Vísbending


Vísbending - 10.09.1999, Qupperneq 1

Vísbending - 10.09.1999, Qupperneq 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 10. september 1999 36. tölublað 17.árgangur Samruni tveggja fyrirtækja í Frakklandi vakti nokkra athygli í lok ágústmánaðar, enda kannski ekki skrýtið því að með sameiningu Carrefour og Promodés Group varð til stærsta smásöluverslanakeðja í Evrópu og sú næststærsta í heiminum. Eftir samrunann hefur Carrefour 8.800 verslanir í 26 löndum og veltu er svarar til 65 milljarða Bandaríkjadala. Hvatinn að samrunanum var Evrópuinnrás bandarísku smásöluverslanakeðjunnar Wal-Mart sem á undanförnum árum hefur verið að þreifa fyrir sér utan Bandaríkjanna. En Wal-Mart er nokkuð merkilegt fyrirtæki sem athyglivert er að skoða nánar. RisinnWal-Mart Wal-Mart er sjötta stærsta fyrirtæki heims, samkvæmt árlegu mati Business Week, að markaðsvirði 189,55 milljarðar Bandaríkjadala. Velta síðasta árs var u.þ.b. 138 milljarðar dala (sem er rúmlega 285 sinnum meiri velta en velta SH á sama tíma, sem er stærsta fyrirtæki íslands m.v. veltu) og hún er tvöföld velta Carrefour eftir samrunann og sýnir að Wal-Mart er enn langstærsta fyrirtækið á þessum markaði. Reksturinn hefur líka gengið vel: hagnaðurinn á síðasta ári var 4,43 milljarðar, arðsemi eigin fjár var 22,3% og fjárfestar fengu eitthvað fyrir sinn snúð eða 107,6% ávöxtun. Wal-Mart Upphafið Stundum er sagt frá bandarísku verslanakeðjunni Wal-Mart í blöð- um eins og hún hafi orðið til á einni nóttu. Það er nær að það hafi tekið rúm tuttugu ár að gera Wal-Mart að veruleika. Eftir nokkurra mánaða her- þjónustu í seinni heimsstyrjöldinni var Sam Walton, eins og margir aðrir ungir Bandaríkjamenn í stríðslok, fullur af sjálfstrausti. í stað þess að snúa aftur til J.C. Penney , þar sem hann hafði unnið fyrir stríð, fékk hann 25.000 Banda- ríkjadali að láni hjá tengdaföður sínum og opnaði í Arkansas sína eigin Ben Franklin verslun en það var vel þekkt verslanakeðja á þessum tíma. Um 1950 hafði Walton byggt upp eina af best heppnuðu Ben Franklin verslunum Bandaríkjanna en leigusali húsnæðisins vildi ekki endurnýja leyfið handa Walton þannig að hann varð að byrja upp á nýtt á nýjum stað. Nýja verslunin var staðsett í Newport og þó að hún væri Ben Franklin verslun var hún að mörgu leyti ólík öðrum verslunum í keðjunni og var í raun fyrsta skref Sams Waltons til að búa til sína eigin keðju. Allan sjötta áratuginn bætti hann við sig „Walton’s Ben Franklin" verslunum en þáttaskil urðu þó ekki fyrr en í byrjun sjöunda áratugarins. Ný hugmynd var að gera vart við sig í smávöruverslun, það sem kalla má afsláttarverslun og byggist á lágu vöruverði. Formúlan var að kaupa c Mynd 1. Velta Wal-Mart (í milljörðum Bandaríkjadala) 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 inn ódýrt, hlaða upp birgðum og selja ódýrt. Sam Walton gerði sér grein fyrir því að þetta væri framtíðin í verslun og skoðaði þá sem voru fremstir á markaðnum, KMart, gaumgæfilega. Hann lærði fljótt og opnaði sína fyrstu Wal-Mart verslun í Arkansas árið 1962. Fáir trúðu á þetta uppátæki Waltons svo að hann neyddist til að leggja allt í sölurnar og fjármagnaði 95% af fyrirtækinu sjálfur. Lengi vel skilaði Wal- Mart verslunin litlu en Walton gafst ekki upp og prófaði og þróaði nýjar aðferðir í verslun. Onnur Wal-Mart verslunin. varð til 1964 en alls voru opnaðar þrjátíu og níu slíkar verslanir fyrsta áratuginn. A sjöunda áratugnum, eftir fjármögnun með hlutafjárútboði, urðu til 452 nýjar verslanir, á þeim áttunda 1.237 verslanir. Núna eru Wal- Mart verslanirnar orðnar rúmlega þrjú þúsund og fimm hundruð talsins með 500 risamörkuðum þar á meðal. Hugsjón frumkvöðuls Það sem er einkennandi fyrir uppbyggingarferilinn er annars vegar hversu mikla áherslu Walton lagði á að skoða hvað aðrir væru að gera og „fá lánaðar" hugmyndir þeirra, eins og hann sjálfur kallaði það. Hins vegar var hann alla sína tíð að prófa nýjar hugmyndir og hann hvatti samstarfsfólk sitt til að koma með nýjar hugmyndir sem hefur sennilega haft hvað mest áhrif á að Wal-Mart hefur alltaf tekist að gera betur en keppinautarnir. Sam Walton þráaðist lengi vel við að tölvuvæða Wal- Mart en var þó loks tilbúinn að gefa eftir og lét David Grasso, núverandi fram- kvæmdastjóra keðjunnar, eftir að betrumbæta upplýsingakerfið. Kerfið var forritað frá grunni og í dag starfa urn þúsund manns innan Wal-Mart einungis við forritun á þessu upplýs- ingakerfi en það er orðinn einn helsti styrkleiki fyrirtækisins og gerir öflugt dreifikerfi mögulegt. Kerfið þykir það gott að netbókaverslunin Amazon.com „fékk það lánað“ við lítinn fögnuð Wal- Mart manna þegar hún varð til. (Framhald á síðu 2) 1 Smásöluverslanakeðjan Wal-Mart hefur mikið verið í fréttum á þessu ári fyrir vasklega framgöngu 2 í Evrópu. Wal-Mart er sjötta stærsta fyrirtæki í heimi og langstærsta smásölufyrirtækið. 3 Ásgeir Jónsson hag- fræðingur fjallar um við- skiptahallann og segir að þeim sem fara með stjórn 4 efnahagsmála bíði nokkur línudans við að glíma við mikinn viðskiptahalla á komandi misserum. I

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.