Vísbending


Vísbending - 27.08.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 27.08.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Staðsetning erlendrar íjárfestingar Mynd 1. Bein erlend fjárfesting (innstreymi) í heiminum 1985-98 (milljardar Bandaríkjadala) 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1996 1996 1997 1998 Stefán Arnarson viðskiptafræðingur Eitt af því sem hefur einkennt og ýtt undir alþjóðavæðingu í heiminum undanfarin ár er mikill vöxtur beinnar erlendrar fjárfestingar (e. foreign direct investment, FDI). Alþjóðavæðingin hefur nt.a. leitt til þess að atvinnulíf þjóða heims tengist sífellt meira. Þegar erlendur aðili eignast 10% eða meira af hlutafé fyrirtækis er fjárfestingin talin vera bein en eignarhlutur undir 10% telst vera verðbréfafjárfesting (e. portfolio investment). Mynd eitt sýnir þróun beinnar erlendrar fjárfestingar sl. 14 ár og miðast tölumar við innstreymi ljár til þeirra landa sem fjárfest er í. Tölulegum upplýsingum unt innstreymi fjártil landa sem ijárfest er í og útstreymi frá öðrum ber ekki saman. Hinar fyrrgreindu eru taldar marktækari. Innstreymið nam um 644 milljörðum Bandaríkjadala árið 1998 ogjókst um 39% miðað við árið á undan. Stærstur hluti þessarar fjárhæðar rann til þróaðra ríkja, um 462 milljarðar Bandaríkjadala.1 Um 165 milljarðar runnu til þróunarríkj a og um 17 millj arðar til landa Mið- og Austur-Evrópu. Arið 1998 var innstreymi beinnar erlendrar fjárfestingar á íslandi um 10 ma.kr., sem þýðir að Island hafí fengið um 0,02% af allri beinni erlendri fjárfestingu heimsins þaðár. Alltfráárinu 1985 til ársins 1997 óxbein erlendljárfestingtil þróunarríkja jafnt og þétt. Árið 1998 urðu umskipti í þeirri þróun og má rekja það til efnahagserftðleikanna sem steðjað hafa að þróunarríkjum að undanförnu. Margar ástæður eru fyrir vexti erlendrar fjárfestingar á heimsvísu. Helstar eru aukið frjálsræði í viðskiptum landa á milli, lægri flutnings- og samskipta- kostnaður, aukin samkeppni, afnám einokunar og aukin einkavæðing, stöðugleiki og efnahagsleg velsæld. Hvatar r Akvörðun fyrirtækis um að íjárfesta í öðru landi er niðurstaða flókins ferlis. Slík niðurstaða getur fengist þegar þarfir erlends fyrirtækis og það sem móttökulandið hefiir upp á að bjóða mætist. Áhrifaþáttum við val á móttökulandi erlendrar íjárfestingar má skipta í tvennt. í fyrsta lagi þætti sem stjórnvöld hafa áhril' á og í öðru lagi þætti sem einkenna hagkerfið eða eru til staðar í því. í fyrra tilfellinu rná nefna stefnu stjórnvalda gagnvart erlendri fjárfestingu og það umhverfi sem ríkisvaldið skapar atvinnustarfsemi. Dæmi um það eru efnahagslegur, stjómarfarslegur og félagslegur stöðugleiki, skattastefna, alþjóða- samningar, einkavæðing, viðskipta- stefna o.s.frv. Dæmi um þætti sem tengjast hagkerfinu sjálfu má hins vegar sjá í töflu eitt. I stuttu máli má segja að fyrirtæki ljárfesti beint utan heimalands til að nálgast nauðsynlega framleiðsluþætti og eignir, auka skilvirkni með því að nálgast ódýra framleiðsluþætti og loks til að nálgast markaði. I töflunni er farið aðeins nánar út i þessa þætti. Erlendir aðilar hafa aðallega fjárfest á Islandi vegna fyrstu tveggja þáttanna. Þó hefúr vægi þriðja þáttarins vaxið nokkuð síðustu misseri. r r A Islandi Tölfræðisvið Seðlabanka Islands safnar upplýsingum um beina erlenda fjárfestingu í íslensku atvinnulífi og notar þær upplýsingar m.a. við uppgjör greiðslujafnaðar og erlendrar eignastöðu. Þessar upplýsingar birtast á samanteknu formi í ýmsum útgáfúm Seðlabankans og alþjóðastofnana eins og OECD, Eurostat og IMF. í aðferðarfræði alþjóðastofnana er gert ráð fyrir að fasteignir í eigu erlendra aðila telj ist ti 1 beinna erlendra fj árfestinga en íslenskar tölur um beina erlenda ijárfestingu innihalda þó ekki fasteignir. Bein erlend fjárfesting í íslensku atvinnulífi hefur aukist mikið síðuslu ár en aftur á móti hefúr verðbréfafj árfesting í íslenskum hlutabréfúm verið lítil.2 Bein íjármunaeign erlendra aðila í íslenskum atvinnurekstri var um 8,4 ma.kr. í lok ársins 1995 og í lok ársins 1998 var hún orðin um 31,7 ma.kr. Þessi eign samanstendur annars vegar af hlutdeild erlendra aðila í eigin fé íslenskra fyrirtækja og hins vegar af hreinni lánastöðu fyrirtækjanna við erlendu eignaraðilana. Stærstur hluti erlendrar fjármunaeignar er í iðnaði, um 21,1 ma.kr., en um 3,2 ma.kr. eru í verslun, 2,2 nta.kr. í fjármálaþjónustu og minna í öðrum geirum. Síðustu ár hefúr flestum hömlum á fjármagnsflutningum til og frá íslandi verið aflétt en enn eru hörnlur á (Framhald á síðu 4) Tafla 1. Hvatar beinnar erlendrar fjárfestinaar Markmiö fyrirtækja meö erlendri fjárfestingu Aðaláhrifaþættir hagkerfis Að nálgast Hráefni, orka framleiðslu- Ódýrt vinnuafl þætti/eignir Vei menntaö vinnuafl Tækniþekking, nýjungagirni og aðrar eignir (t.d. fræg vörumerki) einstaklinga og fyrirtækja Bnislegir innviðir (samgöngumannvirki, fjarskipti, orkukerfi) Aö bæta skilvirkni Verð f ramleiðsluþátta/eigna að teknu tilliti til f ramleiðni Verð annarra aðfanga Þátttaka íalþjóðasamstarfi eins og EHS/NAFTA Að nálgast Stærð markaðar og meðaltekjur á ibúa markaði Hagvöxtur Aðgangur að svæðisbundnum mörkuðum og alþjóðamörkuðum Séreinkenni neytendamarkaðar Uppbygging og gerð markaðar Byggt á UNCTAD, World Investment Report 1998. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.