Vísbending


Vísbending - 27.08.1999, Side 1

Vísbending - 27.08.1999, Side 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 27. ágúst 1999 34. tölublað 17.árgangur Davíð Oddsson forsætisráðherra olli miklum vangaveltum í þjóðfélaginu með skörulegri ræðu á Hólahátíð nýlega. Rússneska mafian var honum sérstakt áhyggjuefni. Hvað svo sem hefur kveikt þessar áhyggjur er ekki úr vegi að skoða hvort Islendingum stafi einhver ógn af rússnesku mafíunni. Upphafið Þegar talað er um „mafíu“ er yfirleitt átt við skipulagða glæpastarfsemi eða glæpafyrirtæki eins og hag- fræðingar vilja stundum nefna fyrir- bærið. Hugtakið varð til um 1865 til að lýsa hinum öflugu ítölsku Sikileyjar- fjölskyldum sem með ofbeldi og glæpsamlegu athæfi tókst að hafa nokkra stjóm á atvinnu- og efnahagslífi eyjarinnar og suðurhluta Italíu. Hugtakið var svo síðar notað til að eyrnamerkja hópa sem stunduðu okurlánastarfsemi og fjárhættuspila- starfsemi og seinna framleiðslu og dreifíngu á áfengi á bannámnum í Bandaríkjunum. I dag er það einkum ólögleg starfsemi í Rússlandi eða starfsemi sem tengist rússneskum undirheimum sem fengið hefur mafíu- heitið. Viðskiptaleg áhrif Hagfræðilega skilgreiningin á mafíu er hópur sem notar glæpastarfsemi í hagnaðarskyni, beitir ofbeldi eða hótar ofbeldi, tryggir að meðlimir aðstoði ekki lögregluna og spillir yfírvöldum. Umræðan um mafíu tengist mjög oft ólöglegum mörkuðum fyrir fikniefni þegar fjallað er um mafíu í dagblöðum. Starfsemi mafíunnar er yfirleitt í kringum atvinnugreinar sem eru ólöglegar eins og okurlánastarfsemi, fjárhættuspil, eiturlyfjasala, smygl og fleira en getur einnig miðað að einokun í ákveðnum atvinnugreinum þar sem innganga nýrra aðila er hindruð og samkeppnisaðilum er ýtt út af markaðinum með ólöglegum hætti. I könnun sem gerð var meðal suður-ítalskra verktaka í byrjun þessa Mafían áratugarkemurffamað 53%þeirrahöfðu dregið til baka tilboð sín í opinber verkefni vegna glæpsamlegra hótana eða vegna stjómmálaþrýstings. Aðstæðumar Sögulega séð hefur verið bent á að upptök mafíu megi aðallega rekja til þrenns konar tilvika: 1) þegar stjórnvöld missa völd, 2) þegar skrifræði í stjómsýslunni er vemlegt og 3) þegar möguleikar á ábata af ólöglegri starfsemi em miklir. Það er skemmst ffá því að segja að öll þessi skilyrði vom fyrir hendi í Rússlandi þegarkommúnisminnhrundi upp úr 1991. Spillingin og valdníðslan sem hafði verið ríkjandi í kommúnistaflokknum var einkavædd. Einkavæðingin sem átti að leysa allan vandann í Rússlandi gerði það að verkum að margir komust yfir mikið fjánnagn fyrir lítið annað en tengsl við flokkinn. Það má segja að það séu tveir hópar af rússneskum glæpamönnum, annars vegar skriffæðismafía sem hefúr völd og hagnast á mútugreiðslum og smygli á eignum og auðlindum Rússlands (olíu, kolum, gasi og góðmálmum) og hins vegar byssubófar sem ganga um og heimta vemdar- greiðslur og beita ofbeldi. Samkvæmt áætlun bandaríska dómsmálaráðuneytisins er talið að um 80% fyrirtækja og bankastofnana þurfi að greiða 10-20% af hagnaði sínum til glæpasamtaka fyrir „vernd“. Árið 1993 var áætlað að um 5.000 glæpasamtök væru starfrækt í Rússlandi, þótt einungis 300 þeirra hafí ákveðið skipulag. Sérffæðingur í málefnum ítölsku mafíunnar hefúr bent á að það sé varla hægt að kalla þessar rússnesku glæpaklíkur mafíu þar sem þær hefðu hvorki hugmyndafræði né skipulag ítölsku mafíunnar. Rússneskar glæpaklíkur hafa þó verið að taka á sig skipulagðari mynd og umsvifþeirra, eins og eftirfarandi dæmi sýna, eru margslungin. Sérstaklega hefur peningaþvætti mafínnar vakið athygli ekki síst þegar það er komið inn í vestrænt bankakerfi. Útrás Rússneska mafían hefúr smám saman fært sig út fyrir mörk gömlu Sovétríkjanna. Oftast er talað um Austur-Evrópu í því sambandi en hennar hefur þó einnig orðið vart bæði í Asíu og Ámeríku. Ungverjaland, sérstaklega höfuðborgin Búdapest, virðist vera vinsæl miðstöð mafíunnar ef marka má fféttaflutning. Einnig hafa bandarísk stjórnvöld haft vaxandi áhyggjur af glæpastarfsemi sem tengist rússneskum innflytjendum, sérstaklega í Los Angeles og Brooklyn. Um miðjan þennan áratug var talið að rússneskir glæpamenn í Los Angeles væru á bilinu 600-800 manns. Þá lét svissneski ríkissaksóknarinn af störfúm nýlega og varaði landsmenn sina sérstaklega við ítökum rússnesku mafíunnar í svissnesku athafnalífi en Genf er stundum nefnd sem ein af fjármála- miðstöðvum rússnesku mafíunnar. Rússneska mafían er þó sennilega stórtækust í smygli, allt ffáfólki til íhluta í kjamorkuvopn. Frændur okkar Danir hafa t.d. lengi talið að mafían sé á bak við stórtækt áfengis- og sígarettusmygl til landsins. A hlutabréfamarkaði Peningaþvætti hefúr alltaf verið hluti af mafíustarfsemi, en það miðar að hvítþvo illa fengið fé svo að hver sem er geti notað það hvar sem er. Yfirleitt hafa einkafyrirtæki sem eru í rekstri sem lítið eftirlit er haft með verið notuð í þessum tilgangi. Nýleg dæmi benda þó til að margar aðrar leiðir séu farnar í hreinsunarátakinu. Fyrir skömmu birtist grein í New Y ork Times sem sagði ffá Semyon Yukovich Mogilevich nokkmm en hann er þekktur rússneskur glæpamaður. Hann hefur á þrjátiu árum auðgast um 100 milljónir Bandaríkjadollara, að mestu með ólög- mætum hætti eins og fjársvikum, hórmangi og fíkniefnasölu. Mogilevich stofnaði fyrirtækið YBM í upphafi áratugarins en það var skráð í Kanada. (Framhald á síóu 2) 1 Rússneska mafían varð til á þessum áratug og hefur vaxið vemlega þó enginn viti hversu miklið. 2 Þekkingarhagkerfí er hagkerfí sem snýst um hugvit en ekki handafl eins og framleiðsluhagkerfið. 3 Stefán Amarson, sem er viðskiptafræðingur hjá Seðlabankanum, fjallarum beina erlenda fjárfestingu 4 hér á landi. Hann greinir frá skiptingu hennar á milli kjördæma. 1

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.