banda- ríkj adollara um miðj an áratuginn en hann stendur um þessar mundir í málaferlum við bandaríska fjárfestingarfyrirtækið J.P. Morgan & Co. Árið 1998 var engu betra en árið á undan. Ríkisstjórnin bjargaði tveimur risabönkum, Long Term Credit Bank og Nippon Credit Bank, en þeir höfðu safnað óhóflegum skuldum sem þeir gátu engan veginn staðið undir. Árið 1999 hefur heldur ekki verið miklu betra þar sem bæði líftryggingafyrirtæki, eins og Tokyo Sowa, og Toho Mutual hafa fallið fyrir borð. Ekki á efhahagsreikningi Það er ótrúlegt að hugsa til þess að öll þessi gjaldþrot hafa víðast hvar vakið tiltölulega litla athygli og varla nokkra hér á landi. Það er þó rétt að veita þeim athygli, sérstaklega þar sem þær skýringarnar eru t.d. gefnar á gjaldþrotinu í Yamaichi að orsökina mætti finna í atvikum sem eru utan efnahagsreiknings („off balance sheet"). Þetta er nokkuð merkileg útskýring, þ.e. að eitthvað sem ekki er tilgreint í efnahagsreikningi sé orsök rúmlega2milljarðadollaratapssemgerir fyrirtæki gjaldþrota. Það verður að teljast skrýtið að það skuli vera eitthvað sem ekki er skráð í bókhaldið sem veltir fyrirtæki um koll. Það væri ágæt spurning að spyrja til hvers þessi fyrirtæki eru yfirleitt að halda eitthvert bókhald ef eitthvað sem er ekki þar að fmna skiptir sköpum fyrir rekstur fyrirtækisins. „Plottið" Mikið af þessum fjármálahneykslum japanskra fjármálastofnana má rekja til þess sem mætti kalla huluviðskipti („window dressing"). Einföld skýring væri að segja að þessi viðskipti gangi út á að hjálpa fyrirtæki að komast hjá því að viðurkenna tap, annaðhvort með því að fresta tapi um einhvern óákveðinn tíma eða draga fram hagnað af öðrum eignum til þess að fela tapið. Allan þennan áratug hafa slík viðskipti verið smám saman að aukast, þar sem japönsk fyrirtæki nota vestræn fjármálafyrirtæki (aðallega bandarísk) til þess að vera milliliðir í þessum viðskiptum. Afleiðusamningar sem engin leið er að rekja hvað stendur á bak við eru vopnið sem notað hefur verið í þessum leik. í raun vita fæstir hvernig þessum samningum er háttað. Þó er ágæt einfölduð lýsing á einni tegund þessara viðskipta að fmna í bókinni FIASCO eftir Frank Partnoy, sem var verðbréfamiðlari fyrir bandarísku fjármálafyrirtækin First Boston og Morgan Stanley á þessum árum. ímyndaðu þér að þú hafír pott af gulli að virði 100 Bandaríkjadollara. Helmingur af pottinum er alvörugull að virði 90 dollara og helmingur glópagull að virði 10 dollara. Á morgun eru þessir tveir (Framhald á síðu 2) 1 Mikil hneyksli hafa orðið í japönsku bankakerfi á síðustu árum semmárekj a m.a. til hulduviðskipta. 2 Margir listar eru til um hvaða atriði eru líklegust til að gera fyrirtæki árangursrík. 3 Bæði samningaferli og samningagerð eru fyrir- tækjum afar mikilvæg, engu að síður er tiltölulega 4 lítil áhersla lögð áað búatil einhvern vinnuramma sem væri hægt að vinna eftir og læra af.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.